Enski boltinn

Kova­cic á leið frá Chelsea og daðrar við Eng­lands­meistarana

Smári Jökull Jónsson skrifar
Mateo Kovacic er á leið burt frá Stamford Bridge.
Mateo Kovacic er á leið burt frá Stamford Bridge. Vísir/Getty

Mateo Kovacic býst við að yfirgefa Chelsea í sumar þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Kovacic hefur leikið með Chelsea síðan árið 2019.

Mateo Kovacic hefur viðurkennt að hann búist við að yfirgefa Chelsea í lok tímabilsins þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum hjá liðinu. 

Í samtali við króatíska tímaritið Nacional daðraði Kovacic við Englandsmeistara Manchester City en hann hefur verið orðaður við lið City að undanförnu.

„Ég á eitt ár eftir en þetta tímabil var hræðilegt. Allt stefnir í að eftir fimm góð ár þá muni ég breyta til, í fótbolta getur allt gerst. Í augnablikinu einbeiti ég mér að Króatíu og Þjóðadeildinni,“ en Króatía mætir Hollandi í Þjóðadeildinni í næstu viku.

„Manchester City er frábært lið og eiga skilið að vera í úrslitum Meistaradeildarinnar. Það er það sem ég hef að segja. Sumarið er langt, sjáum til hvað gerist.“

Hann er þó ánægður í Lundúnum og virðist nokkuð tvístígandi um framtíðina.

„Chelsea er frábært fyrir mig. Ég elska borgina og stuðningsmennina, þeir elska mig. Ég á frábærar minningar héðan. Við sjáum til hvað gerist.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.