Karl Friðleifur hafi verðskuldað „eldrautt spjald“ Aron Guðmundsson og Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifa 21. maí 2023 22:00 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Vísir/Hulda Margrét Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings Reykjavíkur, var létt eftir 2-1 sigur liðsins gegn HK á útivelli í Bestu deildinni í kvöld. HK-ingar herjuðu á Víkinga undir lok leiks en þeir léku síðasta stundarfjórðunginn einum manni færri eftir verðskuldað rautt spjald Karls Friðleifs að mati Arnars. „Þetta er léttir og ég er þvílíkt ánægður með sigurinn því þetta er erfiður útivöllur, sagði Arnar í viðtali við Kristínu Björk Ingimarsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leik. Mér fannst fyrri hálfleikurinn nánast fullkominn af okkar hálfu. Við höfðum fullkomna stjórn á öllum aðstæðum en til að láta mér líða betur í hálfleik hefði ég alveg verið til í að vera tveimur til þremur mörkum yfir.“ Arnar segist hafa látið sína menn vita af því í hálfleik að leikar myndu æsast. „HK hafði í raun og veru engu að tapa. Þeir fóru að dæla fram lengri boltum, urðu agressífari og voru að vinna seinni bolta. Mér fannst við hins vegar verjast ágætlega en svo varð þetta bara að nauðvörn hjá okkur eftir að Karl Friðleifur var rekinn af velli.“ Á 78.mínútu fékk Karl Friðleifur Gunnarsson að líta beint rautt spjald eftir brot á Eyþóri Wöhler. Karl kom fór allt of seint í tæklinguna og telur Arnar að um réttan dóm hafi verið að ræða. „Mér fannst þetta bara eldrautt spjald. Hann var seinn í tæklinguna en mögulega, til að verja mína menn, fannst mér eins og að einhverjum sekúndum áður hafi verið brotið á Erlingi. Það var ýtt í bakið á honum en dómarinn lét leikinn ganga. Mögulega var Karl Friðleifur kannski eitthvað pirraður yfir því en mér fannst þetta vera klárt rautt spjald.“ Víkingar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu átta leiki tímabilsins. Er þetta eitthvað sem lagt var upp með fyrir tímabilið? „Auðvitað viltu vinna alla leiki sem þú ferð í en ég væri kannski að ljúga því ef ég myndi segja núna að ég hefði haft trú á því að við myndum vinna alla átta fyrstu leiki okkar því þetta er gríðarlega sterkt mót með mörgum mismunandi áskorunum. Ekki bara hvað varðar gæði liðanna heldur einnig á þeim útivöllum sem við höfum spilað á. Við fórum til Eyja og spiluðum við erfiðar aðstæður, þá er líka alltaf mjög erfitt að koma hingað inn í Kórinn. Nú tekur við annað krefjandi tímabil með þremur afar erfiðum leikjum gegn KA úti, Val heima og Breiðablik úti. Þetta er algjör veisla og við þurfum bara að halda fókus. Taka einn leik í einu og ekkert vera að horfa á hvað önnur lið eru að gera. Við erum bara í góðum málum eins og staðan er í dag.“ Besta deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
„Þetta er léttir og ég er þvílíkt ánægður með sigurinn því þetta er erfiður útivöllur, sagði Arnar í viðtali við Kristínu Björk Ingimarsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leik. Mér fannst fyrri hálfleikurinn nánast fullkominn af okkar hálfu. Við höfðum fullkomna stjórn á öllum aðstæðum en til að láta mér líða betur í hálfleik hefði ég alveg verið til í að vera tveimur til þremur mörkum yfir.“ Arnar segist hafa látið sína menn vita af því í hálfleik að leikar myndu æsast. „HK hafði í raun og veru engu að tapa. Þeir fóru að dæla fram lengri boltum, urðu agressífari og voru að vinna seinni bolta. Mér fannst við hins vegar verjast ágætlega en svo varð þetta bara að nauðvörn hjá okkur eftir að Karl Friðleifur var rekinn af velli.“ Á 78.mínútu fékk Karl Friðleifur Gunnarsson að líta beint rautt spjald eftir brot á Eyþóri Wöhler. Karl kom fór allt of seint í tæklinguna og telur Arnar að um réttan dóm hafi verið að ræða. „Mér fannst þetta bara eldrautt spjald. Hann var seinn í tæklinguna en mögulega, til að verja mína menn, fannst mér eins og að einhverjum sekúndum áður hafi verið brotið á Erlingi. Það var ýtt í bakið á honum en dómarinn lét leikinn ganga. Mögulega var Karl Friðleifur kannski eitthvað pirraður yfir því en mér fannst þetta vera klárt rautt spjald.“ Víkingar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu átta leiki tímabilsins. Er þetta eitthvað sem lagt var upp með fyrir tímabilið? „Auðvitað viltu vinna alla leiki sem þú ferð í en ég væri kannski að ljúga því ef ég myndi segja núna að ég hefði haft trú á því að við myndum vinna alla átta fyrstu leiki okkar því þetta er gríðarlega sterkt mót með mörgum mismunandi áskorunum. Ekki bara hvað varðar gæði liðanna heldur einnig á þeim útivöllum sem við höfum spilað á. Við fórum til Eyja og spiluðum við erfiðar aðstæður, þá er líka alltaf mjög erfitt að koma hingað inn í Kórinn. Nú tekur við annað krefjandi tímabil með þremur afar erfiðum leikjum gegn KA úti, Val heima og Breiðablik úti. Þetta er algjör veisla og við þurfum bara að halda fókus. Taka einn leik í einu og ekkert vera að horfa á hvað önnur lið eru að gera. Við erum bara í góðum málum eins og staðan er í dag.“
Besta deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira