Erlent

Tæmdi uppistöðulón til að finna símann sinn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Þetta uppistöðulón tengist fréttinni ekki beint.
Þetta uppistöðulón tengist fréttinni ekki beint. getty

Indverskur embættismaður hefur verið sektaður um það sem nemur 90 þúsund krónum fyrir að tæma uppistöðulón í Chattisgarh-héraði á Indlandi. Það gerði hann í leit að farsíma sínum sem hann fann að lokum. 

Maðurinn, Rajesh Biswas, var sektaður eftir að myndband af honum að tæma lónið fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. 

„Embættismaðurinn tæmdi lón sem hélt hundruði þúsunda lítra af vatni, í eigin þágu, án leyfis, til að leita að símanum sínum,“ segir fulltrúi opinberrar stofnunar sem heldur utan um vatnsnotkun í landinu við Times of India. 

Biswas missti símann sinn út í lónið þegar hann var að taka sjálfu þar með félaga sínum. Fjóra daga tók að tæma lónið.

Hélt hann því fram að hann hafi átt í samskiptum við fyrrnefnda stofnun sem hafi veitt honum leyfi til að tæma lónið. Þessi rök voru talin fyrirsláttur og var Biswas sektaður um 53 þúsund rúpíur, eða það sem nemur um 90 þúsund krónur. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.