Erlent

Biden féll á sviði

Samúel Karl Ólason skrifar
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er hann féll á sviði í kvöld.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er hann féll á sviði í kvöld. AP/Andrew Harnik

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, féll á sviði í Colorado í kvöld, þar sem verið var að útskrifa fólk úr skóla flughers Bandaríkjanna. Forsetann sakaði ekki.

Biden, sem er áttræður, hrasaði um sandpoka sem var á sviðinu en lífverðir hans voru fljótir að hjálpa honum á fætur. Í kjölfarið gekk hann að sæti sínu á sviðinu.

Í frétt BBC segir að á myndefni að útskriftarathöfninni lokinni hafi Biden skokkað að bílalest sinni. Eftir að hann var kominn aftur um borð í flugvél forsetaembættisins svaraði hann ekki spurningum blaðamanna en talskona hans sagði hann ekki hafa sakað.

Biden hefur tilkynnt að hann sækist aftur eftir forsetaembætti Bandaríkjanna í kosningunum á næsta ári. Gagnrýnendur hans hafa þó sagt að hann sé of gamall og kannanir hafa sýnt fram á að kjósendur í Bandaríkjunum hafi áhyggjur af aldri hans.

Hann yrði 82 ára gamall þegar hann tæki aftur við embætti í janúar 2025, ef hann vinnur kosningarnar á næsta ári.

Sjötíu prósent kjósenda sögðu í nýlegri könnun að Biden ætti ekki aftur að bjóða sig fram og af þeim sögðu 69 prósent að það væri vegna aldurs hans. Í annarri nýlegri könnun sögðu um helmingur kjósenda Demókrataflokksins að Biden væri of gamall til að bjóða sig fram aftur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.