Bitinn í kálfann á Akranesi: „Var bara í hálfgerðu áfalli“ Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 07:22 Káramenn birtu þessa mynd af bitsárinu á kálfa Hilmars Halldórssonar eftir leikinn við Kormák/Hvöt. Samsett/Kári Hilmari Halldórssyni, knattspyrnumanni á Akranesi, var ráðlagt af lækni að fá stífkrampasprautu í dag eftir að hafa verið bitinn af andstæðingi sínum í leik með Kára gegn Kormáki/Hvöt í 3. deild. Myndband af atvikinu má sjá í greininni. „Ég hef aldrei lent í þessu áður og maður var bara í hálfgerðu áfalli,“ sagði Hilmar í samtali við Vísi í gærkvöld, eftir að hafa verið bitinn af Alberto Sánchez, leikmanni Kormáks/Hvatar. Atvikið má sjá hér að neðan en það gerðist eftir tuttugu mínútna leik og var Sánchez rekinn af velli, sem og Marinó Hilmar Ásgeirsson liðsfélagi Hilmars sem ýtti Sánchez í burtu. ÍA TV sýndi frá leiknum. Klippa: Bitið á Akranesi „Við vorum ekkert búnir að vera í neinum slag, bara að kljást á kantinum. Svo lendum við í þessu návígi þarna í teignum, hann er á undan í boltann og ég brýt á honum. Aukaspyrna eðlilega dæmd. Aldrei óraði mig fyrir því þegar við lágum þarna að hann færi að bíta mig í kálfann,“ segir Hilmar. „Ég hef aldrei lent í þessu áður og maður var bara í hálfgerðu áfalli. Marinó Hilmar, liðsfélagi minn, stóð ofan í þessu og sem betur fer stökk hann beint á manninn og reif hann af mér,“ bætir hann við. „Ekkert annað en líkamsárás“ Hilmar leitaði ráða hjá lækni eftir atvikið og segist vonast til þess að Sánchez fái langt bann vegna hegðunar sinnar, en það er í höndum aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að segja til um það og fundar hún næst á morgun. „Maður veit ekki hvernig maður á að bregðast við svona. Ég hafði samband við vakthafandi lækni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands og hann ráðlagði mér að koma í stífkrampasprautu. Maður veltir fyrir sér hvort þetta eigi að fara eitthvað lengra þar sem þetta er auðvitað ekkert annað en líkamsárás í mínum huga. Vonandi fær hann að minnsta kosti langt bann því ég held að enginn vilji láta svona vitleysu viðgangast á fótboltavellinum,“ segir Hilmar. Alls fór rauða spjaldið fimm sinnum á loft í Akraneshöllinni í gær, og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Í seinni hálfleiknum fékk nefnilega Teitur Pétursson, titlaður liðsstjóri á bekknum hjá Kára, rautt spjald og seint í uppbótartíma fengu tveir leikmenn Kormáks/Hvatar rautt, þeir Ismael Moussa Yann Trevor og Mateo Climent Rodriguez. Eftir leikinn er Kormákur/Hvöt í 4. sæti með 13 stig en Kári í 7. sæti með átta stig. Íslenski boltinn Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
„Ég hef aldrei lent í þessu áður og maður var bara í hálfgerðu áfalli,“ sagði Hilmar í samtali við Vísi í gærkvöld, eftir að hafa verið bitinn af Alberto Sánchez, leikmanni Kormáks/Hvatar. Atvikið má sjá hér að neðan en það gerðist eftir tuttugu mínútna leik og var Sánchez rekinn af velli, sem og Marinó Hilmar Ásgeirsson liðsfélagi Hilmars sem ýtti Sánchez í burtu. ÍA TV sýndi frá leiknum. Klippa: Bitið á Akranesi „Við vorum ekkert búnir að vera í neinum slag, bara að kljást á kantinum. Svo lendum við í þessu návígi þarna í teignum, hann er á undan í boltann og ég brýt á honum. Aukaspyrna eðlilega dæmd. Aldrei óraði mig fyrir því þegar við lágum þarna að hann færi að bíta mig í kálfann,“ segir Hilmar. „Ég hef aldrei lent í þessu áður og maður var bara í hálfgerðu áfalli. Marinó Hilmar, liðsfélagi minn, stóð ofan í þessu og sem betur fer stökk hann beint á manninn og reif hann af mér,“ bætir hann við. „Ekkert annað en líkamsárás“ Hilmar leitaði ráða hjá lækni eftir atvikið og segist vonast til þess að Sánchez fái langt bann vegna hegðunar sinnar, en það er í höndum aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að segja til um það og fundar hún næst á morgun. „Maður veit ekki hvernig maður á að bregðast við svona. Ég hafði samband við vakthafandi lækni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands og hann ráðlagði mér að koma í stífkrampasprautu. Maður veltir fyrir sér hvort þetta eigi að fara eitthvað lengra þar sem þetta er auðvitað ekkert annað en líkamsárás í mínum huga. Vonandi fær hann að minnsta kosti langt bann því ég held að enginn vilji láta svona vitleysu viðgangast á fótboltavellinum,“ segir Hilmar. Alls fór rauða spjaldið fimm sinnum á loft í Akraneshöllinni í gær, og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Í seinni hálfleiknum fékk nefnilega Teitur Pétursson, titlaður liðsstjóri á bekknum hjá Kára, rautt spjald og seint í uppbótartíma fengu tveir leikmenn Kormáks/Hvatar rautt, þeir Ismael Moussa Yann Trevor og Mateo Climent Rodriguez. Eftir leikinn er Kormákur/Hvöt í 4. sæti með 13 stig en Kári í 7. sæti með átta stig.
Íslenski boltinn Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn