Óttast ósigur Rússa og varar við byltingu heima fyrir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. maí 2023 07:37 Prigozhin hefur í fjölmiðlum verið kallaður „kokkur Pútíns“ en sagðist í viðtalinu ekki kunna að elda og að nær væri að kalla hann „slátrara Pútín“. AP „Við erum í stöðu þar sem við getum einfaldlega glatað Rússlandi,“ segir Yevgeniy Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, í viðtali við Konstantin Dolgov, einn þekktasta herbloggara Rússlands. „Við verðum að setja herlög. Við verðum, því miður, að tilkynna um nýjar bylgjur herkvaðninga. Við verðum að láta alla sem geta unnið vinna við að auka framleiðslu á skotfærum. Rússland verður að verða eins og Norður-Kórea í nokkur ár; það er að segja, loka landamærunum og vinna ötullega.“ Líkt og ofangreind ummæli Prigozhin bera með sér var dökkur tónn í viðtalinu, þar sem málaliðaforinginn sagðist hreinlega óttast að sú sviðsmynd yrði ofan á að Úkraínumönnum tækist með stuðningi Vesturlanda að hrekja Rússa burtu og jafnvel ná Krímskaga aftur á sitt vald. Ef Úkraínumenn hefðu átt 500 skriðdreka áður en Rússar réðust inn í landið, ættu þeir núna 5.000. Ef þeir hefðu átt 20.000 hermenn sem hefðu getað barist, ættu þeir núna 400.000, sagði Prigozhin. „Hvernig afvopnuðum við þá? Nú kemur í ljós að við erum búnir að hervæða þá.. fjandinn einn veit hvernig.“ Prigozhin hefur verið afar gagnrýninn á það hvernig hermálayfirvöld í Rússlandi hafa höndlað innrásina og er líklega í afar fámennum hópi fólks sem hefur komist upp með það. Í viðtalinu ítrekaði hann ást sína á móðurlandinu og hollustu sína við Vladimir Pútín Rússlandsforseta en skaut föstum skotum að elítu landsins. Sagði hann að sorg tugþúsunda skyldmenna látinna hermanna gæti náð suðupunkti og að stjórnvöld þyrftu að taka á reiði fólks og óánægju, sem væri enn meiri en ella vegna efnahagsástandsins í landinu. „Ráðlegging mín til rússnesku elítunnar: Takið syni ykkar og sendið þá á vígvöllinn. Og þegar þið farið í jarðarförina, þegar þið farið að jarða þá, þá mun fólk segja að þetta sé réttlátt,“ sagði Prigozhin. Hann sagði börn elítunnar þurfa að halda aftur af sér, annars væri hætta á byltingu; „þar sem hermennirnir rísa upp og síðan ástvinir þeirra“. Umfjöllun Washington Post. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31 Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. 22. maí 2023 08:01 Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
„Við verðum að setja herlög. Við verðum, því miður, að tilkynna um nýjar bylgjur herkvaðninga. Við verðum að láta alla sem geta unnið vinna við að auka framleiðslu á skotfærum. Rússland verður að verða eins og Norður-Kórea í nokkur ár; það er að segja, loka landamærunum og vinna ötullega.“ Líkt og ofangreind ummæli Prigozhin bera með sér var dökkur tónn í viðtalinu, þar sem málaliðaforinginn sagðist hreinlega óttast að sú sviðsmynd yrði ofan á að Úkraínumönnum tækist með stuðningi Vesturlanda að hrekja Rússa burtu og jafnvel ná Krímskaga aftur á sitt vald. Ef Úkraínumenn hefðu átt 500 skriðdreka áður en Rússar réðust inn í landið, ættu þeir núna 5.000. Ef þeir hefðu átt 20.000 hermenn sem hefðu getað barist, ættu þeir núna 400.000, sagði Prigozhin. „Hvernig afvopnuðum við þá? Nú kemur í ljós að við erum búnir að hervæða þá.. fjandinn einn veit hvernig.“ Prigozhin hefur verið afar gagnrýninn á það hvernig hermálayfirvöld í Rússlandi hafa höndlað innrásina og er líklega í afar fámennum hópi fólks sem hefur komist upp með það. Í viðtalinu ítrekaði hann ást sína á móðurlandinu og hollustu sína við Vladimir Pútín Rússlandsforseta en skaut föstum skotum að elítu landsins. Sagði hann að sorg tugþúsunda skyldmenna látinna hermanna gæti náð suðupunkti og að stjórnvöld þyrftu að taka á reiði fólks og óánægju, sem væri enn meiri en ella vegna efnahagsástandsins í landinu. „Ráðlegging mín til rússnesku elítunnar: Takið syni ykkar og sendið þá á vígvöllinn. Og þegar þið farið í jarðarförina, þegar þið farið að jarða þá, þá mun fólk segja að þetta sé réttlátt,“ sagði Prigozhin. Hann sagði börn elítunnar þurfa að halda aftur af sér, annars væri hætta á byltingu; „þar sem hermennirnir rísa upp og síðan ástvinir þeirra“. Umfjöllun Washington Post.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31 Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. 22. maí 2023 08:01 Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31
Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. 22. maí 2023 08:01
Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49