Leikurinn hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Útsendingin hefst klukkan 17.50.
Þetta er fyrsti heimaleikur KA á móti Víkingum siðan að Hallgrímur Jónasson tók við þjálfun liðsins af Arnari Grétarssyni.
Víkingum hefur liðið mjög vel á Akureyri undanfarin ár og hafa náð í tíu af tólf mögulegum stigum síðan að Arnar Gunnlaugsson tók við þjálfun liðsins.
Í síðustu fjórum leikjum liðanna fyrir norðan eru Víkingar með tíu stig en KA-menn aðeins eitt. Markatalan er 8-5, Víkingum í vil.
- Síðustu leikir KA og Víkings á Akureyri í efstu deild:
- 2022: Víkingur vann 3-2
- 2021: Víkingur vann 1-0
- 2020: Markalaust jafntefli
- 2019: Víkingur vann 4-3
- 2018: KA vann 4-1
KA vann síðast heimaleik á móti Víkingi í efstu deild þegar liðið mættust á Akureyrarvelli 3. júní 2018.
KA vann leikinn 4-1 þar sem núverandi leikmenn Hallgrímur Mar Steingrímsson og Ásgeir Sigurgeirsson voru báðir meðal markaskorara.
Hallgrímur Jónasson skoraði þriðja mark KA á 54. mínútu og kom liðinu í 3-0. Þetta var sögulegt mark fyrir Hallgríms því þetta er hans síðasta mark í efstu deild á Íslandi.
Markið skoraði Hallgrímur með skalla á fjærstöng eftir stoðsendingu frá Hallgrími Mar Steingrímssyni sem var með eitt mark og tvær stoðsendingar á móti sínum gömlu félögum.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum.