Arnar sér ekki eftir ummælum sínum: „Bara nokkuð sáttur“ Valur Páll Eiríksson og Aron Guðmundsson skrifa 5. júní 2023 13:00 Arnar á hliðarlínunni gegn Breiðabliki Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings Reykjavíkur í fótbolta, sér ekki eftir ummælum sínum í hitaviðtali sem hann fór í á Stöð 2 Sport strax eftir baráttuleik gegn Breiðabliki á dögunum þar sem að sauð upp úr. Arnar var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli á dögunum og nú, þegar að nokkrir dagar eru liðnir frá leik liðanna, hefur Arnari tekist að melta það sem þar gekk á. „Þetta var hörku leikur þar sem tekist var á, það er mín skoðun á þessu,“segir Arnar í samtali við Vísi. „Það hefur ekkert upp á sig að vera endalaust að ræða um það hver átti hverja sök, hver gerði hvað. Fólk getur bara dæmt um það sjálft.“ Hann er búinn að horfa á umrætt viðtal við sig á Stöð 2 Sport og sér ekki eftir ummælum sínum þar. „Ég viðurkenni það alveg að ég kveið fyrir því að horfa á viðtalið eftir leik. En svo þegar að ég gerði það þá var ég bara nokkuð sáttur. Það voru auðvitað þarna nokkur orð sem voru kannski aðeins of hörð en skilaboðin voru bara nokkuð góð. Ég hef alveg oft tekið það á mig þegar að ég hef sagt einhverja þvælu en mögulega voru einhver orð þarna aðeins of hörð.“ Hann telur hins vegar að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, sjái eftir einhverjum ummælum í sínum viðtölum. Óskar sagði Víkinga meðal annars hafa hagað sér eins og fávitar allan leikinn á bekknum. Þeir hafi verið árásargjarnir, öskrandi á allt. „Ég sá viðtölin, bæði við þjálfara sem og fyrirliða Breiðabliks og ég held að menn hafi bara sagt ýmislegt í hita leiksins sem þeir sjá eftir. Menn geta verið að tala um dómarann og sagt ákveðna hluti í hita leiksins. En það er til quote er snýr sérstaklega að meisturum sem er í þá átt að þú virðir andstæðinginn og talar vel um hann. Ég held að bæði Óskar Hrafn og Höskuldur sjái eftir ummælum sínum í viðtölunum eftir leik.“ Höskuldur sagði Víkinga hafa sýnt af sér ófagmennsku þeir væru eins og „litlir hundar sem gelta hátt.“ „Ég veit að Höskuldur er toppdrengur og ég held að hann sjái eftir þessu,“ segir Arnar um ummæli Höskuldar. „Það er bara nægileg refsing. Þetta er sagt í hita leiksins og er ólíkt hans karakter, ég fyrirgef honum.“ Aganefnd KSÍ kemur saman til fundar á morgun og verða eftirmálar leiks Víkings og Breiðabliks á dagskrá. Arnar á von á því að tekið verði á málum þar. „Ég á klárlega von á því bara út frá skýrslu dómarans að það verði tekið á málum Sölva og Loga, þeir náttúrulega fengu rauð spjöld. Við fáum tækifæri til þess að svara fyrir okkur og munum gera það af krafti. Það eru ýmsar upptökur til sem koma ekkert vel út fyrir ákveðna aðila og við munum klárlega verja okkar menn. Við sjáum til hvað gerist.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Arnar var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli á dögunum og nú, þegar að nokkrir dagar eru liðnir frá leik liðanna, hefur Arnari tekist að melta það sem þar gekk á. „Þetta var hörku leikur þar sem tekist var á, það er mín skoðun á þessu,“segir Arnar í samtali við Vísi. „Það hefur ekkert upp á sig að vera endalaust að ræða um það hver átti hverja sök, hver gerði hvað. Fólk getur bara dæmt um það sjálft.“ Hann er búinn að horfa á umrætt viðtal við sig á Stöð 2 Sport og sér ekki eftir ummælum sínum þar. „Ég viðurkenni það alveg að ég kveið fyrir því að horfa á viðtalið eftir leik. En svo þegar að ég gerði það þá var ég bara nokkuð sáttur. Það voru auðvitað þarna nokkur orð sem voru kannski aðeins of hörð en skilaboðin voru bara nokkuð góð. Ég hef alveg oft tekið það á mig þegar að ég hef sagt einhverja þvælu en mögulega voru einhver orð þarna aðeins of hörð.“ Hann telur hins vegar að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, sjái eftir einhverjum ummælum í sínum viðtölum. Óskar sagði Víkinga meðal annars hafa hagað sér eins og fávitar allan leikinn á bekknum. Þeir hafi verið árásargjarnir, öskrandi á allt. „Ég sá viðtölin, bæði við þjálfara sem og fyrirliða Breiðabliks og ég held að menn hafi bara sagt ýmislegt í hita leiksins sem þeir sjá eftir. Menn geta verið að tala um dómarann og sagt ákveðna hluti í hita leiksins. En það er til quote er snýr sérstaklega að meisturum sem er í þá átt að þú virðir andstæðinginn og talar vel um hann. Ég held að bæði Óskar Hrafn og Höskuldur sjái eftir ummælum sínum í viðtölunum eftir leik.“ Höskuldur sagði Víkinga hafa sýnt af sér ófagmennsku þeir væru eins og „litlir hundar sem gelta hátt.“ „Ég veit að Höskuldur er toppdrengur og ég held að hann sjái eftir þessu,“ segir Arnar um ummæli Höskuldar. „Það er bara nægileg refsing. Þetta er sagt í hita leiksins og er ólíkt hans karakter, ég fyrirgef honum.“ Aganefnd KSÍ kemur saman til fundar á morgun og verða eftirmálar leiks Víkings og Breiðabliks á dagskrá. Arnar á von á því að tekið verði á málum þar. „Ég á klárlega von á því bara út frá skýrslu dómarans að það verði tekið á málum Sölva og Loga, þeir náttúrulega fengu rauð spjöld. Við fáum tækifæri til þess að svara fyrir okkur og munum gera það af krafti. Það eru ýmsar upptökur til sem koma ekkert vel út fyrir ákveðna aðila og við munum klárlega verja okkar menn. Við sjáum til hvað gerist.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti