Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 2-1 | Nýliðarnir í þriðja sætið eftir fjórða sigurinn í röð Hinrik Wöhler skrifar 21. júní 2023 19:22 Það er hart barist í Kaplakrika. Vísir/Hulda Margrét FH er komið í þriðja sæti Bestu deildar kvenna eftir 2-1 sigur ÍBV á heimavelli sínum í kvöld. FH hefur nú unnið fjóra leiki í röð í deildinni. FH tók á móti ÍBV í níundu umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrikavelli í dag í blíðskaparveðri. Liðin voru að mætast í annað sinn á sex dögum en þau mættust í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins þar sem FH hafði betur. Guðný Geirsdóttir kýlir boltann frá marki sínu.Vísir/Hulda Margrét Fyrsta markið lét ekki bíða eftir sér og kom eftir fimm mínútur. Eyjakonur náðu ekki að hreinsa boltann nægilega langt út úr vítateignum og hrökk boltinn til Shainu Ashouri. Hún átti hnitmiðað skot í bláhornið sem Guðný Geirsdóttir náði ekki að verja. Frábær byrjun hjá FH og fjórða mark Shainu í deildinni. Leikurinn fór meira og minna fram á vallarhelmingi ÍBV til að byrja með. FH hélt boltanum vel og gestirnir reyndu að beita skyndisóknum án teljandi vandræða fyrir varnarlínu FH. FH hélt áfram að pressa og Esther Rós Arnarsdóttir var nálægt því að koma FH í 2-0 á fimmtándu mínútu en hún átti skalla í markteignum sem fór í varnarmann ÍBV og þaðan rétt yfir. Góð dansspor.Vísir/Hulda Margrét Á 21. mínútu náðu Eyjakonur að vinna boltann á miðsvæðinu og í kjölfarið fékk Holly Taylor O’Neill frábæra sendingu inn fyrir varnarlínu FH. Hún lék á Aldísi Guðlaugsdóttur, markvörð FH, og renndi boltanum í autt markið. Heimakonur vildu fá rangstöðu dæmda en fengu ekki og markið stóð. Leikurinn til þessa hafði verið eign heimakvenna og kom markið gegn gangi leiksins. Eftir jöfnunarmarkið kom meiri kraftur í Eyjakonur og varð leikurinn jafnari fyrir vikið. Bæði lið reyndu að skapa sér færi án árangurs. Staðan var 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur fór rólega af stað og fór leikurinn mestmegnis fram á miðsvæðinu. Það var lítið um almennileg marktækifæri en Shaina Ashouri átti fast skot langt fyrir utan teig sem fór rétt framhjá markinu eftir tæplega klukkutíma leik. Guðný Geirsdóttir náði ekki að fanga boltann í öðru marki FH.Vísir/Hulda Margrét Heimakonur fengu hornspyrnu á 69. mínútu sem Shaina Ashouri tók. Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, kom út í vítateiginn til þess að grípa boltann en varð fyrir því óláni að slá knöttinn í eigið net. Afar klaufalegt mark en Guðný vildi fá aukaspyrnu eftir stimpingar inn í teig við leikmenn FH. Hún varð ekki að ósk sinni og FH komst yfir á ný. Heimakonur féllu aftar eftir markið og ÍBV reyndi að færa sig framar á völlinn og jafna leikinn en varð ekki ágengt. Fjórði sigur FH í röð í deildinni og ljóst er að Hafnfirðingar geta verið sáttir með uppskeruna þegar fyrri umferð hefðbundinnar deildarkeppni er lokið. Af hverju vann FH? Í seinni hálfleik var lítið um almennilega marktækifæri og leikurinn var frekar lokaður. Það benti lítið til þess að FH færi með sigur af hólmi en mistök Guðnýjar Geirsdóttur í marki ÍBV á 69. mínútu vega þungt og fer FH heim með stigin þrjú. Hverjar stóðu upp úr? Shaina Ashouri, miðjumaður FH, var fremst meðal jafningja. Hún skorar fyrsta markið með hnitmiðuðu skoti og er arkitektinn af sigurmarkinu en hún átti hornspyrnuna sem endaði með sjálfsmarki. Flestar sóknir FH fóru í gegnum hana og var hún maður leiksins í dag. Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Liðin náðu ekki að skapa sér almennileg færi og var uppspil beggja liða ekki upp á marga fiska. Síðari hálfleikur var ekki mikið fyrir augað. Bæði lið reyndu fjölmörg skot langt fyrir utan vítateig, sérstaklega FH, án teljandi vandræða. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki næsta mánudag, í tíundu umferð Bestu deildar kvenna. FH á annan heimaleik og tekur á móti Þrótti. Það verður Suðurlandsslagur milli Selfoss og ÍBV á Selfossi. „Við gerðum mistök í seinni hálfleik sem kostaði okkur“ Todor Hristov er þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét Todor Hristov, þjálfari ÍBV, þurfti að sætta sig við annað tap á móti FH á aðeins sex dögum. „Mér fannst þetta vera flottur leikur hjá okkur og jafn leikur. Við gerðum mistök í seinni hálfleik sem kostaði okkur dýrt. Ég væri til að sjá þetta aftur, ég sé að það gerist eitthvað þarna. Það skiptir engu máli núna, þetta er partur af fótboltanum,“ sagði Todor skömmu eftir leik. Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, vildi fá dæmda aukaspyrnu á FH í sigurmarkinu en Todor þorði þó ekki að segja til um hvað væri rétt skömmu eftir leik. Haley Thomas fékk skilaboð frá bekk ÍBV.Vísir/Hulda Margrét „Ég er alls ekki að segja það, ég sá bara að markmaðurinn okkar bað um það. Ég er alls ekki að fara í þessa átt en þetta gerðist bara.“ Liðin mættust í Vestmannaeyjum fyrir sex dögum og fór leikurinn 3-1 fyrir FH. Todor sér bætingu milli leikja þrátt fyrir tap í dag. „Það var margt jákvætt, við mættum þeim í Eyjum í bikarnum og þetta var miklu betri leikur hjá okkur en heldur í Eyjum. Þannig ég sé alveg bætingar sem er gott,“ sagði Todor eftir leikinn í Hafnarfirði. „Við þurftum að berjast fyrir þessum þremur stigum“ Guðný Geirsdóttir skýtur boltanum frá marki en Shaina Ashouri sækir að henni.Vísir/Hulda Margrét Shaina Ashouri reyndist hetja FH í dag en hún skoraði fyrsta mark leiksins og ásamt því að taka hornspyrnuna sem endaði með sjálfsmarki gestanna. „Þetta er mjög góð tilfinning, við þurftum að berjast fyrir þessum þremur stigum og þær gáfu okkur erfiðan leik. Hrós á þær en við náðum á endanum að sigra og það er frábær tilfinning,“ sagði Shaina stuttu eftir leik. „Þetta var jafn leikur og gat dottið báðum megin í seinni hálfleik. Þær voru að pressa og við áttum erfitt með að stjórna því. Við gerðum þó það á endanum og gerðum vel,“ bætti Shaina við. Vísir/Hulda Margrét Þegar Shaina var spurð hvort hún hafi skoraði eitt eða tvö mörk í leiknum var hún viss í sinni sök að hún hafi skorað tvö mörk en bætti þó við að hún þyrfti að kíkja á þetta nánar og brosti út í annað. Samkvæmt leikskýrslu KSÍ er markið skráð sem sjálfsmark. Slagurinn um efstu sætin í Bestu deild kvenna er mjög jafn um þessar mundir. Ljóst er að það verður mikil spenna í síðari umferðinni. „Þetta er mjög jöfn deild og hver sem er getur unnið þetta. Þess vegna er hver þrjú stig afar mikilvæg og það er bara einn leikur í einu. Við höldum áfram og vonumst jafnvel til að fara hærra í töflunni,“ sagði Shaina eftir leikinn í dag. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH ÍBV
FH er komið í þriðja sæti Bestu deildar kvenna eftir 2-1 sigur ÍBV á heimavelli sínum í kvöld. FH hefur nú unnið fjóra leiki í röð í deildinni. FH tók á móti ÍBV í níundu umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrikavelli í dag í blíðskaparveðri. Liðin voru að mætast í annað sinn á sex dögum en þau mættust í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins þar sem FH hafði betur. Guðný Geirsdóttir kýlir boltann frá marki sínu.Vísir/Hulda Margrét Fyrsta markið lét ekki bíða eftir sér og kom eftir fimm mínútur. Eyjakonur náðu ekki að hreinsa boltann nægilega langt út úr vítateignum og hrökk boltinn til Shainu Ashouri. Hún átti hnitmiðað skot í bláhornið sem Guðný Geirsdóttir náði ekki að verja. Frábær byrjun hjá FH og fjórða mark Shainu í deildinni. Leikurinn fór meira og minna fram á vallarhelmingi ÍBV til að byrja með. FH hélt boltanum vel og gestirnir reyndu að beita skyndisóknum án teljandi vandræða fyrir varnarlínu FH. FH hélt áfram að pressa og Esther Rós Arnarsdóttir var nálægt því að koma FH í 2-0 á fimmtándu mínútu en hún átti skalla í markteignum sem fór í varnarmann ÍBV og þaðan rétt yfir. Góð dansspor.Vísir/Hulda Margrét Á 21. mínútu náðu Eyjakonur að vinna boltann á miðsvæðinu og í kjölfarið fékk Holly Taylor O’Neill frábæra sendingu inn fyrir varnarlínu FH. Hún lék á Aldísi Guðlaugsdóttur, markvörð FH, og renndi boltanum í autt markið. Heimakonur vildu fá rangstöðu dæmda en fengu ekki og markið stóð. Leikurinn til þessa hafði verið eign heimakvenna og kom markið gegn gangi leiksins. Eftir jöfnunarmarkið kom meiri kraftur í Eyjakonur og varð leikurinn jafnari fyrir vikið. Bæði lið reyndu að skapa sér færi án árangurs. Staðan var 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur fór rólega af stað og fór leikurinn mestmegnis fram á miðsvæðinu. Það var lítið um almennileg marktækifæri en Shaina Ashouri átti fast skot langt fyrir utan teig sem fór rétt framhjá markinu eftir tæplega klukkutíma leik. Guðný Geirsdóttir náði ekki að fanga boltann í öðru marki FH.Vísir/Hulda Margrét Heimakonur fengu hornspyrnu á 69. mínútu sem Shaina Ashouri tók. Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, kom út í vítateiginn til þess að grípa boltann en varð fyrir því óláni að slá knöttinn í eigið net. Afar klaufalegt mark en Guðný vildi fá aukaspyrnu eftir stimpingar inn í teig við leikmenn FH. Hún varð ekki að ósk sinni og FH komst yfir á ný. Heimakonur féllu aftar eftir markið og ÍBV reyndi að færa sig framar á völlinn og jafna leikinn en varð ekki ágengt. Fjórði sigur FH í röð í deildinni og ljóst er að Hafnfirðingar geta verið sáttir með uppskeruna þegar fyrri umferð hefðbundinnar deildarkeppni er lokið. Af hverju vann FH? Í seinni hálfleik var lítið um almennilega marktækifæri og leikurinn var frekar lokaður. Það benti lítið til þess að FH færi með sigur af hólmi en mistök Guðnýjar Geirsdóttur í marki ÍBV á 69. mínútu vega þungt og fer FH heim með stigin þrjú. Hverjar stóðu upp úr? Shaina Ashouri, miðjumaður FH, var fremst meðal jafningja. Hún skorar fyrsta markið með hnitmiðuðu skoti og er arkitektinn af sigurmarkinu en hún átti hornspyrnuna sem endaði með sjálfsmarki. Flestar sóknir FH fóru í gegnum hana og var hún maður leiksins í dag. Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Liðin náðu ekki að skapa sér almennileg færi og var uppspil beggja liða ekki upp á marga fiska. Síðari hálfleikur var ekki mikið fyrir augað. Bæði lið reyndu fjölmörg skot langt fyrir utan vítateig, sérstaklega FH, án teljandi vandræða. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki næsta mánudag, í tíundu umferð Bestu deildar kvenna. FH á annan heimaleik og tekur á móti Þrótti. Það verður Suðurlandsslagur milli Selfoss og ÍBV á Selfossi. „Við gerðum mistök í seinni hálfleik sem kostaði okkur“ Todor Hristov er þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét Todor Hristov, þjálfari ÍBV, þurfti að sætta sig við annað tap á móti FH á aðeins sex dögum. „Mér fannst þetta vera flottur leikur hjá okkur og jafn leikur. Við gerðum mistök í seinni hálfleik sem kostaði okkur dýrt. Ég væri til að sjá þetta aftur, ég sé að það gerist eitthvað þarna. Það skiptir engu máli núna, þetta er partur af fótboltanum,“ sagði Todor skömmu eftir leik. Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, vildi fá dæmda aukaspyrnu á FH í sigurmarkinu en Todor þorði þó ekki að segja til um hvað væri rétt skömmu eftir leik. Haley Thomas fékk skilaboð frá bekk ÍBV.Vísir/Hulda Margrét „Ég er alls ekki að segja það, ég sá bara að markmaðurinn okkar bað um það. Ég er alls ekki að fara í þessa átt en þetta gerðist bara.“ Liðin mættust í Vestmannaeyjum fyrir sex dögum og fór leikurinn 3-1 fyrir FH. Todor sér bætingu milli leikja þrátt fyrir tap í dag. „Það var margt jákvætt, við mættum þeim í Eyjum í bikarnum og þetta var miklu betri leikur hjá okkur en heldur í Eyjum. Þannig ég sé alveg bætingar sem er gott,“ sagði Todor eftir leikinn í Hafnarfirði. „Við þurftum að berjast fyrir þessum þremur stigum“ Guðný Geirsdóttir skýtur boltanum frá marki en Shaina Ashouri sækir að henni.Vísir/Hulda Margrét Shaina Ashouri reyndist hetja FH í dag en hún skoraði fyrsta mark leiksins og ásamt því að taka hornspyrnuna sem endaði með sjálfsmarki gestanna. „Þetta er mjög góð tilfinning, við þurftum að berjast fyrir þessum þremur stigum og þær gáfu okkur erfiðan leik. Hrós á þær en við náðum á endanum að sigra og það er frábær tilfinning,“ sagði Shaina stuttu eftir leik. „Þetta var jafn leikur og gat dottið báðum megin í seinni hálfleik. Þær voru að pressa og við áttum erfitt með að stjórna því. Við gerðum þó það á endanum og gerðum vel,“ bætti Shaina við. Vísir/Hulda Margrét Þegar Shaina var spurð hvort hún hafi skoraði eitt eða tvö mörk í leiknum var hún viss í sinni sök að hún hafi skorað tvö mörk en bætti þó við að hún þyrfti að kíkja á þetta nánar og brosti út í annað. Samkvæmt leikskýrslu KSÍ er markið skráð sem sjálfsmark. Slagurinn um efstu sætin í Bestu deild kvenna er mjög jafn um þessar mundir. Ljóst er að það verður mikil spenna í síðari umferðinni. „Þetta er mjög jöfn deild og hver sem er getur unnið þetta. Þess vegna er hver þrjú stig afar mikilvæg og það er bara einn leikur í einu. Við höldum áfram og vonumst jafnvel til að fara hærra í töflunni,“ sagði Shaina eftir leikinn í dag.
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn