Laganna vörður innan vallar sem utan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2023 09:00 Soffía Ummarin Kristinsdóttir dæmir í Bestu deild kvenna. vísir/bjarni Soffía Ummarin Kristinsdóttir er ein fárra kvenna sem dæma fótboltaleiki á efsta getustigi hér á landi. Hún nýtur sín vel í dómarahlutverkinu og stefnir hátt. Ekki er langt síðan Soffía hellti sér út í dómgæsluna. „Ég byrjaði að dæma fyrir Breiðablik í yngri flokkunum og þar fékk ég áhugann á þessu. Svo hafði ég samband við KSÍ, fór á byrjendanámskeið og fékk héraðsdómararéttindi. Ég byrjaði að dæma í neðri deildunum og fannst það rosa skemmtilegt, að vera hluti af leiknum,“ sagði Soffía í samtali við Vísi. „Ég hélt áfram að vera dugleg að taka leiki og reyndi að standa mig eins vel og ég gat og hér er ég.“ Soffía dæmdi sína fyrstu leiki í Bestu deild kvenna í fyrra og hefur haldið því áfram í sumar. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá að dæma hjá þessum stelpum. Þær eru ótrúlega góðar í fótbolta og það er gaman að fá að fylgjast með þeim og reyna að stjórna leiknum aðeins.“ Soffíu langar að ná eins langt og mögulegt er í dómgæslunni. „Það væri ótrúlega gaman að komast á alþjóðastig, fá að dæma úti og landsleiki en maður verður bara að sjá hversu langt maður kemst,“ sagði Soffía. Klippa: Nýtur sín í dómarahlutverkinu Soffía er fyrrverandi leikmaður en hún lék meðal annars með Þrótti í efstu deild. Hún er nú komin aftur á fullt í boltann. „Þetta er mjög skemmtilegt að vera hluti af leiknum áfram. Þú stjórnar æfingatímanum betur sjálfur núna og þarft ekki að mæta á æfingar 6-7 sinnum í viku. Þú ert hluti af leiknum og færð að fljóta með í þessu. Þetta er líka góð hreyfing,“ sagði Soffía. En hvernig telur Soffía farsælast að fjölga konum í dómarastéttinni? „Að reyna að styðja hvor aðra í þessu, fá stuðning frá félögum og KSÍ. Það er ótrúlega gaman að vera í þessu og þetta er góður hópur. Það er mikilvægt að félögin styðji leikmenn sem hafa áhuga á þessu. Þetta getur oft orðið krefjandi og þá þarf maður oft að hafa einhvern stuðning og geta talað við einhvern og þá er gott að hafa stuðningsnet,“ sagði Soffía. Soffía er ekki bara laganna vörður inni á vellinum heldur einnig utan hans en hún starfar sem lögreglukona. „Ég held þetta fari nokkuð vel saman. Það eru oft einhver læti inni á vellinum og öskur og það er oft svipað í hversdagsvinnunni. Fólk er oft almennt ósátt við mann,“ sagði Soffía. Viðtalið við Soffíu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira
Ekki er langt síðan Soffía hellti sér út í dómgæsluna. „Ég byrjaði að dæma fyrir Breiðablik í yngri flokkunum og þar fékk ég áhugann á þessu. Svo hafði ég samband við KSÍ, fór á byrjendanámskeið og fékk héraðsdómararéttindi. Ég byrjaði að dæma í neðri deildunum og fannst það rosa skemmtilegt, að vera hluti af leiknum,“ sagði Soffía í samtali við Vísi. „Ég hélt áfram að vera dugleg að taka leiki og reyndi að standa mig eins vel og ég gat og hér er ég.“ Soffía dæmdi sína fyrstu leiki í Bestu deild kvenna í fyrra og hefur haldið því áfram í sumar. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá að dæma hjá þessum stelpum. Þær eru ótrúlega góðar í fótbolta og það er gaman að fá að fylgjast með þeim og reyna að stjórna leiknum aðeins.“ Soffíu langar að ná eins langt og mögulegt er í dómgæslunni. „Það væri ótrúlega gaman að komast á alþjóðastig, fá að dæma úti og landsleiki en maður verður bara að sjá hversu langt maður kemst,“ sagði Soffía. Klippa: Nýtur sín í dómarahlutverkinu Soffía er fyrrverandi leikmaður en hún lék meðal annars með Þrótti í efstu deild. Hún er nú komin aftur á fullt í boltann. „Þetta er mjög skemmtilegt að vera hluti af leiknum áfram. Þú stjórnar æfingatímanum betur sjálfur núna og þarft ekki að mæta á æfingar 6-7 sinnum í viku. Þú ert hluti af leiknum og færð að fljóta með í þessu. Þetta er líka góð hreyfing,“ sagði Soffía. En hvernig telur Soffía farsælast að fjölga konum í dómarastéttinni? „Að reyna að styðja hvor aðra í þessu, fá stuðning frá félögum og KSÍ. Það er ótrúlega gaman að vera í þessu og þetta er góður hópur. Það er mikilvægt að félögin styðji leikmenn sem hafa áhuga á þessu. Þetta getur oft orðið krefjandi og þá þarf maður oft að hafa einhvern stuðning og geta talað við einhvern og þá er gott að hafa stuðningsnet,“ sagði Soffía. Soffía er ekki bara laganna vörður inni á vellinum heldur einnig utan hans en hún starfar sem lögreglukona. „Ég held þetta fari nokkuð vel saman. Það eru oft einhver læti inni á vellinum og öskur og það er oft svipað í hversdagsvinnunni. Fólk er oft almennt ósátt við mann,“ sagði Soffía. Viðtalið við Soffíu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira