Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2023 06:38 Chuck Schumer er leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings. Hann var ánægður að atkvæðagreiðslu lokinni. AP Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. 63 þingmenn öldungadeildarinnar greiddu atkvæði með frumvarpinu, en 36 gegn. Alls þurftu sextíu þingmenn að greiða atkvæði með frumvarpinu til að það yrði samþykkt, en demókratar eru með nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. 44 þingmenn demókrata greiddu atkvæði með frumvarpinu og sautján repúblikanar, en í hópi þingmanna demókrata sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu voru Bernie Sanders, John Fetterman og Elizabeth Warren. Breytingartillögur felldar Í atkvæðagreiðslunni í nótt lögðu hinir ýmsu öldungadeildarþingmenn fyrst fram ellefu breytingartillögur en þær voru allar felldar í atkvæðagreiðslum. Hefði ekki nema ein þeirra verið samþykkt hefði þurft að vísa frumvarpinu aftur til fulltrúadeildarinnar, sem hefði leitt til þess að mjög skammur tími hefði verið til að forða bandaríska ríkinu frá greiðslufalli sem hefði að óbreyttu gerst á mánudaginn. Myndi það genga eftir myndi það hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bæði Bandaríkin fjölmörg önnur ríki. Þannig myndu lánamöguleikar bandaríska ríkisins takmarkast mjög, auk þess að málið hefði mikil áhrif á bæði verðlag og vaxtakjör í öðrum ríkjum. Frumvarpið sem samþykkt var í nótt, og sem Biden forseti mun nú staðfesta, felur í sér að skuldaþaki bandaríska ríkisins – þær takmarkanir sem þingið setur á heildarlán sem bandaríska ríkið getur tekið – er aflétt fram að ársbyrjun 2025. 31,5 billjónir dala Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarpið aðfararnótt gærdagsins þar sem 314 þingmenn greiddu atkvæði með en 117 gegn. Repúblikanar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni og tókst að ná frumvarpinu í gegn eftir viðræður demókratans Bidens forseta og repúblikanans Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar. Skuldir bandaríska ríkisins nema nú um 31,5 billjónum bandaríkjadala. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
63 þingmenn öldungadeildarinnar greiddu atkvæði með frumvarpinu, en 36 gegn. Alls þurftu sextíu þingmenn að greiða atkvæði með frumvarpinu til að það yrði samþykkt, en demókratar eru með nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. 44 þingmenn demókrata greiddu atkvæði með frumvarpinu og sautján repúblikanar, en í hópi þingmanna demókrata sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu voru Bernie Sanders, John Fetterman og Elizabeth Warren. Breytingartillögur felldar Í atkvæðagreiðslunni í nótt lögðu hinir ýmsu öldungadeildarþingmenn fyrst fram ellefu breytingartillögur en þær voru allar felldar í atkvæðagreiðslum. Hefði ekki nema ein þeirra verið samþykkt hefði þurft að vísa frumvarpinu aftur til fulltrúadeildarinnar, sem hefði leitt til þess að mjög skammur tími hefði verið til að forða bandaríska ríkinu frá greiðslufalli sem hefði að óbreyttu gerst á mánudaginn. Myndi það genga eftir myndi það hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bæði Bandaríkin fjölmörg önnur ríki. Þannig myndu lánamöguleikar bandaríska ríkisins takmarkast mjög, auk þess að málið hefði mikil áhrif á bæði verðlag og vaxtakjör í öðrum ríkjum. Frumvarpið sem samþykkt var í nótt, og sem Biden forseti mun nú staðfesta, felur í sér að skuldaþaki bandaríska ríkisins – þær takmarkanir sem þingið setur á heildarlán sem bandaríska ríkið getur tekið – er aflétt fram að ársbyrjun 2025. 31,5 billjónir dala Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarpið aðfararnótt gærdagsins þar sem 314 þingmenn greiddu atkvæði með en 117 gegn. Repúblikanar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni og tókst að ná frumvarpinu í gegn eftir viðræður demókratans Bidens forseta og repúblikanans Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar. Skuldir bandaríska ríkisins nema nú um 31,5 billjónum bandaríkjadala.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40
McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36