Rannsaka kynferðisbrot gegn barni í Reykjadal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2023 15:15 Reykjadalur hefur verið sannkallaður draumaáfangastaður fyrir fötluð börn og aðstandendur þeirra um árabil. Reykjadalur Lögregla hefur til rannsóknar meint kynferðisbrot í sumarbúðunum í Reykjadal í ágúst 2022. Foreldrar barnsins lýsa brotunum í samtali við Heimildina og þeim áhrifum sem þau hafa haft á fjölskylduna. Málið allt hafi verið helvíti frá upphafi til enda. Sumarbúðir í Reykjadal hafa verið reknar af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra um árabil. Þangað sækja um 250 ungir einstaklingar á sumrin og hefur verið mikil ánægja með starfið í Reykjadal. Sannkallaður ævintýraheimur fyrir börn og unglinga. Draumurinn breyttist í martröð í tilfelli fatlaðrar stúlku, dóttur Einars Arnar Jónssonar og Höllu Ingibjargar Leonhardsdóttur. Foreldrarnir lýsa atburðarásinni umræddan dag á þann veg að dóttir þeirra hafi verið á leiðinni heim og ein í herbergi sínu þegar starfsmaður kom inn í herbergið og braut á henni. „Án þess að fara í smáatriði þá fór hann inn á hana, snerti hennar einkastaði og færði hana upp í rúm. Það er það sem við vitum. Hann lokaði dyrunum svo enginn kæmi inn, þannig að brotaviljinn var augljós,“ segja foreldrarnir í samtali við Heimildina. Flótti hafi komið á starfsmanninn þegar aðrir starfsmenn komu inn í herbergið. Þeir hafi spurt stúlkuna út í hvað gerst hafi og hún sagt þeim það. Meintur gerandi einnig fatlaður Andrea Rói Sigurbjörns, forstöðumaður sumarbúðanna, segir í samtali við Vísi að málið sé í lögreglurannsókn. Þá sé Gæða- og eftirlitsstofnun ríkisins með málið á sínu borði og hafi þegar skilað drögum að skýrslu. Lokaniðurstaða sé væntanlega í mars eða apríl. Hán útskýrir að um hafi verið að ræða starfsmann sem glími sjálfur við fötlun og starfi á vinnustað fyrir fatlað fólk. Hann hafi fengið að nýta vinnuaðstöðuna í Reykjadal og sinnt þar garðvinnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er viðkomandi sjálfur rétt við lögræðisaldur. Andrea segir foreldra stúlkunnar hafa sýnt mikinn styrk í að segja sögu sína í Heimildinni. Þau hafa ýmislegt við málið að athuga. Þar á meðal orðalag í drögum Gæða- og eftirlitsstofnunar um málið, hvenær málið var tilkynnt til barnaverndar auk þess sem þeim var ekki boðin réttargæslumaður í málinu. Hán segir málið eðlilega ótrúlega viðkvæmt enda brotaþoli fatlað barn. Starfsfólk í Reykjadal hafi þegar fengið endurgjöf um hvernig bæta megi starfið í sumarbúðunum og verkferla. Gott verði að fá skýrslu Gæða - og eftirlitsstofnunar til að draga frekari lærdóm af málinu. Verkferlar ekki fyrir hendi Hörður Sigurðsson, formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, og Vilmundur Gíslason framkvæmdastjóri segja í bréfi til starfsfólks sumarbúðanna að þrátt fyrir að ítarleg handbók sé til fyrir starfsmenn þá sé viðbragðsáætlun í máli af þeim toga sem hér ræðir ekki til staðar. „Atburður þessi olli þolanda og foreldrum hans miklum sársauka og harmar stjórn félagsins þennan atburð innilega.“ Unnið hafi verið að úrbótum í samvinnu við Barnaheill og verklagsreglur mótaðar og sendar Gæða- og eftirlitsstofnun. Þá hafi Mennta- og barnamálaráðuneytið verið upplýst um gang mála. „Við fengum ráðleggingar á sínum tíma frá fjölda aðila sem þekkingu hafa á málefnum fatlaðra. Að því sögðu voru verkferlar þegar kemur að svona málum ekki fyrir hendi sem ekki er gott fyrir félagið okkar.“ Lögreglumál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Sumarbúðir í Reykjadal hafa verið reknar af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra um árabil. Þangað sækja um 250 ungir einstaklingar á sumrin og hefur verið mikil ánægja með starfið í Reykjadal. Sannkallaður ævintýraheimur fyrir börn og unglinga. Draumurinn breyttist í martröð í tilfelli fatlaðrar stúlku, dóttur Einars Arnar Jónssonar og Höllu Ingibjargar Leonhardsdóttur. Foreldrarnir lýsa atburðarásinni umræddan dag á þann veg að dóttir þeirra hafi verið á leiðinni heim og ein í herbergi sínu þegar starfsmaður kom inn í herbergið og braut á henni. „Án þess að fara í smáatriði þá fór hann inn á hana, snerti hennar einkastaði og færði hana upp í rúm. Það er það sem við vitum. Hann lokaði dyrunum svo enginn kæmi inn, þannig að brotaviljinn var augljós,“ segja foreldrarnir í samtali við Heimildina. Flótti hafi komið á starfsmanninn þegar aðrir starfsmenn komu inn í herbergið. Þeir hafi spurt stúlkuna út í hvað gerst hafi og hún sagt þeim það. Meintur gerandi einnig fatlaður Andrea Rói Sigurbjörns, forstöðumaður sumarbúðanna, segir í samtali við Vísi að málið sé í lögreglurannsókn. Þá sé Gæða- og eftirlitsstofnun ríkisins með málið á sínu borði og hafi þegar skilað drögum að skýrslu. Lokaniðurstaða sé væntanlega í mars eða apríl. Hán útskýrir að um hafi verið að ræða starfsmann sem glími sjálfur við fötlun og starfi á vinnustað fyrir fatlað fólk. Hann hafi fengið að nýta vinnuaðstöðuna í Reykjadal og sinnt þar garðvinnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er viðkomandi sjálfur rétt við lögræðisaldur. Andrea segir foreldra stúlkunnar hafa sýnt mikinn styrk í að segja sögu sína í Heimildinni. Þau hafa ýmislegt við málið að athuga. Þar á meðal orðalag í drögum Gæða- og eftirlitsstofnunar um málið, hvenær málið var tilkynnt til barnaverndar auk þess sem þeim var ekki boðin réttargæslumaður í málinu. Hán segir málið eðlilega ótrúlega viðkvæmt enda brotaþoli fatlað barn. Starfsfólk í Reykjadal hafi þegar fengið endurgjöf um hvernig bæta megi starfið í sumarbúðunum og verkferla. Gott verði að fá skýrslu Gæða - og eftirlitsstofnunar til að draga frekari lærdóm af málinu. Verkferlar ekki fyrir hendi Hörður Sigurðsson, formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, og Vilmundur Gíslason framkvæmdastjóri segja í bréfi til starfsfólks sumarbúðanna að þrátt fyrir að ítarleg handbók sé til fyrir starfsmenn þá sé viðbragðsáætlun í máli af þeim toga sem hér ræðir ekki til staðar. „Atburður þessi olli þolanda og foreldrum hans miklum sársauka og harmar stjórn félagsins þennan atburð innilega.“ Unnið hafi verið að úrbótum í samvinnu við Barnaheill og verklagsreglur mótaðar og sendar Gæða- og eftirlitsstofnun. Þá hafi Mennta- og barnamálaráðuneytið verið upplýst um gang mála. „Við fengum ráðleggingar á sínum tíma frá fjölda aðila sem þekkingu hafa á málefnum fatlaðra. Að því sögðu voru verkferlar þegar kemur að svona málum ekki fyrir hendi sem ekki er gott fyrir félagið okkar.“
Lögreglumál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira