Enski boltinn

Fær langan lista vandamála frá Lampard: „Þurfa allir að taka ábyrgð“

Aron Guðmundsson skrifar
Frank Lampard stýrði sínum síðasta leik hjá Chelsea í gær
Frank Lampard stýrði sínum síðasta leik hjá Chelsea í gær Vísir/Getty

Frank Lampard, sem var bráða­birgða­stjóri Chelsea um sex vikna skeið á ný­af­stöðnu tíma­bili, segir mikið að hjá fé­laginu um þessar mundir. Nú þurfi allir að taka á­byrgð og róa í sömu átt.

Þrátt fyrir mikla fjár­festingu í leik­manna­hópi sínum endaði Chelsea að­eins í 12. sæti ensku úr­vals­deildarinnar.

Liðið hefur verið í ó­trú­legu basli undan­farna mánuði.

„Það er mikil vinna fram undan. Það er mín niður­staða eftir sex vikur í starfi hér. Standardinn hjá Chelsea hefur beðið hnekki. Ég get verið hrein­skilinn með þetta vegna þess að þetta var minn síðasti leikur hjá fé­laginu,“ sagði Lampard í við­tali við Sky Sports eftir leik Chelsea og New­cast­le United í gær.

Ef standardinn sé ekki í lagi hjá fé­lagi eins og Chelsea þá muni það reynast erfitt fyrir fé­lagið að berjast við bestu lið ensku úr­vals­deildarinnar.

Hann segir skorta upp á sam­heldnina inn í búnings­her­bergi liðsins. Leik­menn þurfi að keyra hvorn annan á­fram.

„Þegar að ég kom inn sem bráða­birgða­stjóri sá ég um leið að það vantaði mikið upp á. Auð­vitað getur góður knatt­spyrnu­stjóri hjálpað mikið til en nú þurfa allir að taka á­byrgð.“

Mauricio Pochettino mun taka við sem knatt­spyrnu­stjóri Chelsea og mun hann vafa­laust fá langan lista fá Lampard um það sem honum finnst þurfa að laga hjá fé­laginu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.