Enski boltinn

Sterling ekki í hópnum en Eze inn fyrir dyrnar

Sindri Sverrisson skrifar
Eberechi Eze í baráttu við Raheem Sterling í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Eze er kominn í enska landsliðshópinn en Sterling dottinn út.
Eberechi Eze í baráttu við Raheem Sterling í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Eze er kominn í enska landsliðshópinn en Sterling dottinn út. Getty/Darren Walsh

Miðjumaðurinn Eberechi Eze, leikmaður Crystal Palace, hefur verið valinn í enska landsliðið í fótbotla í fyrsta sinn, fyrir komandi leiki við Möltu og Norður-Makedóníu í júní, í undankeppni EM.

Raheem Sterling er aftur á móti ekki í landsliðshópnum en það er samkvæmt sameiginlegri ákvörðun Chelsea-mannsins og þjálfarans Gareth Southgate.

Eze hefur skorað sex mörk í síðustu átta leikjum með Crystal Palace og það fór ekki framhjá Southgate. Þjálfarinn valdi einnig Trent Alexander-Arnold, Tyrone Mings og Lewis Dunk á nýjan leik í hópinn sinn. Dunk á aðeins einn landsleik að baki, vináttuleik gegn Bandaríkjunum árið 2018.

Fimm leikmenn Manchester City eru í hópnum og koma þeir seinna en aðrir til æfinga vegna úrslitaleiksins við Inter í Meistaradeild Evrópu 10. júní. Hið sama á við um Declan Rice, fyrirliða West Ham, sem spilar gegn Fiorentina í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu 7. júní.

Fyrri leikur Englands í júní er við Möltu á útivelli 16. júní, og enska liðið tekur svo á móti Norður-Makedóníu á Old Trafford þremur dögum síðar. England vann Ítalíu og Úkraínu í fyrstu leikjum undankeppninnar í mars.

Enski hópurinn

Markmenn: Sam Johnstone (Crystal Palace), Jordan Pickford (Everton), Aaron Ramsdale (Arsenal)

Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Lewis Dunk (Brighton & Hove Albion), Marc Guehi (Crystal Palace), Harry Maguire (Manchester United), Tyrone Mings (Aston Villa), Luke Shaw (Manchester United), John Stones (Manchester City), Kieran Trippier (Newcastle United), Kyle Walker (Manchester City)

Miðjumenn: Jude Bellingham (Borussia Dortmund), Eberechi Eze (Crystal Palace), Conor Gallagher (Chelsea), Jordan Henderson (Liverpool), Kalvin Phillips (Manchester City), Declan Rice (West Ham United)

Sóknarmenn: Phil Foden (Manchester City), Jack Grealish (Manchester City), Harry Kane (Tottenham Hotspur), James Maddison (Leicester City), Marcus Rashford (Manchester United), Bukayo Saka (Arsenal), Callum Wilson (Newcastle United)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×