Íslenski boltinn

Minntust Egils Hrafns á tákn­rænan hátt

Aron Guðmundsson skrifar
Leikmenn Fylkis heiðruðu minningu Egils Hrafns á táknrænan hátt
Leikmenn Fylkis heiðruðu minningu Egils Hrafns á táknrænan hátt Vísir/Skjáskot

Leik­menn Bestu deildar liðs Fylkis heiðruðu í gær minningu hins 17 ára gamla Egils Hrafns Gústafs­sonar sem féll frá á dögunum.

Egill Hrafn var Fylki­s­maður í húð og hár. Hann komst í fréttirnar árið 2015 er hann safnaði 1100 krónum fyrir knatt­spyrnu­deild fé­lagsins. Egill var á þeim tíma nú ára gamall en auk þess að vera stuðnings­maður Fylkis var Egill líka iðkandi hjá fé­laginu.

Fylkir tók á móti ÍBV í Bestu deild karla í gær og á 31. mínútu jafnaði Orri Sveinn Stefáns­son metin fyrir Fylki­s­menn.

Leik­menn Fylkis fögnuðu með því að hlaupa í áttina að á­horf­enda­stúkunni á Wurth vellinum og taka upp treyju í Fylkislitunum.

Á henni mátti sjá nafn Egils Hrafn og þá var einnig búið að teikna hjarta á treyjuna. Virki­lega fal­lega gert hjá Fylki.

Klippa: Fylkismenn minntust Egils Hrafns



Fleiri fréttir

Sjá meira


×