Fagna sumarblíðunni en bíða eftir ferðamönnunum Árni Sæberg skrifar 1. júní 2023 16:00 Hallormsstaðaskógur er góður áfangastaður þessa dagana. Vísir/Vilhelm Sumarið virðist vera gengið í garð á Austurlandi, hiti mældist hæstur 21 gráða við Egilsstaðaflugvöll í vikunni og veður verður milt og gott víða fyrir austan út vikuna hið minnsta. Ferðaþjónustuaðilar eru spenntir fyrir sumrinu. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að vorið hefur verið með versta móti á stærstum hluta landsins. Mikil vætutíð hefur verið og hiti hefur sjaldan farið í tveggja stafa tölur. Austfirðingar hafa hins vegar fengið að njóta ágætisvors og sumarið er skollið á með krafti fyrir austan. Tuttugu og einnar gráðu hiti mældist á Egilsstöðum á dögunum og fimmtán til nítján gráðu hita og hægviðri er spáð út vikuna. Aðstoðarskógarvörður á Hallormsstað og umsjónarmaður tjaldstæðanna í Atlavík og Höfðavík segir þó að ferðasumarið sé ekki alveg hafið. „Það er svona að byrja. Þó að það komi hitatölur oft í maí, þá er ekkert mikill fjöldi sem kemur. Við rekum þetta tjaldstæði sem fær sjötíu til áttatíu prósent Íslendinga og Íslendingarnir eru auðvitað ekkert komnir í sumarfrí, ekki nema einn og einn. Svo helgarnar eru stærri á þessum tíma og virku dagarnir eru í rauninni minni,“ segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir. Skógurinn orðinn fagurgrænn Bergrún Arna segir vorið hafa verið gott fyrir austan og að Hallormsstaðaskógur komi vel undan vetri. „Við erum auðvitað búin að vera með mjög gott vor og tjaldstæðið kemur mjög vel undan vetri og skógurinn er að verða mjög fallegur. Birkið fer að verða fullútsprungið og hann er orðinn grænn og fallegur skógurinn. Mikil gróska í honum,“ segir hún. Þá segir hún að mikil sókn hafi verið í markaðssetningu Austurlands sem áfangastaðar fyrir erlenda ferðamenn. Þeir hafi hingað til síður lagt leið sína alla leið austur en nú sé það að breytast. Svæðið sé þó enn sem áður kjörinn áfangastaður fyrir Íslendinga sem vilja ferðast innanlands. „Á Austurlandi er mjög fjölbreytt náttúra. Við erum með skóg, við erum með jökla, við erum með þvílíkt magn af fossum. Í Covid-árunum þá fengum við mjög mikið af Íslendingum á Austurland og þeir voru að uppgötva að þetta svæði hefur marga kosti, bæði til að fara í gönguferðir og að njóta náttúrunnar á margvíslegan hátt. Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að vorið hefur verið með versta móti á stærstum hluta landsins. Mikil vætutíð hefur verið og hiti hefur sjaldan farið í tveggja stafa tölur. Austfirðingar hafa hins vegar fengið að njóta ágætisvors og sumarið er skollið á með krafti fyrir austan. Tuttugu og einnar gráðu hiti mældist á Egilsstöðum á dögunum og fimmtán til nítján gráðu hita og hægviðri er spáð út vikuna. Aðstoðarskógarvörður á Hallormsstað og umsjónarmaður tjaldstæðanna í Atlavík og Höfðavík segir þó að ferðasumarið sé ekki alveg hafið. „Það er svona að byrja. Þó að það komi hitatölur oft í maí, þá er ekkert mikill fjöldi sem kemur. Við rekum þetta tjaldstæði sem fær sjötíu til áttatíu prósent Íslendinga og Íslendingarnir eru auðvitað ekkert komnir í sumarfrí, ekki nema einn og einn. Svo helgarnar eru stærri á þessum tíma og virku dagarnir eru í rauninni minni,“ segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir. Skógurinn orðinn fagurgrænn Bergrún Arna segir vorið hafa verið gott fyrir austan og að Hallormsstaðaskógur komi vel undan vetri. „Við erum auðvitað búin að vera með mjög gott vor og tjaldstæðið kemur mjög vel undan vetri og skógurinn er að verða mjög fallegur. Birkið fer að verða fullútsprungið og hann er orðinn grænn og fallegur skógurinn. Mikil gróska í honum,“ segir hún. Þá segir hún að mikil sókn hafi verið í markaðssetningu Austurlands sem áfangastaðar fyrir erlenda ferðamenn. Þeir hafi hingað til síður lagt leið sína alla leið austur en nú sé það að breytast. Svæðið sé þó enn sem áður kjörinn áfangastaður fyrir Íslendinga sem vilja ferðast innanlands. „Á Austurlandi er mjög fjölbreytt náttúra. Við erum með skóg, við erum með jökla, við erum með þvílíkt magn af fossum. Í Covid-árunum þá fengum við mjög mikið af Íslendingum á Austurland og þeir voru að uppgötva að þetta svæði hefur marga kosti, bæði til að fara í gönguferðir og að njóta náttúrunnar á margvíslegan hátt.
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira