Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2023 19:46 Verður Sancho ekki lengur Rauðu djöfull næsta vetur? Matthew Ashton/Getty Images Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. Hinn 23 ára gamli Sancho er samningsbundinn Man United til ársins 2026 en átti erfitt uppdráttar á nýafstöðnu tímabili. Fékk hann lengra leyfi en aðrir leikmenn í kjölfar HM í Katar þó svo að hann hafi ekki farið með enska landsliðinu á mótið. Hann komst aftur í náðina hjá Erik Ten Hag sem tjáði sig þó sem minnst um ástæður þess að leikmaðurinn hefði þurft lengra frí en aðrir leikmenn. Alls tók Sancho þátt í 41 leik, skoraði 7 mörk og gaf 3 stoðsendingar þegar Man United endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, vann deildarbikarinn og fór alla leið í úrslit í ensku bikarkeppninni. Man United festi kaup á Sancho sumarið 2021 og borgaði fyrir hann 73 milljónir punda. Félagið er tilbúið að selja hann fyrir töluvert lægri upphæð en samkvæmt fregnum erlendis er Man Utd tilbúið að selja leikmanninn á 60 milljónir punda. Tottenham Hotspur er talið áhugasamt en hvort félagið sé tilbúið að borga uppsett verð er annað mál. Manchester United want close to £60m in order to consider selling Jadon Sancho in this summer s transfer window, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 11, 2023 Sky Sports greinir frá því að Man United vilji fá Jordan Pickford, markvörð Everton og enska landsliðsins, í sínar raðir. Vill félagið bæta við sig markverði þó það sé talið líklegt að David De Gea sé við það að skrifa undir nýjan samning á talsvert lægri kjörum en hann hefur verið á undanfarin ár. Fari svo að De Gea verði áfram og Pickford mæti á Old Trafford þá myndu þeir tveir berjast um stöðuna í marki liðsins á meðan Tom Heaton yrði áfram þriðji markvörður. Dean Henderson er á förum frá félaginu og er talinn við það að skrifa undir hjá Nottingham Forest. Manchester United are ready to move for England No.1 Jordan Pickford whether David De Gea leaves or not, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 11, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Sancho er samningsbundinn Man United til ársins 2026 en átti erfitt uppdráttar á nýafstöðnu tímabili. Fékk hann lengra leyfi en aðrir leikmenn í kjölfar HM í Katar þó svo að hann hafi ekki farið með enska landsliðinu á mótið. Hann komst aftur í náðina hjá Erik Ten Hag sem tjáði sig þó sem minnst um ástæður þess að leikmaðurinn hefði þurft lengra frí en aðrir leikmenn. Alls tók Sancho þátt í 41 leik, skoraði 7 mörk og gaf 3 stoðsendingar þegar Man United endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, vann deildarbikarinn og fór alla leið í úrslit í ensku bikarkeppninni. Man United festi kaup á Sancho sumarið 2021 og borgaði fyrir hann 73 milljónir punda. Félagið er tilbúið að selja hann fyrir töluvert lægri upphæð en samkvæmt fregnum erlendis er Man Utd tilbúið að selja leikmanninn á 60 milljónir punda. Tottenham Hotspur er talið áhugasamt en hvort félagið sé tilbúið að borga uppsett verð er annað mál. Manchester United want close to £60m in order to consider selling Jadon Sancho in this summer s transfer window, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 11, 2023 Sky Sports greinir frá því að Man United vilji fá Jordan Pickford, markvörð Everton og enska landsliðsins, í sínar raðir. Vill félagið bæta við sig markverði þó það sé talið líklegt að David De Gea sé við það að skrifa undir nýjan samning á talsvert lægri kjörum en hann hefur verið á undanfarin ár. Fari svo að De Gea verði áfram og Pickford mæti á Old Trafford þá myndu þeir tveir berjast um stöðuna í marki liðsins á meðan Tom Heaton yrði áfram þriðji markvörður. Dean Henderson er á förum frá félaginu og er talinn við það að skrifa undir hjá Nottingham Forest. Manchester United are ready to move for England No.1 Jordan Pickford whether David De Gea leaves or not, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 11, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Sjá meira