Ámælisverð viðbrögð eftir að þroskaskertur maður braut á barni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. júní 2023 14:33 Um 250 börn dvelja í sumarbúðunum í Reykjadal á sumrin. Reykjadalur Samkvæmt nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) voru fyrstu viðbrögð starfsmanna í Reykjadal ámælisverð þegar þroskaskertur starfsmaður er sakaður um að hafa brotið á níu ára stúlku. Viðeigandi verkferla hafi skort með öllu og fyrstu viðbrögð talin ómarkviss. GEV gerir kröfur um margvíslegar umbætur á starfsemi sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal til að koma í veg fyrir sambærileg atvik. Einnig til að tryggja gæði þjónustunnar sem þar er veitt. „Má þar t.a.m. nefna skýrari verklagsreglur um hvernig eftirliti og viðveru starfsmanna skuli vera háttað svo notandi þjónustu sé ekki skilinn eftir án eftirlits og sömuleiðis skýrari verklagsreglur um fyrstu viðbrögð starfsmanna þegar upp kemur grunur um kynferðislegt ofbeldi,“ segir í tilkynningu GEV. Skilaboð um að hringja ekki í lögreglu Atvikið átti sér stað síðasta sumar, á heimfarardegi stúlkunnar í sumarbúðunum. Maðurinn, sem er með mikla fötlun og þroskaskerðingu, var að starfa í gegnum sérúrræði við að sinna dýrum og útiverkum. Í umfjöllun Heimildarinnar um málið kemur fram að maðurinn hafi snert einkastaði stúlkunnar í lokuðu herbergi. Þegar komið var að honum hljóp hann í burtu og stúlkan sagði frá því sem hafði gerst. Yfirmenn Reykjadals leituðu til framkvæmdastjóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og spurðu hvort hringja skyldi í lögreglu. Samkvæmt heimildum Vísis sagði framkvæmdastjórinn þeim að hringja ekki í lögreglu. Starfsmannafjöldi verði nægur „Í ljósi þess hve alvarlegur misbrestur varð á fyrstu viðbrögðum starfsmanna og stjórnenda í Reykjadal og SLF þegar málið kom upp, ákvað GEV að hefja frumkvæðiseftirlit samhliða rannsókn sinni,“ segir í tilkynningunni. Markmiðið sé að tryggja að sú úrbótavinna, sem þegar sé hafin í Reykjadal fyrir sumarið, skili sér í betri þjónustu. Þetta sé forgangsverkefni. Mönnunin er eitt sem hefur verið til skoðunar, en fram kemur í skýrslunni að mikið álag hafi verið á starfseminni. Þurfi starfsmannafjöldi að taka nægilega mið af umönnunarþyngd og álagspunktum starfseminnar. Enn fremur segir: „Þá hefur stofnunin fengið upplýsingar um innleiðingu verkferla um fyrstu viðbrögð starfsmanna þegar upp kemur grunur um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni sem dvelur í Reykjadal sem og fræðslu og þjálfun í beitingu verkferlanna.“ Þá hefur GEV haft samband við rekstraraðila annarra sumarbúða fyrir börn á Íslandi til að kanna stöðu leyfa og gæði þjónustunnar. Tilgangurinn sé að fara yfir viðbragðáætlanir og skoða siðareglur ef upp kemur grunur um einelti eða ofbeldi af hvaða tagi sem er. Gerð verður gæðaúttekt á mönnun, þjálfun og fræðslu til starfsmanna. Skýrsluna má finna hér að neðan. Tengd skjöl Skýrsla_um_ReykjadalPDF722KBSækja skjal Kynferðisofbeldi Mosfellsbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
GEV gerir kröfur um margvíslegar umbætur á starfsemi sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal til að koma í veg fyrir sambærileg atvik. Einnig til að tryggja gæði þjónustunnar sem þar er veitt. „Má þar t.a.m. nefna skýrari verklagsreglur um hvernig eftirliti og viðveru starfsmanna skuli vera háttað svo notandi þjónustu sé ekki skilinn eftir án eftirlits og sömuleiðis skýrari verklagsreglur um fyrstu viðbrögð starfsmanna þegar upp kemur grunur um kynferðislegt ofbeldi,“ segir í tilkynningu GEV. Skilaboð um að hringja ekki í lögreglu Atvikið átti sér stað síðasta sumar, á heimfarardegi stúlkunnar í sumarbúðunum. Maðurinn, sem er með mikla fötlun og þroskaskerðingu, var að starfa í gegnum sérúrræði við að sinna dýrum og útiverkum. Í umfjöllun Heimildarinnar um málið kemur fram að maðurinn hafi snert einkastaði stúlkunnar í lokuðu herbergi. Þegar komið var að honum hljóp hann í burtu og stúlkan sagði frá því sem hafði gerst. Yfirmenn Reykjadals leituðu til framkvæmdastjóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og spurðu hvort hringja skyldi í lögreglu. Samkvæmt heimildum Vísis sagði framkvæmdastjórinn þeim að hringja ekki í lögreglu. Starfsmannafjöldi verði nægur „Í ljósi þess hve alvarlegur misbrestur varð á fyrstu viðbrögðum starfsmanna og stjórnenda í Reykjadal og SLF þegar málið kom upp, ákvað GEV að hefja frumkvæðiseftirlit samhliða rannsókn sinni,“ segir í tilkynningunni. Markmiðið sé að tryggja að sú úrbótavinna, sem þegar sé hafin í Reykjadal fyrir sumarið, skili sér í betri þjónustu. Þetta sé forgangsverkefni. Mönnunin er eitt sem hefur verið til skoðunar, en fram kemur í skýrslunni að mikið álag hafi verið á starfseminni. Þurfi starfsmannafjöldi að taka nægilega mið af umönnunarþyngd og álagspunktum starfseminnar. Enn fremur segir: „Þá hefur stofnunin fengið upplýsingar um innleiðingu verkferla um fyrstu viðbrögð starfsmanna þegar upp kemur grunur um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni sem dvelur í Reykjadal sem og fræðslu og þjálfun í beitingu verkferlanna.“ Þá hefur GEV haft samband við rekstraraðila annarra sumarbúða fyrir börn á Íslandi til að kanna stöðu leyfa og gæði þjónustunnar. Tilgangurinn sé að fara yfir viðbragðáætlanir og skoða siðareglur ef upp kemur grunur um einelti eða ofbeldi af hvaða tagi sem er. Gerð verður gæðaúttekt á mönnun, þjálfun og fræðslu til starfsmanna. Skýrsluna má finna hér að neðan. Tengd skjöl Skýrsla_um_ReykjadalPDF722KBSækja skjal
Kynferðisofbeldi Mosfellsbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira