Arnar sér ekki eftir ummælum sínum: „Bara nokkuð sáttur“ Valur Páll Eiríksson og Aron Guðmundsson skrifa 5. júní 2023 13:00 Arnar á hliðarlínunni gegn Breiðabliki Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings Reykjavíkur í fótbolta, sér ekki eftir ummælum sínum í hitaviðtali sem hann fór í á Stöð 2 Sport strax eftir baráttuleik gegn Breiðabliki á dögunum þar sem að sauð upp úr. Arnar var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli á dögunum og nú, þegar að nokkrir dagar eru liðnir frá leik liðanna, hefur Arnari tekist að melta það sem þar gekk á. „Þetta var hörku leikur þar sem tekist var á, það er mín skoðun á þessu,“segir Arnar í samtali við Vísi. „Það hefur ekkert upp á sig að vera endalaust að ræða um það hver átti hverja sök, hver gerði hvað. Fólk getur bara dæmt um það sjálft.“ Hann er búinn að horfa á umrætt viðtal við sig á Stöð 2 Sport og sér ekki eftir ummælum sínum þar. „Ég viðurkenni það alveg að ég kveið fyrir því að horfa á viðtalið eftir leik. En svo þegar að ég gerði það þá var ég bara nokkuð sáttur. Það voru auðvitað þarna nokkur orð sem voru kannski aðeins of hörð en skilaboðin voru bara nokkuð góð. Ég hef alveg oft tekið það á mig þegar að ég hef sagt einhverja þvælu en mögulega voru einhver orð þarna aðeins of hörð.“ Hann telur hins vegar að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, sjái eftir einhverjum ummælum í sínum viðtölum. Óskar sagði Víkinga meðal annars hafa hagað sér eins og fávitar allan leikinn á bekknum. Þeir hafi verið árásargjarnir, öskrandi á allt. „Ég sá viðtölin, bæði við þjálfara sem og fyrirliða Breiðabliks og ég held að menn hafi bara sagt ýmislegt í hita leiksins sem þeir sjá eftir. Menn geta verið að tala um dómarann og sagt ákveðna hluti í hita leiksins. En það er til quote er snýr sérstaklega að meisturum sem er í þá átt að þú virðir andstæðinginn og talar vel um hann. Ég held að bæði Óskar Hrafn og Höskuldur sjái eftir ummælum sínum í viðtölunum eftir leik.“ Höskuldur sagði Víkinga hafa sýnt af sér ófagmennsku þeir væru eins og „litlir hundar sem gelta hátt.“ „Ég veit að Höskuldur er toppdrengur og ég held að hann sjái eftir þessu,“ segir Arnar um ummæli Höskuldar. „Það er bara nægileg refsing. Þetta er sagt í hita leiksins og er ólíkt hans karakter, ég fyrirgef honum.“ Aganefnd KSÍ kemur saman til fundar á morgun og verða eftirmálar leiks Víkings og Breiðabliks á dagskrá. Arnar á von á því að tekið verði á málum þar. „Ég á klárlega von á því bara út frá skýrslu dómarans að það verði tekið á málum Sölva og Loga, þeir náttúrulega fengu rauð spjöld. Við fáum tækifæri til þess að svara fyrir okkur og munum gera það af krafti. Það eru ýmsar upptökur til sem koma ekkert vel út fyrir ákveðna aðila og við munum klárlega verja okkar menn. Við sjáum til hvað gerist.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Arnar var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli á dögunum og nú, þegar að nokkrir dagar eru liðnir frá leik liðanna, hefur Arnari tekist að melta það sem þar gekk á. „Þetta var hörku leikur þar sem tekist var á, það er mín skoðun á þessu,“segir Arnar í samtali við Vísi. „Það hefur ekkert upp á sig að vera endalaust að ræða um það hver átti hverja sök, hver gerði hvað. Fólk getur bara dæmt um það sjálft.“ Hann er búinn að horfa á umrætt viðtal við sig á Stöð 2 Sport og sér ekki eftir ummælum sínum þar. „Ég viðurkenni það alveg að ég kveið fyrir því að horfa á viðtalið eftir leik. En svo þegar að ég gerði það þá var ég bara nokkuð sáttur. Það voru auðvitað þarna nokkur orð sem voru kannski aðeins of hörð en skilaboðin voru bara nokkuð góð. Ég hef alveg oft tekið það á mig þegar að ég hef sagt einhverja þvælu en mögulega voru einhver orð þarna aðeins of hörð.“ Hann telur hins vegar að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, sjái eftir einhverjum ummælum í sínum viðtölum. Óskar sagði Víkinga meðal annars hafa hagað sér eins og fávitar allan leikinn á bekknum. Þeir hafi verið árásargjarnir, öskrandi á allt. „Ég sá viðtölin, bæði við þjálfara sem og fyrirliða Breiðabliks og ég held að menn hafi bara sagt ýmislegt í hita leiksins sem þeir sjá eftir. Menn geta verið að tala um dómarann og sagt ákveðna hluti í hita leiksins. En það er til quote er snýr sérstaklega að meisturum sem er í þá átt að þú virðir andstæðinginn og talar vel um hann. Ég held að bæði Óskar Hrafn og Höskuldur sjái eftir ummælum sínum í viðtölunum eftir leik.“ Höskuldur sagði Víkinga hafa sýnt af sér ófagmennsku þeir væru eins og „litlir hundar sem gelta hátt.“ „Ég veit að Höskuldur er toppdrengur og ég held að hann sjái eftir þessu,“ segir Arnar um ummæli Höskuldar. „Það er bara nægileg refsing. Þetta er sagt í hita leiksins og er ólíkt hans karakter, ég fyrirgef honum.“ Aganefnd KSÍ kemur saman til fundar á morgun og verða eftirmálar leiks Víkings og Breiðabliks á dagskrá. Arnar á von á því að tekið verði á málum þar. „Ég á klárlega von á því bara út frá skýrslu dómarans að það verði tekið á málum Sölva og Loga, þeir náttúrulega fengu rauð spjöld. Við fáum tækifæri til þess að svara fyrir okkur og munum gera það af krafti. Það eru ýmsar upptökur til sem koma ekkert vel út fyrir ákveðna aðila og við munum klárlega verja okkar menn. Við sjáum til hvað gerist.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti