Enski boltinn

Newcastle ætlar að stela Kim af United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kim Min-Jae sló í gegn með Napoli í vetur.
Kim Min-Jae sló í gegn með Napoli í vetur. getty/Ivan Romano

Newcastle United ætlar að stela suðurkóreska varnarmanninum Kim Min-Jae fyrir framan nefið á Manchester United.

Kim átti frábært tímabil með Napoli sem varð ítalskur meistari í fyrsta sinn í 33 ár. Frammistaða hans hefur vakið athygli stærstu félaga Evrópu, meðal annars United.

Manchester-liðið þótti líklegast til að fá Kim en nú er Newcastle United komið inn í myndina og ætlar að stela Suður-Kóreumanninum af United. Eddie Howe, stjóri Newcastle, vill fá Kim til að vera góða varnarlínu Newcastle enn betri.

Talið er að Kim muni kosta 56 milljónir punda. Hann er með riftunarákvæði í samningi sínum við Napoli sem er virkt fyrri hluta júlí.

Napoli greiddi Fenerbache sextán milljónir punda fyrir Kim síðasta sumar og félagið mun koma út í veglegum plús ef Suður-Kóreumaðurinn verður keyptur í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×