Fagna sumarblíðunni en bíða eftir ferðamönnunum Árni Sæberg skrifar 1. júní 2023 16:00 Hallormsstaðaskógur er góður áfangastaður þessa dagana. Vísir/Vilhelm Sumarið virðist vera gengið í garð á Austurlandi, hiti mældist hæstur 21 gráða við Egilsstaðaflugvöll í vikunni og veður verður milt og gott víða fyrir austan út vikuna hið minnsta. Ferðaþjónustuaðilar eru spenntir fyrir sumrinu. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að vorið hefur verið með versta móti á stærstum hluta landsins. Mikil vætutíð hefur verið og hiti hefur sjaldan farið í tveggja stafa tölur. Austfirðingar hafa hins vegar fengið að njóta ágætisvors og sumarið er skollið á með krafti fyrir austan. Tuttugu og einnar gráðu hiti mældist á Egilsstöðum á dögunum og fimmtán til nítján gráðu hita og hægviðri er spáð út vikuna. Aðstoðarskógarvörður á Hallormsstað og umsjónarmaður tjaldstæðanna í Atlavík og Höfðavík segir þó að ferðasumarið sé ekki alveg hafið. „Það er svona að byrja. Þó að það komi hitatölur oft í maí, þá er ekkert mikill fjöldi sem kemur. Við rekum þetta tjaldstæði sem fær sjötíu til áttatíu prósent Íslendinga og Íslendingarnir eru auðvitað ekkert komnir í sumarfrí, ekki nema einn og einn. Svo helgarnar eru stærri á þessum tíma og virku dagarnir eru í rauninni minni,“ segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir. Skógurinn orðinn fagurgrænn Bergrún Arna segir vorið hafa verið gott fyrir austan og að Hallormsstaðaskógur komi vel undan vetri. „Við erum auðvitað búin að vera með mjög gott vor og tjaldstæðið kemur mjög vel undan vetri og skógurinn er að verða mjög fallegur. Birkið fer að verða fullútsprungið og hann er orðinn grænn og fallegur skógurinn. Mikil gróska í honum,“ segir hún. Þá segir hún að mikil sókn hafi verið í markaðssetningu Austurlands sem áfangastaðar fyrir erlenda ferðamenn. Þeir hafi hingað til síður lagt leið sína alla leið austur en nú sé það að breytast. Svæðið sé þó enn sem áður kjörinn áfangastaður fyrir Íslendinga sem vilja ferðast innanlands. „Á Austurlandi er mjög fjölbreytt náttúra. Við erum með skóg, við erum með jökla, við erum með þvílíkt magn af fossum. Í Covid-árunum þá fengum við mjög mikið af Íslendingum á Austurland og þeir voru að uppgötva að þetta svæði hefur marga kosti, bæði til að fara í gönguferðir og að njóta náttúrunnar á margvíslegan hátt. Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að vorið hefur verið með versta móti á stærstum hluta landsins. Mikil vætutíð hefur verið og hiti hefur sjaldan farið í tveggja stafa tölur. Austfirðingar hafa hins vegar fengið að njóta ágætisvors og sumarið er skollið á með krafti fyrir austan. Tuttugu og einnar gráðu hiti mældist á Egilsstöðum á dögunum og fimmtán til nítján gráðu hita og hægviðri er spáð út vikuna. Aðstoðarskógarvörður á Hallormsstað og umsjónarmaður tjaldstæðanna í Atlavík og Höfðavík segir þó að ferðasumarið sé ekki alveg hafið. „Það er svona að byrja. Þó að það komi hitatölur oft í maí, þá er ekkert mikill fjöldi sem kemur. Við rekum þetta tjaldstæði sem fær sjötíu til áttatíu prósent Íslendinga og Íslendingarnir eru auðvitað ekkert komnir í sumarfrí, ekki nema einn og einn. Svo helgarnar eru stærri á þessum tíma og virku dagarnir eru í rauninni minni,“ segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir. Skógurinn orðinn fagurgrænn Bergrún Arna segir vorið hafa verið gott fyrir austan og að Hallormsstaðaskógur komi vel undan vetri. „Við erum auðvitað búin að vera með mjög gott vor og tjaldstæðið kemur mjög vel undan vetri og skógurinn er að verða mjög fallegur. Birkið fer að verða fullútsprungið og hann er orðinn grænn og fallegur skógurinn. Mikil gróska í honum,“ segir hún. Þá segir hún að mikil sókn hafi verið í markaðssetningu Austurlands sem áfangastaðar fyrir erlenda ferðamenn. Þeir hafi hingað til síður lagt leið sína alla leið austur en nú sé það að breytast. Svæðið sé þó enn sem áður kjörinn áfangastaður fyrir Íslendinga sem vilja ferðast innanlands. „Á Austurlandi er mjög fjölbreytt náttúra. Við erum með skóg, við erum með jökla, við erum með þvílíkt magn af fossum. Í Covid-árunum þá fengum við mjög mikið af Íslendingum á Austurland og þeir voru að uppgötva að þetta svæði hefur marga kosti, bæði til að fara í gönguferðir og að njóta náttúrunnar á margvíslegan hátt.
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira