Þetta staðfestir David Ornstein, blaðamaður The Athletic, en hann er oftar en ekki fyrstur með fréttirnar þegar kemur að félagaskiptum enskra úrvalsdeildarliða sem staðsett eru í London.
Nicolas Jackson has completed his medical ahead of a proposed move from Villarreal to Chelsea. #CFC paying release clause of slightly above 35m to sign 22yo Senegal international forward, who scored 13 goals for #Villarreal last season @TheAthleticFC https://t.co/Yqb2QWLVE0
— David Ornstein (@David_Ornstein) June 25, 2023
Hinn 22 ára gamli Jackson kemur frá Villareal á Spáni en er frá Senegal. Hann skoraði 13 mörk og gaf 5 stoðsendingar í 38 leikjum í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Borgar Chelsea rétt yfir 35 milljónir evra [rúma 5 milljarða íslenskra króna] fyrir leikmanninn.
Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Chelsea á þessu ári en í janúar festi félagið kaup á þónokkrum leikmönnum. Í sumar stefnir í að fjöldi leikmanna yfirgefi Chelsea sem og nokkrir yngri, á lægri samningum, komi inn. Meira um það á Vísi í kvöld.