Sjáðu axlar- og bakmark í Eyjum, „eldrauða spjaldið“ og neglur Atla og Gísla Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2023 09:07 Theódór Elmar Bjarnason skoraði fyrir KR í sigrinum dýrmæta gegn Fram í gærkvöld. vísir/Anton Það var nóg um að vera í áttundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta sem lauk í gær. KR vann langþráðan sigur gegn Fram, Víkingur jók forskot sitt á toppnum og Keflavík fór á botninn þrátt fyrir markalaust jafntefli við Val. Í gærkvöldi fóru fram þrír leikir og þar unnu KR-ingar loks sinn annan sigur á tímabilinu, 2-1, eftir langa markaþurrð. Atli Sigurjónsson skoraði fyrra mark KR með glæsilegu skoti og vann svo boltann af Brynjari Gauta Guðjónssyni til að leggja upp seinna markið fyrir Theódór Elmar Bjarnason. Brynjar Gauti átti heiðurinn að marki Fram sem var sjálfsmark gestanna. Klippa: Fram- KR Í Eyjum unnu FH-ingar dramatískan sigur, 3-2, þar sem að sigurmarkið var í raun sjálfsmark Guy Smit en skot Davíðs Snæs Jóhannssonar fór í stöngina og bakið á markverðinum. Áður höfðu Hermann Þór Ragnarsson og Alex Freyr Hilmarsson skorað fyrir ÍBV og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Steven Lennon, sem skoraði með öxlinni, skorað fyrir FH. Hermann fékk rauða spjaldið á 80. mínútu. Klippa: ÍBV - FH Í Garðabæ var mikið fjör í endurkomu þjálfarans Rúnars Páls Sigmundssonar, en Stjarnan og Fylkir enduðu á að gera 2-2 jafntefli þar sem Emil Atlason jafnaði metin í uppbótartíma. Ísak Andri Sigurgeirsson hafði komið STjörnunni yfir en Pétur Bjarnason jafnaði metin og lagði svo upp mark fyrir Nikulás Val Gunnarsson á 85. mínútu. Klippa: Stjarnan - Fylkir Á sunnudag unnu Víkingar 2-1 sigur gegn HK í Kórnum, með mörkum frá Viktori Örlygi Andrason og Nikolaj Hansen, en Eyþór Aron Wöhler minnkaði muninn í lokin eftir að Víkingar höfðu misst Karl Friðleif Gunnarsson af velli með rautt spjald, fyrir brot á Eyþóri. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Karls, lýsti því broti þannig að það hefði verðskuldað eldrautt spjald. Klippa: HK - Víkingur Valur og Keflavík gerðu markalaust jafntefli eins og fyrr segir en Breiðabik fagnaði 2-0 sigri gegn KA í fyrsta leik sínum á nýja gervigrasinu á Kópavogsvelli. Gísli Eyjólfsson var aðalmaðurinn í sigrinum en hann fiskaði víti sem Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr, og skoraði svo magnað mark eftir langan sprett með skoti í þverslána og inn. Klippa: Breiðablik - KA Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Í gærkvöldi fóru fram þrír leikir og þar unnu KR-ingar loks sinn annan sigur á tímabilinu, 2-1, eftir langa markaþurrð. Atli Sigurjónsson skoraði fyrra mark KR með glæsilegu skoti og vann svo boltann af Brynjari Gauta Guðjónssyni til að leggja upp seinna markið fyrir Theódór Elmar Bjarnason. Brynjar Gauti átti heiðurinn að marki Fram sem var sjálfsmark gestanna. Klippa: Fram- KR Í Eyjum unnu FH-ingar dramatískan sigur, 3-2, þar sem að sigurmarkið var í raun sjálfsmark Guy Smit en skot Davíðs Snæs Jóhannssonar fór í stöngina og bakið á markverðinum. Áður höfðu Hermann Þór Ragnarsson og Alex Freyr Hilmarsson skorað fyrir ÍBV og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Steven Lennon, sem skoraði með öxlinni, skorað fyrir FH. Hermann fékk rauða spjaldið á 80. mínútu. Klippa: ÍBV - FH Í Garðabæ var mikið fjör í endurkomu þjálfarans Rúnars Páls Sigmundssonar, en Stjarnan og Fylkir enduðu á að gera 2-2 jafntefli þar sem Emil Atlason jafnaði metin í uppbótartíma. Ísak Andri Sigurgeirsson hafði komið STjörnunni yfir en Pétur Bjarnason jafnaði metin og lagði svo upp mark fyrir Nikulás Val Gunnarsson á 85. mínútu. Klippa: Stjarnan - Fylkir Á sunnudag unnu Víkingar 2-1 sigur gegn HK í Kórnum, með mörkum frá Viktori Örlygi Andrason og Nikolaj Hansen, en Eyþór Aron Wöhler minnkaði muninn í lokin eftir að Víkingar höfðu misst Karl Friðleif Gunnarsson af velli með rautt spjald, fyrir brot á Eyþóri. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Karls, lýsti því broti þannig að það hefði verðskuldað eldrautt spjald. Klippa: HK - Víkingur Valur og Keflavík gerðu markalaust jafntefli eins og fyrr segir en Breiðabik fagnaði 2-0 sigri gegn KA í fyrsta leik sínum á nýja gervigrasinu á Kópavogsvelli. Gísli Eyjólfsson var aðalmaðurinn í sigrinum en hann fiskaði víti sem Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr, og skoraði svo magnað mark eftir langan sprett með skoti í þverslána og inn. Klippa: Breiðablik - KA Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira