„Ummæli mín sverta ekki íslenska knattspyrnu, svona dómgæsla gerir það“ Aron Guðmundsson skrifar 23. júní 2023 15:39 Bríet Bragadóttir dæmdi leik Vals og ÍBV í síðasta mánuði og gagnrýndi Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, frammistöðu hennar. Vísir/Samsett mynd Knattspyrnudeild ÍBV hefur verið látið sæta sekt að upphæð 100 þúsund krónum vegna opinberra ummæla formanns knattspyrnudeildar félagsins, Daníels Geirs Moritz, sem eru talin vega að heiðarleika og heilindum dómarans í leik Vals og ÍBV í Bestu deild kvenna í síðasta mánuði. Umrædd ummæli lét Daníel Geir falla í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter og birti hann í þeirri færslu texta sem og myndband af atviki í leik Vals og ÍBV. „Olga Sevcoca er leikmaður ÍBV. Hún er frá Lettlandi. Allar götur síðan hún kom til Íslands hefur mátt sparka í hana af meiri krafti en aðra leikmenn. Í gær sleppir dómari af ásetningi vítaspyrnu þar sem Olga er spörkuð niður. Þetta er ekki tilviljun en algjörlega óþolandi," skrifaði Daníel Geir í umræddi færslu. Ummælin voru tekin fyrir á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 13. júní síðastliðinn og er það mat nefndarinnar að Daníel hafi með færslu sinni vegið að heiðarleika og heillindum dómara leiksins, Bríeti Bragadóttur, og séu til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu. Stendur við orð sín Í tengslum við ákvörðun sína tekur aga- og úrskurðarnefnd KSÍ meðal annars til greina bréf Daníels Geirs til nefndarinnar, bréf sem nefndarmenn segja ekki bera merki iðrunar vegna hinnar kærðu „ósæmilegu framkomu.“ Í bréfinu, sem birt er með úrskurði nefndarinnar, segist Daníel standa við orð sín þess efnis að dómari leiksins hafi af ásetningi sleppt því að dæma víti í umræddum leik. „Í dómari leiksins sér atvikið mjög vel en ákveður að dæma vitlaust gegn betri vitund. Þarna er ekki hægt að skýla sér á bakvið mistök, rétt eins og urðu í leik Stjörnunnar og ÍBV á dögunum þar sem dómari sá ekki atvik. Dómarinn sér þetta mjög vel en dæmir ekki víti.“ Daníel segir ummæli sín ekki sverta íslenska knattspyrnu. „En svona dómgæsla gerir það og hafði þetta neikvæð áhrif á það lið sem ég er í forsvari fyrir. Ég hlýt að mega benda á það.“ Úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ má lesa í heild sinni hér. Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Umrædd ummæli lét Daníel Geir falla í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter og birti hann í þeirri færslu texta sem og myndband af atviki í leik Vals og ÍBV. „Olga Sevcoca er leikmaður ÍBV. Hún er frá Lettlandi. Allar götur síðan hún kom til Íslands hefur mátt sparka í hana af meiri krafti en aðra leikmenn. Í gær sleppir dómari af ásetningi vítaspyrnu þar sem Olga er spörkuð niður. Þetta er ekki tilviljun en algjörlega óþolandi," skrifaði Daníel Geir í umræddi færslu. Ummælin voru tekin fyrir á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 13. júní síðastliðinn og er það mat nefndarinnar að Daníel hafi með færslu sinni vegið að heiðarleika og heillindum dómara leiksins, Bríeti Bragadóttur, og séu til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu. Stendur við orð sín Í tengslum við ákvörðun sína tekur aga- og úrskurðarnefnd KSÍ meðal annars til greina bréf Daníels Geirs til nefndarinnar, bréf sem nefndarmenn segja ekki bera merki iðrunar vegna hinnar kærðu „ósæmilegu framkomu.“ Í bréfinu, sem birt er með úrskurði nefndarinnar, segist Daníel standa við orð sín þess efnis að dómari leiksins hafi af ásetningi sleppt því að dæma víti í umræddum leik. „Í dómari leiksins sér atvikið mjög vel en ákveður að dæma vitlaust gegn betri vitund. Þarna er ekki hægt að skýla sér á bakvið mistök, rétt eins og urðu í leik Stjörnunnar og ÍBV á dögunum þar sem dómari sá ekki atvik. Dómarinn sér þetta mjög vel en dæmir ekki víti.“ Daníel segir ummæli sín ekki sverta íslenska knattspyrnu. „En svona dómgæsla gerir það og hafði þetta neikvæð áhrif á það lið sem ég er í forsvari fyrir. Ég hlýt að mega benda á það.“ Úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ má lesa í heild sinni hér.
Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira