DeSantis sagður lýsa yfir framboði á næstu dögum Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2023 09:00 DeSantis telur sig einan geta velt Joe Biden forseta úr sessi. AP/Rebecca Blackwell Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ætla að lýsa formlega yfir forsetaframboði í næstu viku. Hann sagði bakhjörlum sínum og stuðningsmönnum að hann væri sá eini sem gæti unnið í forvali Repúblikanaflokksins og í forsetakosningunum á næsta ári. Lengi hefur verið búist við því að DeSantis færi fram í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar en hann hefur beðið átekta til þessa. Skoðanakannanir sýndu á tímabili að hann nyti ívið meiri stuðnings en Donald Trump, fyrrverandi forseti, sem lýsti yfir sínu framboði strax í haust. New York Times segir að DeSantis hafi sagt fjárhagslegum bakhjörlum sínum og stuðningsmönnum að það væru aðeins þeir Trump og Joe Biden sem ættu trúverðuga möguleika. „Ég held að af þessum þremur eigi tveir möguleika á að verða forseti, Biden og ég, á grundvelli allra gagna í lykilríkjunum sem er ekki frábært fyrir fyrrverandi forsetann og líklega óyfirstíganlegt vegna þess að fólk mun ekki skipta um skoðun á honum,“ sagði DeSantis á fjarfundi sem pólitísk aðgerðanefnd sem styður hann skipulagði. DeSantis hefur ekki áður vegið að Trump svo afdráttarlaust áður. Trump hefur aftur á móti ekki hikað við að ausa aur yfir mótherja sinn. Fyrrverandi forsetinn hefur meðal annars uppnefnt hann Ron „skinhelga“ (e. DeSanctimonious) sem er útúrsnúningur á eftirnafni ríkisstjórans. Slagur við Disney og demókrata Nokkuð hefur fjarað undan DeSantis í samanburði við Trump í könnunum að undanförnu. Ríkisstjórinn hefur þó verið duglegur að koma sér í landsfréttirnar. Í fyrra vakti hann athygli og hneykslan þegar hann notaði skattfé til þess að láta flytja förufólk til lítillar sumardvalareyjar í Massachusetts til þess að koma höggi á demókrata sem hafa frjálslyndari skoðanir í innflytjendamálum en hann. Það gerði DeSantis þrátt fyrir að fátt sé um að förufólk taki fyrst land á Flórída, enda lét hann sækja fólkið til Texas áður en það var sent norðaustur á bóginn. Þá hefur DeSantis háð harða hildi við Disney-afþreyingarrisann sem er eitt umsvifamesta fyrirtækið í Flórída. Eftir að fyrirtækið tók undir gagnrýni á umdeild lög repúblikana sem bannar grunnskólakennurum að ræða kynhneigð eða kyngervi við nemendur hefur DeSantis sóst eftir að refsa fyrirtækinu með ýmsum leiðum. Disney tilkynnti starfsmönnum sínum í gær að fyrirtækið væri hætt um milljarðs dollara fjárfestingu í nokkurs konar starfsmannabæ í Flórída sem hefði hýst um tvö þúsund starfsmenn sem til stóð að flytja frá Kaliforníu. Yfirmaður skemmtigarðsmála hjá Disney vísaði til þess að „viðskiptaaðstæður“ hefðu breyst, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Undir stjórn DeSantis hafa repúblikanar í Flórída einnig ráðist í ritskoðunarherferð í skólum. Stjórnendur skóla hafa sums staðar fjarlægt allar bækur af ótta við að vera sóttir til saka fyrir efni sem yfirvöldum finnst ekki við hæfi. Herferðin hefur leitt til þess að bækur um sögu þrælahalds og kynþáttafordóma í Bandaríkjunum og þær sem fjalla á einhvern hátt um kynhneigð eða kyngervi hafi verið látnar hverfa. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Ummæli DeSantis um Disney líkleg til að koma niður á honum Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði í gær að lögsókn Disney gegn sér og Flórída væri pólitísks eðlis. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru reiðir yfir því að hann væri að binda enda á sérkjör Disney í Flórída. Hann segir Disney hafa verið á sérkjörum í Flórída og nú væri sá tími liðinn. 28. apríl 2023 15:21 Trump með 25 prósent forskot á DeSantis á landsvísu Donald Trump mælist nú með 50 prósenta fylgi á landsvísu en Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, með 24 prósent. DeSantis farnast hins vegar betur í Iowa og New Hampshire, þar sem fyrst verður gengið til atkvæða í forkosningum forsetakosninganna. 28. mars 2023 08:16 Skipti samkynhneigð út fyrir krullurnar í ritskoðaðri ræðu Nemandi sem flutti ræðu við útskrift í framhaldsskóla á Flórída í Bandaríkjunum vakti mikla athygli fyrir hvernig honum tókst að koma skilaboðum sínum til skila þrátt fyrir að skólastjórinn hefði bannað honum að tala um samkynhneigð sína. 25. maí 2022 15:08 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Lengi hefur verið búist við því að DeSantis færi fram í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar en hann hefur beðið átekta til þessa. Skoðanakannanir sýndu á tímabili að hann nyti ívið meiri stuðnings en Donald Trump, fyrrverandi forseti, sem lýsti yfir sínu framboði strax í haust. New York Times segir að DeSantis hafi sagt fjárhagslegum bakhjörlum sínum og stuðningsmönnum að það væru aðeins þeir Trump og Joe Biden sem ættu trúverðuga möguleika. „Ég held að af þessum þremur eigi tveir möguleika á að verða forseti, Biden og ég, á grundvelli allra gagna í lykilríkjunum sem er ekki frábært fyrir fyrrverandi forsetann og líklega óyfirstíganlegt vegna þess að fólk mun ekki skipta um skoðun á honum,“ sagði DeSantis á fjarfundi sem pólitísk aðgerðanefnd sem styður hann skipulagði. DeSantis hefur ekki áður vegið að Trump svo afdráttarlaust áður. Trump hefur aftur á móti ekki hikað við að ausa aur yfir mótherja sinn. Fyrrverandi forsetinn hefur meðal annars uppnefnt hann Ron „skinhelga“ (e. DeSanctimonious) sem er útúrsnúningur á eftirnafni ríkisstjórans. Slagur við Disney og demókrata Nokkuð hefur fjarað undan DeSantis í samanburði við Trump í könnunum að undanförnu. Ríkisstjórinn hefur þó verið duglegur að koma sér í landsfréttirnar. Í fyrra vakti hann athygli og hneykslan þegar hann notaði skattfé til þess að láta flytja förufólk til lítillar sumardvalareyjar í Massachusetts til þess að koma höggi á demókrata sem hafa frjálslyndari skoðanir í innflytjendamálum en hann. Það gerði DeSantis þrátt fyrir að fátt sé um að förufólk taki fyrst land á Flórída, enda lét hann sækja fólkið til Texas áður en það var sent norðaustur á bóginn. Þá hefur DeSantis háð harða hildi við Disney-afþreyingarrisann sem er eitt umsvifamesta fyrirtækið í Flórída. Eftir að fyrirtækið tók undir gagnrýni á umdeild lög repúblikana sem bannar grunnskólakennurum að ræða kynhneigð eða kyngervi við nemendur hefur DeSantis sóst eftir að refsa fyrirtækinu með ýmsum leiðum. Disney tilkynnti starfsmönnum sínum í gær að fyrirtækið væri hætt um milljarðs dollara fjárfestingu í nokkurs konar starfsmannabæ í Flórída sem hefði hýst um tvö þúsund starfsmenn sem til stóð að flytja frá Kaliforníu. Yfirmaður skemmtigarðsmála hjá Disney vísaði til þess að „viðskiptaaðstæður“ hefðu breyst, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Undir stjórn DeSantis hafa repúblikanar í Flórída einnig ráðist í ritskoðunarherferð í skólum. Stjórnendur skóla hafa sums staðar fjarlægt allar bækur af ótta við að vera sóttir til saka fyrir efni sem yfirvöldum finnst ekki við hæfi. Herferðin hefur leitt til þess að bækur um sögu þrælahalds og kynþáttafordóma í Bandaríkjunum og þær sem fjalla á einhvern hátt um kynhneigð eða kyngervi hafi verið látnar hverfa.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Ummæli DeSantis um Disney líkleg til að koma niður á honum Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði í gær að lögsókn Disney gegn sér og Flórída væri pólitísks eðlis. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru reiðir yfir því að hann væri að binda enda á sérkjör Disney í Flórída. Hann segir Disney hafa verið á sérkjörum í Flórída og nú væri sá tími liðinn. 28. apríl 2023 15:21 Trump með 25 prósent forskot á DeSantis á landsvísu Donald Trump mælist nú með 50 prósenta fylgi á landsvísu en Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, með 24 prósent. DeSantis farnast hins vegar betur í Iowa og New Hampshire, þar sem fyrst verður gengið til atkvæða í forkosningum forsetakosninganna. 28. mars 2023 08:16 Skipti samkynhneigð út fyrir krullurnar í ritskoðaðri ræðu Nemandi sem flutti ræðu við útskrift í framhaldsskóla á Flórída í Bandaríkjunum vakti mikla athygli fyrir hvernig honum tókst að koma skilaboðum sínum til skila þrátt fyrir að skólastjórinn hefði bannað honum að tala um samkynhneigð sína. 25. maí 2022 15:08 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Ummæli DeSantis um Disney líkleg til að koma niður á honum Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði í gær að lögsókn Disney gegn sér og Flórída væri pólitísks eðlis. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru reiðir yfir því að hann væri að binda enda á sérkjör Disney í Flórída. Hann segir Disney hafa verið á sérkjörum í Flórída og nú væri sá tími liðinn. 28. apríl 2023 15:21
Trump með 25 prósent forskot á DeSantis á landsvísu Donald Trump mælist nú með 50 prósenta fylgi á landsvísu en Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, með 24 prósent. DeSantis farnast hins vegar betur í Iowa og New Hampshire, þar sem fyrst verður gengið til atkvæða í forkosningum forsetakosninganna. 28. mars 2023 08:16
Skipti samkynhneigð út fyrir krullurnar í ritskoðaðri ræðu Nemandi sem flutti ræðu við útskrift í framhaldsskóla á Flórída í Bandaríkjunum vakti mikla athygli fyrir hvernig honum tókst að koma skilaboðum sínum til skila þrátt fyrir að skólastjórinn hefði bannað honum að tala um samkynhneigð sína. 25. maí 2022 15:08