Ámælisverð viðbrögð eftir að þroskaskertur maður braut á barni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. júní 2023 14:33 Um 250 börn dvelja í sumarbúðunum í Reykjadal á sumrin. Reykjadalur Samkvæmt nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) voru fyrstu viðbrögð starfsmanna í Reykjadal ámælisverð þegar þroskaskertur starfsmaður er sakaður um að hafa brotið á níu ára stúlku. Viðeigandi verkferla hafi skort með öllu og fyrstu viðbrögð talin ómarkviss. GEV gerir kröfur um margvíslegar umbætur á starfsemi sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal til að koma í veg fyrir sambærileg atvik. Einnig til að tryggja gæði þjónustunnar sem þar er veitt. „Má þar t.a.m. nefna skýrari verklagsreglur um hvernig eftirliti og viðveru starfsmanna skuli vera háttað svo notandi þjónustu sé ekki skilinn eftir án eftirlits og sömuleiðis skýrari verklagsreglur um fyrstu viðbrögð starfsmanna þegar upp kemur grunur um kynferðislegt ofbeldi,“ segir í tilkynningu GEV. Skilaboð um að hringja ekki í lögreglu Atvikið átti sér stað síðasta sumar, á heimfarardegi stúlkunnar í sumarbúðunum. Maðurinn, sem er með mikla fötlun og þroskaskerðingu, var að starfa í gegnum sérúrræði við að sinna dýrum og útiverkum. Í umfjöllun Heimildarinnar um málið kemur fram að maðurinn hafi snert einkastaði stúlkunnar í lokuðu herbergi. Þegar komið var að honum hljóp hann í burtu og stúlkan sagði frá því sem hafði gerst. Yfirmenn Reykjadals leituðu til framkvæmdastjóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og spurðu hvort hringja skyldi í lögreglu. Samkvæmt heimildum Vísis sagði framkvæmdastjórinn þeim að hringja ekki í lögreglu. Starfsmannafjöldi verði nægur „Í ljósi þess hve alvarlegur misbrestur varð á fyrstu viðbrögðum starfsmanna og stjórnenda í Reykjadal og SLF þegar málið kom upp, ákvað GEV að hefja frumkvæðiseftirlit samhliða rannsókn sinni,“ segir í tilkynningunni. Markmiðið sé að tryggja að sú úrbótavinna, sem þegar sé hafin í Reykjadal fyrir sumarið, skili sér í betri þjónustu. Þetta sé forgangsverkefni. Mönnunin er eitt sem hefur verið til skoðunar, en fram kemur í skýrslunni að mikið álag hafi verið á starfseminni. Þurfi starfsmannafjöldi að taka nægilega mið af umönnunarþyngd og álagspunktum starfseminnar. Enn fremur segir: „Þá hefur stofnunin fengið upplýsingar um innleiðingu verkferla um fyrstu viðbrögð starfsmanna þegar upp kemur grunur um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni sem dvelur í Reykjadal sem og fræðslu og þjálfun í beitingu verkferlanna.“ Þá hefur GEV haft samband við rekstraraðila annarra sumarbúða fyrir börn á Íslandi til að kanna stöðu leyfa og gæði þjónustunnar. Tilgangurinn sé að fara yfir viðbragðáætlanir og skoða siðareglur ef upp kemur grunur um einelti eða ofbeldi af hvaða tagi sem er. Gerð verður gæðaúttekt á mönnun, þjálfun og fræðslu til starfsmanna. Skýrsluna má finna hér að neðan. Tengd skjöl Skýrsla_um_ReykjadalPDF722KBSækja skjal Kynferðisofbeldi Mosfellsbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
GEV gerir kröfur um margvíslegar umbætur á starfsemi sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal til að koma í veg fyrir sambærileg atvik. Einnig til að tryggja gæði þjónustunnar sem þar er veitt. „Má þar t.a.m. nefna skýrari verklagsreglur um hvernig eftirliti og viðveru starfsmanna skuli vera háttað svo notandi þjónustu sé ekki skilinn eftir án eftirlits og sömuleiðis skýrari verklagsreglur um fyrstu viðbrögð starfsmanna þegar upp kemur grunur um kynferðislegt ofbeldi,“ segir í tilkynningu GEV. Skilaboð um að hringja ekki í lögreglu Atvikið átti sér stað síðasta sumar, á heimfarardegi stúlkunnar í sumarbúðunum. Maðurinn, sem er með mikla fötlun og þroskaskerðingu, var að starfa í gegnum sérúrræði við að sinna dýrum og útiverkum. Í umfjöllun Heimildarinnar um málið kemur fram að maðurinn hafi snert einkastaði stúlkunnar í lokuðu herbergi. Þegar komið var að honum hljóp hann í burtu og stúlkan sagði frá því sem hafði gerst. Yfirmenn Reykjadals leituðu til framkvæmdastjóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og spurðu hvort hringja skyldi í lögreglu. Samkvæmt heimildum Vísis sagði framkvæmdastjórinn þeim að hringja ekki í lögreglu. Starfsmannafjöldi verði nægur „Í ljósi þess hve alvarlegur misbrestur varð á fyrstu viðbrögðum starfsmanna og stjórnenda í Reykjadal og SLF þegar málið kom upp, ákvað GEV að hefja frumkvæðiseftirlit samhliða rannsókn sinni,“ segir í tilkynningunni. Markmiðið sé að tryggja að sú úrbótavinna, sem þegar sé hafin í Reykjadal fyrir sumarið, skili sér í betri þjónustu. Þetta sé forgangsverkefni. Mönnunin er eitt sem hefur verið til skoðunar, en fram kemur í skýrslunni að mikið álag hafi verið á starfseminni. Þurfi starfsmannafjöldi að taka nægilega mið af umönnunarþyngd og álagspunktum starfseminnar. Enn fremur segir: „Þá hefur stofnunin fengið upplýsingar um innleiðingu verkferla um fyrstu viðbrögð starfsmanna þegar upp kemur grunur um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni sem dvelur í Reykjadal sem og fræðslu og þjálfun í beitingu verkferlanna.“ Þá hefur GEV haft samband við rekstraraðila annarra sumarbúða fyrir börn á Íslandi til að kanna stöðu leyfa og gæði þjónustunnar. Tilgangurinn sé að fara yfir viðbragðáætlanir og skoða siðareglur ef upp kemur grunur um einelti eða ofbeldi af hvaða tagi sem er. Gerð verður gæðaúttekt á mönnun, þjálfun og fræðslu til starfsmanna. Skýrsluna má finna hér að neðan. Tengd skjöl Skýrsla_um_ReykjadalPDF722KBSækja skjal
Kynferðisofbeldi Mosfellsbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira