Erlent

Stjórnar­sátt­máli í höfn tveimur og hálfum mánuði eftir kosningar

Kjartan Kjartansson skrifar
Hægrimaðurinn Petteri Orpo tekur við sem forsætisráðherra af Sönnu Marin, fyrrverandi leiðtoga Jafnaðarmanna (í bakgrunni).
Hægrimaðurinn Petteri Orpo tekur við sem forsætisráðherra af Sönnu Marin, fyrrverandi leiðtoga Jafnaðarmanna (í bakgrunni). Vísir/EPA

Fjórir flokkar af hægri vængnum tilkynntu að þeir hefðu náð saman um sáttmála nýrrar ríkisstjórnar Finnlands í gærkvöldi, tveimur og hálfum mánuði eftir þingkosningar í landinu. Petteri Orpo, leiðtogi Sambandsflokksins, verður forsætisráðherra í samsteypustjórninni.

Samkomulagið er á milli Sambandsflokksins, Sannra Finna, Sænska þjóðarfloksins og kristilegra demókrata. Viðræður þeirra höfðu staðið yfir í 44 daga.

„Við erum með vandlega smíðaðan stjórnarsáttmála. Við vildum ganga nokkuð langt með sáttmálanna til þess að við gætum breytt hlutunum hratt í Finnlandi,“ sagði Orpo þegar hann tilkynnti að sáttmálinn væri í höfn í gærkvöldi.

Finnska ríkisútvarpið YLE segir miklar vangaveltur um innihald stjórnarsáttmálans í þarlendum fjölmiðlum í dag. Götublaðið Iltalehti heldur því fram nýja hægristjórnin ætli meðal annars að taka upp harðari stefnu í útlendingamálum og fjölga lögreglumönnum um tíu prósent.

Fulltrúar flokkanna ætla að kynna stjórnarsáttmálann síðdegis í dag að finnskum tíma.


Tengdar fréttir

Sanna Marin hefur beðist lausnar frá embætti

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands og formaður Jafnaðarmannaflokksins, fór á fund Sauli Niinistö Finnlandsforseta í morgun og baðst lausnar frá embætti. Ákvörðun hennar kemur í kjölfar nýafstaðinna þingkosninga þar sem ríkisstjórn hennar missti meirihluta.

Sanna hættir sem for­maður

Sanna Marin, fráfarandi forsætisráðherra Finnlands, hefur sagt af sér sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í landinu. Að öllum líkindum mun Petteri Orpo taka við sem forsætisráðherra landsins á næstu dögum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×