Karl Friðleifur hafi verðskuldað „eldrautt spjald“ Aron Guðmundsson og Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifa 21. maí 2023 22:00 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Vísir/Hulda Margrét Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings Reykjavíkur, var létt eftir 2-1 sigur liðsins gegn HK á útivelli í Bestu deildinni í kvöld. HK-ingar herjuðu á Víkinga undir lok leiks en þeir léku síðasta stundarfjórðunginn einum manni færri eftir verðskuldað rautt spjald Karls Friðleifs að mati Arnars. „Þetta er léttir og ég er þvílíkt ánægður með sigurinn því þetta er erfiður útivöllur, sagði Arnar í viðtali við Kristínu Björk Ingimarsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leik. Mér fannst fyrri hálfleikurinn nánast fullkominn af okkar hálfu. Við höfðum fullkomna stjórn á öllum aðstæðum en til að láta mér líða betur í hálfleik hefði ég alveg verið til í að vera tveimur til þremur mörkum yfir.“ Arnar segist hafa látið sína menn vita af því í hálfleik að leikar myndu æsast. „HK hafði í raun og veru engu að tapa. Þeir fóru að dæla fram lengri boltum, urðu agressífari og voru að vinna seinni bolta. Mér fannst við hins vegar verjast ágætlega en svo varð þetta bara að nauðvörn hjá okkur eftir að Karl Friðleifur var rekinn af velli.“ Á 78.mínútu fékk Karl Friðleifur Gunnarsson að líta beint rautt spjald eftir brot á Eyþóri Wöhler. Karl kom fór allt of seint í tæklinguna og telur Arnar að um réttan dóm hafi verið að ræða. „Mér fannst þetta bara eldrautt spjald. Hann var seinn í tæklinguna en mögulega, til að verja mína menn, fannst mér eins og að einhverjum sekúndum áður hafi verið brotið á Erlingi. Það var ýtt í bakið á honum en dómarinn lét leikinn ganga. Mögulega var Karl Friðleifur kannski eitthvað pirraður yfir því en mér fannst þetta vera klárt rautt spjald.“ Víkingar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu átta leiki tímabilsins. Er þetta eitthvað sem lagt var upp með fyrir tímabilið? „Auðvitað viltu vinna alla leiki sem þú ferð í en ég væri kannski að ljúga því ef ég myndi segja núna að ég hefði haft trú á því að við myndum vinna alla átta fyrstu leiki okkar því þetta er gríðarlega sterkt mót með mörgum mismunandi áskorunum. Ekki bara hvað varðar gæði liðanna heldur einnig á þeim útivöllum sem við höfum spilað á. Við fórum til Eyja og spiluðum við erfiðar aðstæður, þá er líka alltaf mjög erfitt að koma hingað inn í Kórinn. Nú tekur við annað krefjandi tímabil með þremur afar erfiðum leikjum gegn KA úti, Val heima og Breiðablik úti. Þetta er algjör veisla og við þurfum bara að halda fókus. Taka einn leik í einu og ekkert vera að horfa á hvað önnur lið eru að gera. Við erum bara í góðum málum eins og staðan er í dag.“ Besta deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
„Þetta er léttir og ég er þvílíkt ánægður með sigurinn því þetta er erfiður útivöllur, sagði Arnar í viðtali við Kristínu Björk Ingimarsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leik. Mér fannst fyrri hálfleikurinn nánast fullkominn af okkar hálfu. Við höfðum fullkomna stjórn á öllum aðstæðum en til að láta mér líða betur í hálfleik hefði ég alveg verið til í að vera tveimur til þremur mörkum yfir.“ Arnar segist hafa látið sína menn vita af því í hálfleik að leikar myndu æsast. „HK hafði í raun og veru engu að tapa. Þeir fóru að dæla fram lengri boltum, urðu agressífari og voru að vinna seinni bolta. Mér fannst við hins vegar verjast ágætlega en svo varð þetta bara að nauðvörn hjá okkur eftir að Karl Friðleifur var rekinn af velli.“ Á 78.mínútu fékk Karl Friðleifur Gunnarsson að líta beint rautt spjald eftir brot á Eyþóri Wöhler. Karl kom fór allt of seint í tæklinguna og telur Arnar að um réttan dóm hafi verið að ræða. „Mér fannst þetta bara eldrautt spjald. Hann var seinn í tæklinguna en mögulega, til að verja mína menn, fannst mér eins og að einhverjum sekúndum áður hafi verið brotið á Erlingi. Það var ýtt í bakið á honum en dómarinn lét leikinn ganga. Mögulega var Karl Friðleifur kannski eitthvað pirraður yfir því en mér fannst þetta vera klárt rautt spjald.“ Víkingar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu átta leiki tímabilsins. Er þetta eitthvað sem lagt var upp með fyrir tímabilið? „Auðvitað viltu vinna alla leiki sem þú ferð í en ég væri kannski að ljúga því ef ég myndi segja núna að ég hefði haft trú á því að við myndum vinna alla átta fyrstu leiki okkar því þetta er gríðarlega sterkt mót með mörgum mismunandi áskorunum. Ekki bara hvað varðar gæði liðanna heldur einnig á þeim útivöllum sem við höfum spilað á. Við fórum til Eyja og spiluðum við erfiðar aðstæður, þá er líka alltaf mjög erfitt að koma hingað inn í Kórinn. Nú tekur við annað krefjandi tímabil með þremur afar erfiðum leikjum gegn KA úti, Val heima og Breiðablik úti. Þetta er algjör veisla og við þurfum bara að halda fókus. Taka einn leik í einu og ekkert vera að horfa á hvað önnur lið eru að gera. Við erum bara í góðum málum eins og staðan er í dag.“
Besta deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira