Erlent

Leggur á ráðin með kvikmyndagerðamanni bak við lás og slá

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Fjögur framleiðslufyrirtæki hafa reynt að hafa samband við Kouri í von um að geta gert heimildarmynd um málið. 
Fjögur framleiðslufyrirtæki hafa reynt að hafa samband við Kouri í von um að geta gert heimildarmynd um málið.  AP/KPCW.org

Ríkissaksóknari í Utah fylki í Bandaríkjunum segir konu sem grunuð er um að hafa myrt eiginmann sinn og í kjölfarið skrifað barnabók um sorg vera í samskiptum við kvikmyndagerðarmann með heimildarmynd um málið í vinnslu.

Kouri Richins var í síðasta mánuði handtekin vegna gruns um að hafa eitrað fyrir eiginmanni sínum, Eric Richins í mars á síðasta ári. Kouri er grunuð um að hafa gefið Eric kokteil sem innihélt stóran skammt fentanýls. Við krufningu fannst fimmfalt magn fentanýls sem þarf til þess að verða manneskju að bana í blóði Erics.

Tveimur mánuðum fyrir handtökuna gaf hún út barnabókina „Are You With Me?“ eða „Ertu með mér?“ Hún sagði bókina vera hennar leið til þess að útskýra fyrir börnunum sínum föðurmissinn og vinna úr eigin áfalli sem fylgdi missinum. 

Huffpost greinir frá að Kouri sitji nú í fangelsi og bíður eftir að málið verði tekið fyrir af dómstólum. Handtaka hennar vakti gríðarlega athygli hjá kvikmyndagerðarmönnum, en fjögur framleiðslufyrirtæki hafa reynt að hafa samband við hana í von um að geta gert heimildarmynd um málið.


Tengdar fréttir

Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu

Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af.

Grunuð um að hafa myrt tvífara sinn

Lögreglunni í þýsku borginni Ingolstadt var þann 16. ágúst í fyrra tilkynnt um hvarf 23 ára gamallar þýsk-írakskrar konu sem starfar sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt. Í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem hafði verið stungin ítrekað. Foreldrar þýsk-íröksku konunnar töldu að um lík dóttur sinnar væri að ræða.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.