Viðbrögð starfsmanna hafi verið alvarleg, ómarkviss og ámælisverð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júní 2023 19:01 Viðbrögð starfsmanna sumarbúðanna í Reykjadal voru ómarkviss, ámælisverð og alvarleg þegar níu ára stúka með fötlun sagði þroskaskertan starfsmann hafa brotið á sér kynferðislega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála þar sem úrbætur eru boðaðar. Atvikið átti sér stað síðasta sumar á heimfarardegi stúlkunnar þegar hún segir starfsmann með þroskaskerðingu hafa brotið á sér kynferðislega. Foreldrar stúlkunnar stigu fram í viðtali við Heimildina þar sem þeir gagnrýndu viðbrögð starfsfólks og stjórnenda Reykjadals. Sumarbúðirnar eru fyrir börn með fötlun og hefur lögregla haft málið til rannsóknar. Atvikið var tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sem safnaði gögnum og ræddi við foreldra stúlkunnar, lögreglu og stjórnendur Reykjadals í því skyni að leita skýringa á því hvers vegna atvikið gat átt sér stað og koma með tillögur að úrbótum til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Ein án eftirlits Forstjóri stofnunarinnar segir að á heimferðardegi stúlkunnar hafi verið álag í þjónustunni sem varð til þess að eftirlit með barninu var ekki tryggt. „Og það skapast aðstæður þar sem utanaðkomandi starfsmaður, sem er í verndaðri vinnu, kemst inn í herbergi hjá barninu og lokar að þeim. Þau eru ein í stutta stund án eftirlits,“ segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Ekki tafarlaust hringt á lögreglu Stofnunin telur að alvarlegur misbrestur hafi verið á viðbrögðum starfsmanna og stjórnenda Reykjadals þegar upp komst um atvikið og að viðbrögð hafi verið ámælisverð og ómarkviss. Þetta kemur fram í niðurstöðum skýrslunnar þar sem jafnframt segir að verkferla skorti sem leiddi til þess að starfsfólk þekkti ekki til hvers ætti að grípa við þessar aðstæður. Vegna þessa hafi meintur gerandi verið færður af vettvangi í stað þess að hafa tafarlaust samband við lögreglu. Enn fremur hafi lök, með mögulegum lífsýnum, verið tekin af rúmum og sett í hrúgu áður en lögregla kom á staðinn. Tillögur að úrbótum eru lagðar fram í skýrslunni.arnar halldórsson Úrbóta þörf Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur að úrbótum sem Herdís segir að unnar hafi verið í samráði við stjórnendur Reykjadals. „Af því að okkur þótti í raun vera það miklar brotalamir í starfseminni hvað þennan þátt varðar að við vildum fylgja því eftir sérstaklega.“ Lögð er áhersla á að börn séu aldrei án eftirlits og að mönnun sé í samræmi við álag. „Og við höfum lagt líka mjög ríka áherslu á að fylgja því eftir að þau þjálfi starfsfólk í þessum verkferlum þannig fólk kunni réttu viðbrögðin ef eitthvað þessu líkt kemur upp aftur.“ Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Tengdar fréttir Ámælisverð viðbrögð eftir að þroskaskertur maður braut á barni Samkvæmt nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) voru fyrstu viðbrögð starfsmanna í Reykjadal ámælisverð þegar þroskaskertur starfsmaður er sakaður um að hafa brotið á níu ára stúlku. Viðeigandi verkferla hafi skort með öllu og fyrstu viðbrögð talin ómarkviss. 1. júní 2023 14:33 Rannsaka kynferðisbrot gegn barni í Reykjadal Lögregla hefur til rannsóknar meint kynferðisbrot í sumarbúðunum í Reykjadal í ágúst 2022. Foreldrar barnsins lýsa brotunum í samtali við Heimildina og þeim áhrifum sem þau hafa haft á fjölskylduna. Málið allt hafi verið helvíti frá upphafi til enda. 24. mars 2023 15:15 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Atvikið átti sér stað síðasta sumar á heimfarardegi stúlkunnar þegar hún segir starfsmann með þroskaskerðingu hafa brotið á sér kynferðislega. Foreldrar stúlkunnar stigu fram í viðtali við Heimildina þar sem þeir gagnrýndu viðbrögð starfsfólks og stjórnenda Reykjadals. Sumarbúðirnar eru fyrir börn með fötlun og hefur lögregla haft málið til rannsóknar. Atvikið var tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sem safnaði gögnum og ræddi við foreldra stúlkunnar, lögreglu og stjórnendur Reykjadals í því skyni að leita skýringa á því hvers vegna atvikið gat átt sér stað og koma með tillögur að úrbótum til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Ein án eftirlits Forstjóri stofnunarinnar segir að á heimferðardegi stúlkunnar hafi verið álag í þjónustunni sem varð til þess að eftirlit með barninu var ekki tryggt. „Og það skapast aðstæður þar sem utanaðkomandi starfsmaður, sem er í verndaðri vinnu, kemst inn í herbergi hjá barninu og lokar að þeim. Þau eru ein í stutta stund án eftirlits,“ segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Ekki tafarlaust hringt á lögreglu Stofnunin telur að alvarlegur misbrestur hafi verið á viðbrögðum starfsmanna og stjórnenda Reykjadals þegar upp komst um atvikið og að viðbrögð hafi verið ámælisverð og ómarkviss. Þetta kemur fram í niðurstöðum skýrslunnar þar sem jafnframt segir að verkferla skorti sem leiddi til þess að starfsfólk þekkti ekki til hvers ætti að grípa við þessar aðstæður. Vegna þessa hafi meintur gerandi verið færður af vettvangi í stað þess að hafa tafarlaust samband við lögreglu. Enn fremur hafi lök, með mögulegum lífsýnum, verið tekin af rúmum og sett í hrúgu áður en lögregla kom á staðinn. Tillögur að úrbótum eru lagðar fram í skýrslunni.arnar halldórsson Úrbóta þörf Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur að úrbótum sem Herdís segir að unnar hafi verið í samráði við stjórnendur Reykjadals. „Af því að okkur þótti í raun vera það miklar brotalamir í starfseminni hvað þennan þátt varðar að við vildum fylgja því eftir sérstaklega.“ Lögð er áhersla á að börn séu aldrei án eftirlits og að mönnun sé í samræmi við álag. „Og við höfum lagt líka mjög ríka áherslu á að fylgja því eftir að þau þjálfi starfsfólk í þessum verkferlum þannig fólk kunni réttu viðbrögðin ef eitthvað þessu líkt kemur upp aftur.“
Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Tengdar fréttir Ámælisverð viðbrögð eftir að þroskaskertur maður braut á barni Samkvæmt nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) voru fyrstu viðbrögð starfsmanna í Reykjadal ámælisverð þegar þroskaskertur starfsmaður er sakaður um að hafa brotið á níu ára stúlku. Viðeigandi verkferla hafi skort með öllu og fyrstu viðbrögð talin ómarkviss. 1. júní 2023 14:33 Rannsaka kynferðisbrot gegn barni í Reykjadal Lögregla hefur til rannsóknar meint kynferðisbrot í sumarbúðunum í Reykjadal í ágúst 2022. Foreldrar barnsins lýsa brotunum í samtali við Heimildina og þeim áhrifum sem þau hafa haft á fjölskylduna. Málið allt hafi verið helvíti frá upphafi til enda. 24. mars 2023 15:15 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Ámælisverð viðbrögð eftir að þroskaskertur maður braut á barni Samkvæmt nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) voru fyrstu viðbrögð starfsmanna í Reykjadal ámælisverð þegar þroskaskertur starfsmaður er sakaður um að hafa brotið á níu ára stúlku. Viðeigandi verkferla hafi skort með öllu og fyrstu viðbrögð talin ómarkviss. 1. júní 2023 14:33
Rannsaka kynferðisbrot gegn barni í Reykjadal Lögregla hefur til rannsóknar meint kynferðisbrot í sumarbúðunum í Reykjadal í ágúst 2022. Foreldrar barnsins lýsa brotunum í samtali við Heimildina og þeim áhrifum sem þau hafa haft á fjölskylduna. Málið allt hafi verið helvíti frá upphafi til enda. 24. mars 2023 15:15