Fréttir

Leitað við stíflu í máli McCann

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Svæði við Arade stíflu hefur verið girt af
Svæði við Arade stíflu hefur verið girt af Vísir/EPA

Blásið hefur verið til leitar í lóni við stíflu í Portúgal í tengslum við mál Madeleine McCann. Stíflan er í um 50 km fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem fjölskyldan hennar dvaldi þegar McCann var numin á brott í maí 2007.

Lögreglan í Þýskalandi fór fram á leitina. Ástæðan er sú að Þjóðverjinn Christian Brückner, sem grunaður er í málinu, var tíður gestur á svæðinu í kringum lónið á þeim tíma sem McCann hvarf.

Svæði í kringum lónið sem spannar nær tvo kílómetra var girt af eftir hádegi í dag. Leitin á að hefjast á morgun og standa fram á fimmtudag.

Árið 2008 var í tvígang leitað við stífluna í máli McCann, án árangurs.

Hinn 45 ára Brückner hlaut í fyrra stöðu grunaðs í málinu. Brückner situr sem stendur í fangelsi fyrir nauðgun sem hann framdi árið 2005 í Portúgal. Hann bjó nálægt hótelinu sem fjölskylda McCann dvaldi á í maí 2007. Brückner hefur neitað aðkomu sinni að hvarfi McCann.


Tengdar fréttir

Liggur formlega undir grun vegna hvarfs Madeleine McCann

Saksóknarar í Portúgal hafa nú tilkynnt að þýskur karlmaður liggi undir grun í tengslum við hvarf Madeleine McCann árið 2007. Þetta er í fyrsta sinn sem portúgölsk yfirvöld hafa tilkynnt að einhver liggi formlega undir grun í málinu frá því að foreldrar Madeleine lágu undir grun árið 2007.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×