„Litlir hundar sem gelta hátt“ Atli Arason skrifar 2. júní 2023 23:15 Höskuldur með boltann í leiknum í kvöld. Hulda Margrét „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir að Blikar jöfnuðu með síðasta sparki leiksins, en þá sauð allt upp úr á hliðarlínunni. „Þeir missa hausinn, ég sá ekki alveg hvað gerðist en þeir hrinda okkar mönnum. Sem lýsir bara ófagmennsku, með einhverja stæla. Eins og litlir hundar sem gelta hátt,“ svaraði Höskuldur aðspurður út í atvikið á hliðarlínunni. Höskuldi fannst eins og að Blikar ættu meira skilið úr leiknum en bara eitt stig. „Mér fannst við fá það sem við vorum búnir að vinna inn fyrir og verðskulda. Maður er í rauninni bara pirraður að ná ekki meira en jafntefli, við áttum að vinna þennan leik en við vorum alveg með hann undir okkar stjórn. Tvö fín mörk hjá þeim, en út á velli þá held ég að ég hafi aldrei mætt Víkingi eins lélegum.“ „Þeir eru búnir að læra það ágætlega að leggja rútunni og verja markið. Út á velli voru þetta tvö klaufaleg augnablik hjá okkur. Þetta var samt vel gert hjá Birni [Snæ Ingasyni, leikmanni Víkings] en hann er búinn að vera heitur í sumar og er stórkostlegur leikmaður. Fyrir utan það er þetta grátlegt, því á milli teiganna var þetta algjörlega okkar leikur. Skalli í slá og svo átti ég að fara betur með skotfæri, það var margt sem var að fara í taugarnar á manni framan af. Svo kom þetta loksins að lokum þegar við vorum búnir að berja það mikið á virkið. Þá hrundi það að lokum,“ bætti hann við. Höskuldur telur að bæði lið séu að þrýsta hvoru öðru að verða eins góð og mögulegt er en hann telur þó ekki stefna í tveggja hesta kapphlaup um titilinn á milli Breiðabliks og Víkings. „Við hljótum að fagna því sem leikmenn beggja liða að við erum að ýta við hvorum öðrum. Rígur er bara af hinu góðu og við lítum á Víkinga sem keppinauta okkar en ekki óvini. Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað öðruvísi hjá þeim. Það fór voða fyrir brjóstið á þeim, eins og sást í lokin, þegar við náðum að jafna,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Litlir hundar sem gelta hátt Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir að Blikar jöfnuðu með síðasta sparki leiksins, en þá sauð allt upp úr á hliðarlínunni. „Þeir missa hausinn, ég sá ekki alveg hvað gerðist en þeir hrinda okkar mönnum. Sem lýsir bara ófagmennsku, með einhverja stæla. Eins og litlir hundar sem gelta hátt,“ svaraði Höskuldur aðspurður út í atvikið á hliðarlínunni. Höskuldi fannst eins og að Blikar ættu meira skilið úr leiknum en bara eitt stig. „Mér fannst við fá það sem við vorum búnir að vinna inn fyrir og verðskulda. Maður er í rauninni bara pirraður að ná ekki meira en jafntefli, við áttum að vinna þennan leik en við vorum alveg með hann undir okkar stjórn. Tvö fín mörk hjá þeim, en út á velli þá held ég að ég hafi aldrei mætt Víkingi eins lélegum.“ „Þeir eru búnir að læra það ágætlega að leggja rútunni og verja markið. Út á velli voru þetta tvö klaufaleg augnablik hjá okkur. Þetta var samt vel gert hjá Birni [Snæ Ingasyni, leikmanni Víkings] en hann er búinn að vera heitur í sumar og er stórkostlegur leikmaður. Fyrir utan það er þetta grátlegt, því á milli teiganna var þetta algjörlega okkar leikur. Skalli í slá og svo átti ég að fara betur með skotfæri, það var margt sem var að fara í taugarnar á manni framan af. Svo kom þetta loksins að lokum þegar við vorum búnir að berja það mikið á virkið. Þá hrundi það að lokum,“ bætti hann við. Höskuldur telur að bæði lið séu að þrýsta hvoru öðru að verða eins góð og mögulegt er en hann telur þó ekki stefna í tveggja hesta kapphlaup um titilinn á milli Breiðabliks og Víkings. „Við hljótum að fagna því sem leikmenn beggja liða að við erum að ýta við hvorum öðrum. Rígur er bara af hinu góðu og við lítum á Víkinga sem keppinauta okkar en ekki óvini. Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað öðruvísi hjá þeim. Það fór voða fyrir brjóstið á þeim, eins og sást í lokin, þegar við náðum að jafna,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Litlir hundar sem gelta hátt
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira