Enski boltinn

Tielemans á leið til Villa

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Verður áfram á Englandi.
Verður áfram á Englandi. Joe Prior/Getty Images

Youri Tielemans, miðjumaður Leicester City, hefur samþykkt að ganga til liðs við Aston Villa þegar samningur hans við Refina rennur út í sumar.

Leicester City féll úr ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili og átti hinn 26 ára Tielemans ekki sitt besta tímabil líkt og aðrir leikmenn liðsins. Það breytir því ekki að belgíski landsliðsmaðurinn var einkar eftirsóttur þar sem samningur hans var að renna út.

Nú hefur verið greint frá því að Aston Villa hafi unnið baráttuna um miðjumanninn knáa. Villa endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mun taka þátt í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð.

Tielemans gekk í raðir Leicester árið 2019 eftir tvö ár hjá Monaco. Hann er uppalinn hjá Anderlecht í Belgíu og hefur spilað 58 A-landsleiki fyrir þjóð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×