Enski boltinn

Dag­ný efst í vali stuðnings­manna West Ham

Aron Guðmundsson skrifar
Dagný er fyrirliði West Ham United
Dagný er fyrirliði West Ham United Vísir/Getty

Ís­lenska lands­liðs­konan í knatt­spyrnu, Dag­ný Brynjars­dóttir, hefur verið valinn besti leik­maður tíma­bilsins hjá West Ham United. Frá þessu er greint í til­kynningu á heima­síðu fé­lagsins.

Dagný er fyrirliði liðsins en það eru stuðningsmenn félagsins sem völdu hana leikmann tímabilsins. Dagný spilaði 27 leiki á tímabilinu með West Ham og skoraði ellefu mörk.

Þetta er í fyrsta skipti sem Dagný hlýtur þessa nafnbótina besti leikmaður tímabilsins hjá West Ham United en ljóst að hún er vel að henni komin. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.