Valdaránið blásið af og algjör óvissa um framhaldið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júní 2023 21:00 Wagner-liðar mættu nær engri mótspyrnu þegar þeir fóru inn í Rostov í gær og var í raun fagnað af mörgum íbúum. Því er ósvarað hvað það þýðir fyrir stjórnvöld í Rússlandi. epa Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, hefur komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó, forseta Belarús, um að láta af uppreisn sinni gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði við rússneska miðla fyrir stundu að samkomulagið fæli það meðal annars í sér að Prigozhin yfirgæfi Rússland og flyttist til Belarús og að öðrum liðsmönnum Wagner yrði veitt sakaruppgjöf fyrir þátt sinn í átökunum í Úkraínu. Þeim Wagner-liðum sem ekki hefðu tekið þátt í valdaránstilrauninni yrði boðið að ganga hernum á hönd. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur ekki tjáð sig um samkomulagið, enn sem komið er, en hann hafði heitið því að láta þá gjalda það dýru verði sem hefðu svikið móðurlandið. Það var Lúkasjenkó sem tilkynnti um samkomulagið fyrr í dag en Prigozhin staðfesti það skömmu síðar og greindi frá því að sveitir Wagner myndu hörfa frá Moskvu og Rostov, þar sem þeir höfðu tekið yfir allar helstu stjórnarbyggingar. Fréttirnar virðast hafa komið flestum á óvart en Wagner-liðar höfðu farið inn í Rostov með lítilli fyrirhöfn og virtust fá góðar móttökur frá íbúum, sem hvöttu þá enn til dáða þegar þeir hófu brottför sína í dag. Úkraínumenn, sem höfðu fagnað mjög þróun mála í gærkvöldi og nótt, virtust einnig nokkuð hissa. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta, sagði ákvörðun Prigozhin um að pakka saman ótrúlega og að hann tryði ekki öðru en að Pútín myndi standa við það að finna hann í fjöru. Ef óvissa var uppi um hvað myndi gerast þegar Wagner næði Moskvu virðast menn ekki síður hugsi yfir stöðu mála nú. Mörgum spurningum er ósvarað en það hefur til að mynda ekkert verið gefið út um mögulegar breytingar innan varnarmálaráðuneytisins, sem Prigozhin hafði þrýst á. Sérfræðingar eru sammála um að undraverð framganga Prigozhin í Rússlandi hafi afhjúpað algjört ráðaleysi Pútín og stjórnarinnar í Kreml og ekki síður hversu veik staða Rússa er á vígvellinum í Úkraínu. Orð Prigozhin um dugleysi hermálayfirvalda, upplognar forsendur innrásarinnar í Úkraínu og blekkingar varnarmálaráðherrans Sergei Shoigu í garð Pútín munu ekki gleymast. Hvað gerist innan Kreml og í Úkraínu á næstu dögum er óráðin gáta. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði við rússneska miðla fyrir stundu að samkomulagið fæli það meðal annars í sér að Prigozhin yfirgæfi Rússland og flyttist til Belarús og að öðrum liðsmönnum Wagner yrði veitt sakaruppgjöf fyrir þátt sinn í átökunum í Úkraínu. Þeim Wagner-liðum sem ekki hefðu tekið þátt í valdaránstilrauninni yrði boðið að ganga hernum á hönd. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur ekki tjáð sig um samkomulagið, enn sem komið er, en hann hafði heitið því að láta þá gjalda það dýru verði sem hefðu svikið móðurlandið. Það var Lúkasjenkó sem tilkynnti um samkomulagið fyrr í dag en Prigozhin staðfesti það skömmu síðar og greindi frá því að sveitir Wagner myndu hörfa frá Moskvu og Rostov, þar sem þeir höfðu tekið yfir allar helstu stjórnarbyggingar. Fréttirnar virðast hafa komið flestum á óvart en Wagner-liðar höfðu farið inn í Rostov með lítilli fyrirhöfn og virtust fá góðar móttökur frá íbúum, sem hvöttu þá enn til dáða þegar þeir hófu brottför sína í dag. Úkraínumenn, sem höfðu fagnað mjög þróun mála í gærkvöldi og nótt, virtust einnig nokkuð hissa. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta, sagði ákvörðun Prigozhin um að pakka saman ótrúlega og að hann tryði ekki öðru en að Pútín myndi standa við það að finna hann í fjöru. Ef óvissa var uppi um hvað myndi gerast þegar Wagner næði Moskvu virðast menn ekki síður hugsi yfir stöðu mála nú. Mörgum spurningum er ósvarað en það hefur til að mynda ekkert verið gefið út um mögulegar breytingar innan varnarmálaráðuneytisins, sem Prigozhin hafði þrýst á. Sérfræðingar eru sammála um að undraverð framganga Prigozhin í Rússlandi hafi afhjúpað algjört ráðaleysi Pútín og stjórnarinnar í Kreml og ekki síður hversu veik staða Rússa er á vígvellinum í Úkraínu. Orð Prigozhin um dugleysi hermálayfirvalda, upplognar forsendur innrásarinnar í Úkraínu og blekkingar varnarmálaráðherrans Sergei Shoigu í garð Pútín munu ekki gleymast. Hvað gerist innan Kreml og í Úkraínu á næstu dögum er óráðin gáta.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira