Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2023 19:46 Verður Sancho ekki lengur Rauðu djöfull næsta vetur? Matthew Ashton/Getty Images Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. Hinn 23 ára gamli Sancho er samningsbundinn Man United til ársins 2026 en átti erfitt uppdráttar á nýafstöðnu tímabili. Fékk hann lengra leyfi en aðrir leikmenn í kjölfar HM í Katar þó svo að hann hafi ekki farið með enska landsliðinu á mótið. Hann komst aftur í náðina hjá Erik Ten Hag sem tjáði sig þó sem minnst um ástæður þess að leikmaðurinn hefði þurft lengra frí en aðrir leikmenn. Alls tók Sancho þátt í 41 leik, skoraði 7 mörk og gaf 3 stoðsendingar þegar Man United endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, vann deildarbikarinn og fór alla leið í úrslit í ensku bikarkeppninni. Man United festi kaup á Sancho sumarið 2021 og borgaði fyrir hann 73 milljónir punda. Félagið er tilbúið að selja hann fyrir töluvert lægri upphæð en samkvæmt fregnum erlendis er Man Utd tilbúið að selja leikmanninn á 60 milljónir punda. Tottenham Hotspur er talið áhugasamt en hvort félagið sé tilbúið að borga uppsett verð er annað mál. Manchester United want close to £60m in order to consider selling Jadon Sancho in this summer s transfer window, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 11, 2023 Sky Sports greinir frá því að Man United vilji fá Jordan Pickford, markvörð Everton og enska landsliðsins, í sínar raðir. Vill félagið bæta við sig markverði þó það sé talið líklegt að David De Gea sé við það að skrifa undir nýjan samning á talsvert lægri kjörum en hann hefur verið á undanfarin ár. Fari svo að De Gea verði áfram og Pickford mæti á Old Trafford þá myndu þeir tveir berjast um stöðuna í marki liðsins á meðan Tom Heaton yrði áfram þriðji markvörður. Dean Henderson er á förum frá félaginu og er talinn við það að skrifa undir hjá Nottingham Forest. Manchester United are ready to move for England No.1 Jordan Pickford whether David De Gea leaves or not, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 11, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Sancho er samningsbundinn Man United til ársins 2026 en átti erfitt uppdráttar á nýafstöðnu tímabili. Fékk hann lengra leyfi en aðrir leikmenn í kjölfar HM í Katar þó svo að hann hafi ekki farið með enska landsliðinu á mótið. Hann komst aftur í náðina hjá Erik Ten Hag sem tjáði sig þó sem minnst um ástæður þess að leikmaðurinn hefði þurft lengra frí en aðrir leikmenn. Alls tók Sancho þátt í 41 leik, skoraði 7 mörk og gaf 3 stoðsendingar þegar Man United endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, vann deildarbikarinn og fór alla leið í úrslit í ensku bikarkeppninni. Man United festi kaup á Sancho sumarið 2021 og borgaði fyrir hann 73 milljónir punda. Félagið er tilbúið að selja hann fyrir töluvert lægri upphæð en samkvæmt fregnum erlendis er Man Utd tilbúið að selja leikmanninn á 60 milljónir punda. Tottenham Hotspur er talið áhugasamt en hvort félagið sé tilbúið að borga uppsett verð er annað mál. Manchester United want close to £60m in order to consider selling Jadon Sancho in this summer s transfer window, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 11, 2023 Sky Sports greinir frá því að Man United vilji fá Jordan Pickford, markvörð Everton og enska landsliðsins, í sínar raðir. Vill félagið bæta við sig markverði þó það sé talið líklegt að David De Gea sé við það að skrifa undir nýjan samning á talsvert lægri kjörum en hann hefur verið á undanfarin ár. Fari svo að De Gea verði áfram og Pickford mæti á Old Trafford þá myndu þeir tveir berjast um stöðuna í marki liðsins á meðan Tom Heaton yrði áfram þriðji markvörður. Dean Henderson er á förum frá félaginu og er talinn við það að skrifa undir hjá Nottingham Forest. Manchester United are ready to move for England No.1 Jordan Pickford whether David De Gea leaves or not, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 11, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira