Bitinn í kálfann á Akranesi: „Var bara í hálfgerðu áfalli“ Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 07:22 Káramenn birtu þessa mynd af bitsárinu á kálfa Hilmars Halldórssonar eftir leikinn við Kormák/Hvöt. Samsett/Kári Hilmari Halldórssyni, knattspyrnumanni á Akranesi, var ráðlagt af lækni að fá stífkrampasprautu í dag eftir að hafa verið bitinn af andstæðingi sínum í leik með Kára gegn Kormáki/Hvöt í 3. deild. Myndband af atvikinu má sjá í greininni. „Ég hef aldrei lent í þessu áður og maður var bara í hálfgerðu áfalli,“ sagði Hilmar í samtali við Vísi í gærkvöld, eftir að hafa verið bitinn af Alberto Sánchez, leikmanni Kormáks/Hvatar. Atvikið má sjá hér að neðan en það gerðist eftir tuttugu mínútna leik og var Sánchez rekinn af velli, sem og Marinó Hilmar Ásgeirsson liðsfélagi Hilmars sem ýtti Sánchez í burtu. ÍA TV sýndi frá leiknum. Klippa: Bitið á Akranesi „Við vorum ekkert búnir að vera í neinum slag, bara að kljást á kantinum. Svo lendum við í þessu návígi þarna í teignum, hann er á undan í boltann og ég brýt á honum. Aukaspyrna eðlilega dæmd. Aldrei óraði mig fyrir því þegar við lágum þarna að hann færi að bíta mig í kálfann,“ segir Hilmar. „Ég hef aldrei lent í þessu áður og maður var bara í hálfgerðu áfalli. Marinó Hilmar, liðsfélagi minn, stóð ofan í þessu og sem betur fer stökk hann beint á manninn og reif hann af mér,“ bætir hann við. „Ekkert annað en líkamsárás“ Hilmar leitaði ráða hjá lækni eftir atvikið og segist vonast til þess að Sánchez fái langt bann vegna hegðunar sinnar, en það er í höndum aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að segja til um það og fundar hún næst á morgun. „Maður veit ekki hvernig maður á að bregðast við svona. Ég hafði samband við vakthafandi lækni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands og hann ráðlagði mér að koma í stífkrampasprautu. Maður veltir fyrir sér hvort þetta eigi að fara eitthvað lengra þar sem þetta er auðvitað ekkert annað en líkamsárás í mínum huga. Vonandi fær hann að minnsta kosti langt bann því ég held að enginn vilji láta svona vitleysu viðgangast á fótboltavellinum,“ segir Hilmar. Alls fór rauða spjaldið fimm sinnum á loft í Akraneshöllinni í gær, og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Í seinni hálfleiknum fékk nefnilega Teitur Pétursson, titlaður liðsstjóri á bekknum hjá Kára, rautt spjald og seint í uppbótartíma fengu tveir leikmenn Kormáks/Hvatar rautt, þeir Ismael Moussa Yann Trevor og Mateo Climent Rodriguez. Eftir leikinn er Kormákur/Hvöt í 4. sæti með 13 stig en Kári í 7. sæti með átta stig. Íslenski boltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
„Ég hef aldrei lent í þessu áður og maður var bara í hálfgerðu áfalli,“ sagði Hilmar í samtali við Vísi í gærkvöld, eftir að hafa verið bitinn af Alberto Sánchez, leikmanni Kormáks/Hvatar. Atvikið má sjá hér að neðan en það gerðist eftir tuttugu mínútna leik og var Sánchez rekinn af velli, sem og Marinó Hilmar Ásgeirsson liðsfélagi Hilmars sem ýtti Sánchez í burtu. ÍA TV sýndi frá leiknum. Klippa: Bitið á Akranesi „Við vorum ekkert búnir að vera í neinum slag, bara að kljást á kantinum. Svo lendum við í þessu návígi þarna í teignum, hann er á undan í boltann og ég brýt á honum. Aukaspyrna eðlilega dæmd. Aldrei óraði mig fyrir því þegar við lágum þarna að hann færi að bíta mig í kálfann,“ segir Hilmar. „Ég hef aldrei lent í þessu áður og maður var bara í hálfgerðu áfalli. Marinó Hilmar, liðsfélagi minn, stóð ofan í þessu og sem betur fer stökk hann beint á manninn og reif hann af mér,“ bætir hann við. „Ekkert annað en líkamsárás“ Hilmar leitaði ráða hjá lækni eftir atvikið og segist vonast til þess að Sánchez fái langt bann vegna hegðunar sinnar, en það er í höndum aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að segja til um það og fundar hún næst á morgun. „Maður veit ekki hvernig maður á að bregðast við svona. Ég hafði samband við vakthafandi lækni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands og hann ráðlagði mér að koma í stífkrampasprautu. Maður veltir fyrir sér hvort þetta eigi að fara eitthvað lengra þar sem þetta er auðvitað ekkert annað en líkamsárás í mínum huga. Vonandi fær hann að minnsta kosti langt bann því ég held að enginn vilji láta svona vitleysu viðgangast á fótboltavellinum,“ segir Hilmar. Alls fór rauða spjaldið fimm sinnum á loft í Akraneshöllinni í gær, og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Í seinni hálfleiknum fékk nefnilega Teitur Pétursson, titlaður liðsstjóri á bekknum hjá Kára, rautt spjald og seint í uppbótartíma fengu tveir leikmenn Kormáks/Hvatar rautt, þeir Ismael Moussa Yann Trevor og Mateo Climent Rodriguez. Eftir leikinn er Kormákur/Hvöt í 4. sæti með 13 stig en Kári í 7. sæti með átta stig.
Íslenski boltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira