„Drukkum allt áfengið í Manchester“ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2023 12:30 Kevin De Bruyne fagnaði sínum fimmta Englandsmeistaratitli á meðan að Kalvin Philipps fagnaði sínum fyrsta. Getty/Michael Regan Pep Guardiola var nokkuð ánægður með lærisveina sína í Manchester City í gærkvöld, þrátt fyrir 1-1 jafntefli við Brighton, í ljósi þess að þeir hefðu þremur dögum áður „klárað allt áfengið í Manchester-borg“. City-menn urðu Englandsmeistarar þriðja árið í röð á laugardaginn, þegar Arsenal tapaði fyrir Nottingham Forest, og fengu verðlaun sín afhent eftir sigurleik gegn Chelsea á sunnudag. City átti þá enn eftir frestaðan leik við Brighton og svo leik við Brentford í lokaumferðinni næsta sunnudag, en Guardiola gaf að sjálfsögðu grænt ljós á það að leikmenn fögnuðu ærlega á sunnudag. Það gæti hafa haft sín áhrif í 1-1 jafnteflinu við Brighton í gær, þó að Guardiola hafi sjálfur tekið því rólega á sunnudagskvöldið. „Klukkan 22.30 var ég kominn upp í rúm með konunni minni. Ég var alveg búinn á því. Ég horfði á Match of the Day og svo svaf ég eins og ungabarn. En ég veit að leikmennirnir gerðu það sem þeir áttu að gera. Þegar maður vinnur ensku úrvalsdeildina þá verður maður að fagna. Það gerðu þeir með fjölskyldum sínum, og nutu þess vel,“ sagði Guardiola. Leikmenn fengu að taka því rólega næstu tvo daga og Guardiola vonaðist til þess að þeir næðu að safna orku fyrir leikinn við Brighton. „Ég var svolítið áhyggjufullur um að við yrðum langt frá því sem við höfum verið að gera síðustu fjóra, fimm, sex mánuði. Við drukkum allt áfengið í Manchester fjörutíu tímum áður. En liðið var til staðar og ég er mjög ánægður. Ég vil nefnilega ekki að liðið falli eitthvað niður fyrir úrslitaleikina í bikarnum og Meistaradeild Evrópu. Við sýndum af hverju við erum besta lið Englands. Ég er mjög ánægður með það hvernig við erum enn sem lið eftir að hafa orðið meistarar,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
City-menn urðu Englandsmeistarar þriðja árið í röð á laugardaginn, þegar Arsenal tapaði fyrir Nottingham Forest, og fengu verðlaun sín afhent eftir sigurleik gegn Chelsea á sunnudag. City átti þá enn eftir frestaðan leik við Brighton og svo leik við Brentford í lokaumferðinni næsta sunnudag, en Guardiola gaf að sjálfsögðu grænt ljós á það að leikmenn fögnuðu ærlega á sunnudag. Það gæti hafa haft sín áhrif í 1-1 jafnteflinu við Brighton í gær, þó að Guardiola hafi sjálfur tekið því rólega á sunnudagskvöldið. „Klukkan 22.30 var ég kominn upp í rúm með konunni minni. Ég var alveg búinn á því. Ég horfði á Match of the Day og svo svaf ég eins og ungabarn. En ég veit að leikmennirnir gerðu það sem þeir áttu að gera. Þegar maður vinnur ensku úrvalsdeildina þá verður maður að fagna. Það gerðu þeir með fjölskyldum sínum, og nutu þess vel,“ sagði Guardiola. Leikmenn fengu að taka því rólega næstu tvo daga og Guardiola vonaðist til þess að þeir næðu að safna orku fyrir leikinn við Brighton. „Ég var svolítið áhyggjufullur um að við yrðum langt frá því sem við höfum verið að gera síðustu fjóra, fimm, sex mánuði. Við drukkum allt áfengið í Manchester fjörutíu tímum áður. En liðið var til staðar og ég er mjög ánægður. Ég vil nefnilega ekki að liðið falli eitthvað niður fyrir úrslitaleikina í bikarnum og Meistaradeild Evrópu. Við sýndum af hverju við erum besta lið Englands. Ég er mjög ánægður með það hvernig við erum enn sem lið eftir að hafa orðið meistarar,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti