Erlent

Tveir látnir eftir skot­á­rás í út­skriftar­athöfn í Virginíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lögregla við Altria Theater á lóð Virginia Commonwealth University, þar sem skotárásin átti sér stað.
Lögregla við Altria Theater á lóð Virginia Commonwealth University, þar sem skotárásin átti sér stað. AP/Hilary Powell

Tveir eru látnir og fimm aðrir særðir eftir enn eina skotárásina í Bandaríkjunum. Í þetta sinn var skotið á hóp útskriftarnema í menntaskóla í Richmond í Virginíu á meðan á útskriftarathöfninni stóð.

Nítján ára gamall piltur er í haldi lögreglu grunaður um verknaðinn. 

Hinir látnu eru 18 ára gamall útskriftarnemi og 36 ára gamall faðir hans. 

Lögregla telur að árásarmaðurinn hafi þekkt að minnsta kosti eitt fórnarlamba sinna. 

Annar einstaklingur var síðan handtekinn á staðnum þegar í ljós kom að sá var líka vopnaður. Honum var síðan sleppt eftir að í ljós kom að hann tengist árásinni ekki á neinn hátt, þrátt fyrir vopnaburðinn. 

Hin særðu munu ekki vera alvarlega slösuð en auk þeirra sem urðu fyrir skotsárum slösuðust tveir í örtröðinni sem myndaðist þegar skothríðin byrjaði auk þess sem ekið var á níu ára gamla stúlku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×