Erlent

Á­stand barnanna í Anne­cy sagt vera stöðugt

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin var gerð í almenningsgarði í Annecy í gærmorgun.
Árásin var gerð í almenningsgarði í Annecy í gærmorgun. AP

Börnin fjögur sem voru stungin í almenningsgarði í frönsku borginni Annecy í gær eru í stöðugu ástandi að sögn lækna. Börnin, sem eru á aldrinum eins árs til þriggja ára, eru þó enn á sjúkrahúsi í umsjá lækna.

BBC segir frá því að lögregla hafi ráðið niðurlögum árásarmannsins skömmu eftir að hann hóf atlögu sína á leikvelli í almenningsgarðinum um klukkan 9:45 að staðartíma í gærmorgun. Fram hefur komið að eitt barnanna sé breskur ríkisborgari og annað er hollenskt. 

Tveir fullorðnir særðust einnig í árásinni og er annar þeirra sagður í lífshættu. 

Árásarmaðurinn er 31 árs gamall kristinn Sýrlendingur sem hefur stöðu flóttamanns í Svíþjóð. Er hann sagður hafa ákallað Jesú Krist á meðan á árásinni stóð. 

Maðurinn mun hafa ferðast einsamall til Frakklands frá Svíþjóð en hann mun hafa skilið nýlega við eiginkonu sína en saman eiga þau þriggja ára dóttur. 

Áður en hann fékk stöðu flóttamanns í Svíþjóð hafði hann sótt um hæli í Frakklandi án árangurs. Málið er nú í rannsókn en ekkert er vitað um hvað manninum gekk til.

Börnin voru hluti af hóp frá leikskólanum Quai Jules-Philippe sem var staddur í almenningsgarðinum Jardins de l'Europe þar sem árásin var gerð.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.