Enski boltinn

Eyddi samfélagsmiðlum eftir erfitt tímabil

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Christian Pulisic skoraði aðeins eitt mark fyrir Chelsea í vetur.
Christian Pulisic skoraði aðeins eitt mark fyrir Chelsea í vetur. getty/Chris Lee

Christian Pulisic, leikmaður Chelsea, er ekki meðvitaður um slúðrið um framtíð hans þar sem hann eyddi öllum samfélagsmiðlum út af símanum sínum.

Pulisic átti erfitt uppdráttar með Chelsea í vetur og fékk fá tækifæri. Hann viðurkennir að tímabilið hafi verið strembið.

„Þetta hefur verið mjög erfitt tímabil fyrir mig persónulega og liðið auðvitað,“ sagði Paulisic sem er núna með bandaríska landsliðinu.

„Ég er spenntur að vera hér og fá að spila og verða aftur sá sjálfsöryggi leikmaður sem ég veit ég get verið og njóta þess að spila sem hefur verið erfitt að undanförnu.“

Pulisic hefur verið orðaður við ýmis félög en hann veit lítið um hvað slúðrið segir.

„Ég er ekki lengur með samfélagsmiðla á símanum svo ég sé ekki jafn mikið og þið haldið. Ég veit ekki hvað er í gangi,“ sagði Bandaríkjamaðurinn sem kom til Chelsea frá Borussia Dortmund 2019.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.