Hræðist ekki kaldara loftslag í Reykjavík: „Mikil spenna fyrir þessu verkefni“ Aron Guðmundsson skrifar 20. júní 2023 12:01 Hallgrímur Jónasson er þjálfari KA Hulda Margrét Það skýrist í dag hvaða liði KA mætir í fyrstu viðureign sinni í rúm tuttugu ár í Evrópukeppni í fótbolta. Liðið mun þurfa að leika Evrópuleiki sína í Reykjavík og ríkir mikil spenna hjá KA-fólki fyrir drætti dagsins. Dregið verður í fyrstu umferð Sambandsdeildar UEFA í fótbolta klukkan 13:00 og eru tvö lið í pottinum, Víkingur Reykjavík og KA sem horfir fram á fyrstu leiki sína í Evrópukeppni í rúm tuttugu ár. „Stemningin er gríðarlega góð fyrir þessu, við erum í fyrsta skipti í Evrópukeppni í einhver tuttugu ár og það ríkir mikil spenna fyrir þessu verkefni,“ segir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA í samtali við Vísi. „Við bíðum eftir því að sjá hvaða lið kemur upp úr hattinum og fram undan er spennandi mánuður fyrir okkur á öllum vígstöðvum. Við verðum að spila í Bestu deildinni, undanúrslitum bikarsins og svo kemur Evrópukeppnin þarna inn í. Það er því gríðarlega spennandi og mikilvægur mánuður fram undan.“ Frá leik KA í Bestu deildinni í sumarVísir/Hulda Margrét En hver eru markmið KA í Evrópu? „Evrópukeppnin er nú bara þannig að gæðin á þeim liðum sem við getum mætt eru mjög misjöfn. Við hugsum þetta bara eina umferð í einu, við ætlum okkur bara alltaf fara áfram og teljum, miðað við þessi fimm lið sem við getum mætt í þessari fyrstu umferð, að það sé ekkert lið sem við getum ekki unnið. Án þess að ég þekki öll þessi lið inn og út myndi ég segja að það séu tvö lið þarna sem gætu verið svipað sterk og okkar lið á pappírnum. Við ættum svo að vera sterkari en restin af liðunum.“ Liðin sem KA getur dregist á móti á eftir eru eftirfarandi: Linfield FC (N-Írland), Dundalk FC (Írland), Connah´s Quay Nomads FC (Wales), FC Progrés Niederkorn (Luxemborg) og Inter Club d´Escaldes (Andorra). „Ég held það sé fínn möguleiki í þessu fyrir okkur að komast áfram í næstu umferð og þá erum við komnir á allt annað stig, þá vitum við ekkert hvort við mætum liði sem er mörgum sinnum stærra en við eða svipað. Stefnan er hins vegar sú að fara í Evrópuævintýri með KA.“ Kaldara loftslag í Reykjavík trufli ekki Heimavöllur KA er því miður ekki löglegur í komandi Evrópukeppni en fram undan er mikil uppbygging á knattspyrnuaðstöðunni hjá félaginu á Akureyri sem mun sjá til þess að félagið geti spilað mögulega leiki sína í Evrópu í heimahögunum á allra næstu árum. KA mun þess í stað spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni á heimavelli Fram í Úlfarsárdalnum. Það hefur vart farið fram hjá landanum að mikil veðurblíða hefur verið ráðandi á Akureyri í sumar, slíkt hið sama er ekki að segja um veðurtíðina í Reykjavík. Hvernig verður það fyrir ykkur Norðanmenn að koma suður og spila í allt öðru loftslagi? „Við erum nú vanir því að koma suður og spila útileiki. Leikirnir fyrir Evrópuleikina eru akkúrat útileikir gegn KR og ÍBV. Svo eigum við Keflavík úti þannig við verðum búnir að venjast þessu,“ segir Hallgrímur og hlær. „Sumarið kemur nú yfirleitt þarna júní júlí.“ Akureyringar á faraldsdæti En á alvarlegri nótum segir Hallgrímur það auðvitað svekkjandi að geta ekki leikið Evrópuleikina á Akureyri. „Það er alveg hundleiðinlegt að við getum ekki gefið fólkinu okkar Evrópukeppni fyrir norðan þegar að svona langt hefur liðið frá síðustu Evrópuleikjum liðsins. Nýji leikvangurinn verður þó tilbúinn hjá okkur á næstu árum. Á hinn bóginn erum við gríðarlega ánægðir með að hafa fengið inn á Framvellinum. Það er flottur leikvangur og erum við þakklátir fyrir að það hafi gengið upp. Þetta er hörkuspennandi vegferð og svo þurfum við bara að vera duglegir við að trekkja að fólk á völlinn.“ Hann hefur engar áhyggjur af því að KA-fólk láti ekki sjá sig. „Ég skynja stemninguna þannig að fólk muni leggja það á sig að koma suður og styðja við bakið á okkur. Svo er náttúrulega alveg fullt af Akureyringum sem búa í bænum og þeir munu flykkjast á völlinn miðað við það sem ég hef heyrt.“ Hægt er að fylgjast með drættinum í fyrstu umferð Sambandsdeildar UEFA hér. Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Dregið verður í fyrstu umferð Sambandsdeildar UEFA í fótbolta klukkan 13:00 og eru tvö lið í pottinum, Víkingur Reykjavík og KA sem horfir fram á fyrstu leiki sína í Evrópukeppni í rúm tuttugu ár. „Stemningin er gríðarlega góð fyrir þessu, við erum í fyrsta skipti í Evrópukeppni í einhver tuttugu ár og það ríkir mikil spenna fyrir þessu verkefni,“ segir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA í samtali við Vísi. „Við bíðum eftir því að sjá hvaða lið kemur upp úr hattinum og fram undan er spennandi mánuður fyrir okkur á öllum vígstöðvum. Við verðum að spila í Bestu deildinni, undanúrslitum bikarsins og svo kemur Evrópukeppnin þarna inn í. Það er því gríðarlega spennandi og mikilvægur mánuður fram undan.“ Frá leik KA í Bestu deildinni í sumarVísir/Hulda Margrét En hver eru markmið KA í Evrópu? „Evrópukeppnin er nú bara þannig að gæðin á þeim liðum sem við getum mætt eru mjög misjöfn. Við hugsum þetta bara eina umferð í einu, við ætlum okkur bara alltaf fara áfram og teljum, miðað við þessi fimm lið sem við getum mætt í þessari fyrstu umferð, að það sé ekkert lið sem við getum ekki unnið. Án þess að ég þekki öll þessi lið inn og út myndi ég segja að það séu tvö lið þarna sem gætu verið svipað sterk og okkar lið á pappírnum. Við ættum svo að vera sterkari en restin af liðunum.“ Liðin sem KA getur dregist á móti á eftir eru eftirfarandi: Linfield FC (N-Írland), Dundalk FC (Írland), Connah´s Quay Nomads FC (Wales), FC Progrés Niederkorn (Luxemborg) og Inter Club d´Escaldes (Andorra). „Ég held það sé fínn möguleiki í þessu fyrir okkur að komast áfram í næstu umferð og þá erum við komnir á allt annað stig, þá vitum við ekkert hvort við mætum liði sem er mörgum sinnum stærra en við eða svipað. Stefnan er hins vegar sú að fara í Evrópuævintýri með KA.“ Kaldara loftslag í Reykjavík trufli ekki Heimavöllur KA er því miður ekki löglegur í komandi Evrópukeppni en fram undan er mikil uppbygging á knattspyrnuaðstöðunni hjá félaginu á Akureyri sem mun sjá til þess að félagið geti spilað mögulega leiki sína í Evrópu í heimahögunum á allra næstu árum. KA mun þess í stað spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni á heimavelli Fram í Úlfarsárdalnum. Það hefur vart farið fram hjá landanum að mikil veðurblíða hefur verið ráðandi á Akureyri í sumar, slíkt hið sama er ekki að segja um veðurtíðina í Reykjavík. Hvernig verður það fyrir ykkur Norðanmenn að koma suður og spila í allt öðru loftslagi? „Við erum nú vanir því að koma suður og spila útileiki. Leikirnir fyrir Evrópuleikina eru akkúrat útileikir gegn KR og ÍBV. Svo eigum við Keflavík úti þannig við verðum búnir að venjast þessu,“ segir Hallgrímur og hlær. „Sumarið kemur nú yfirleitt þarna júní júlí.“ Akureyringar á faraldsdæti En á alvarlegri nótum segir Hallgrímur það auðvitað svekkjandi að geta ekki leikið Evrópuleikina á Akureyri. „Það er alveg hundleiðinlegt að við getum ekki gefið fólkinu okkar Evrópukeppni fyrir norðan þegar að svona langt hefur liðið frá síðustu Evrópuleikjum liðsins. Nýji leikvangurinn verður þó tilbúinn hjá okkur á næstu árum. Á hinn bóginn erum við gríðarlega ánægðir með að hafa fengið inn á Framvellinum. Það er flottur leikvangur og erum við þakklátir fyrir að það hafi gengið upp. Þetta er hörkuspennandi vegferð og svo þurfum við bara að vera duglegir við að trekkja að fólk á völlinn.“ Hann hefur engar áhyggjur af því að KA-fólk láti ekki sjá sig. „Ég skynja stemninguna þannig að fólk muni leggja það á sig að koma suður og styðja við bakið á okkur. Svo er náttúrulega alveg fullt af Akureyringum sem búa í bænum og þeir munu flykkjast á völlinn miðað við það sem ég hef heyrt.“ Hægt er að fylgjast með drættinum í fyrstu umferð Sambandsdeildar UEFA hér.
Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira