Einn alræmdasti njósnari í sögu Bandaríkjanna látinn Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2023 11:01 Robert Hanssen (í grænu) á teikningu úr dómsal þegar hann hlaut lífstíðardóm fyrir njósnir árið 2002. AP/William Hennessy yngri Robert Hanssen, fyrrverandi alríkislögreglumaður sem þáði mútur fyrir að njósna um Bandaríkin fyrir Rússa, er látinn í fangelsi. Hann er meðal annars talinn hafa verið ábyrgur að hluta til á dauða þriggja sovéskra embættismanna sem njósnuðu fyrir Bandaríkjamenn. Hanssen fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í alríkisfangelsi í Koloradó og síðar úrskurðaður látinn í gær. Hann var 79 ára gamall. AP-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni sínum að talið sé að hann hafi látist af náttúrulegum orsökum. Njósnir Hanssen fyrir Sovétríkin og síðar Rússland fóru fram hjá yfirmönnum hans hjá alríkislögreglunni FBI um árabil. Hann kom um 6.000 skjölum og 26 tölvudiskum til tengiliða sinna við stjórnvöld í Kreml. Gögnin vörðuðu meðal annars hvernig bandaríska leyniþjónustan stæði að hlerunum og afhjúpuðu rússneska gagnnjósnara. Þannig er Hanssen talinn bera að minnsta kosti hluta ábyrgðarinnar á dauða í það minnsta þriggja sovéskra gagnnjósnara sem störfuðu fyrir bandarísku leyniþjónustuna sem voru teknir af lífi eftir að ljóstrað var upp um þá. Robert Hanssen árið 2001. Getty Drifinn áfram af græðgi FBI lýsti máli Hanssen sem „hugsanlega mestu leyniþjónustuhörmungum í sögu Bandaríkjanna“ á sínum tíma, að sögn Washington Post. Innri endurskoðandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu árið 2007 að njósnir Hanssen hefðu hafist árið 1979, aðeins þremur árum eftir að hann hóf störf fyrir FBI. Fyrir njósnirnar þáði Hanssen meira en 1,4 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 200 milljóna íslenskra króna, í formi reiðufjár og demanta. Hann sagði síðar að hann hafi verið drifinn áfram af fégræðgi frekar en hugmyndafræði. Til þess að vekja ekki athygli á sér lifði Hanssen þó ekki í augljósum vellystingum heldur frekar dæmigerðu úthverfalífi Þegar yfirvöld komust loks á spor Hanssen var hann gripinn glóðvolgur við að líma ruslapoka fullan af leyniskjölum undir göngubrú í garði fyrir rússneska tengiliði sína í febrúar árið 2001. Dómstóll dæmdi Hanssen í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn eftir að hann játaði sig sekan um njósnir og fleiri glæpi árið 2002. Hann hafði dúsað í fangelsi síðan þar til hann lést. Kvikmyndin „Breach“ sem kom út árið 2007 byggist á sögu Hanssen. Leikarinn Chris Cooper fer með hlutverk Hanssen en Ryan Phillippe leikur ungan alríkisfulltrúa sem tekur þátt í að afhjúpa hann. Bandaríkin Rússland Sovétríkin Andlát Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Hanssen fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í alríkisfangelsi í Koloradó og síðar úrskurðaður látinn í gær. Hann var 79 ára gamall. AP-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni sínum að talið sé að hann hafi látist af náttúrulegum orsökum. Njósnir Hanssen fyrir Sovétríkin og síðar Rússland fóru fram hjá yfirmönnum hans hjá alríkislögreglunni FBI um árabil. Hann kom um 6.000 skjölum og 26 tölvudiskum til tengiliða sinna við stjórnvöld í Kreml. Gögnin vörðuðu meðal annars hvernig bandaríska leyniþjónustan stæði að hlerunum og afhjúpuðu rússneska gagnnjósnara. Þannig er Hanssen talinn bera að minnsta kosti hluta ábyrgðarinnar á dauða í það minnsta þriggja sovéskra gagnnjósnara sem störfuðu fyrir bandarísku leyniþjónustuna sem voru teknir af lífi eftir að ljóstrað var upp um þá. Robert Hanssen árið 2001. Getty Drifinn áfram af græðgi FBI lýsti máli Hanssen sem „hugsanlega mestu leyniþjónustuhörmungum í sögu Bandaríkjanna“ á sínum tíma, að sögn Washington Post. Innri endurskoðandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu árið 2007 að njósnir Hanssen hefðu hafist árið 1979, aðeins þremur árum eftir að hann hóf störf fyrir FBI. Fyrir njósnirnar þáði Hanssen meira en 1,4 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 200 milljóna íslenskra króna, í formi reiðufjár og demanta. Hann sagði síðar að hann hafi verið drifinn áfram af fégræðgi frekar en hugmyndafræði. Til þess að vekja ekki athygli á sér lifði Hanssen þó ekki í augljósum vellystingum heldur frekar dæmigerðu úthverfalífi Þegar yfirvöld komust loks á spor Hanssen var hann gripinn glóðvolgur við að líma ruslapoka fullan af leyniskjölum undir göngubrú í garði fyrir rússneska tengiliði sína í febrúar árið 2001. Dómstóll dæmdi Hanssen í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn eftir að hann játaði sig sekan um njósnir og fleiri glæpi árið 2002. Hann hafði dúsað í fangelsi síðan þar til hann lést. Kvikmyndin „Breach“ sem kom út árið 2007 byggist á sögu Hanssen. Leikarinn Chris Cooper fer með hlutverk Hanssen en Ryan Phillippe leikur ungan alríkisfulltrúa sem tekur þátt í að afhjúpa hann.
Bandaríkin Rússland Sovétríkin Andlát Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira