Erlent

Harry og Meg­han nærri því að lenda í stór­slysi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hjónin voru hætt komin í gærkvöldi að eigin sögn vegna ljósmyndara.
Hjónin voru hætt komin í gærkvöldi að eigin sögn vegna ljósmyndara. EPA

Her­toga­hjónin af Sus­sex, Harry og Meg­han, segjast hafa verið ná­lægt því að lenda í stór­slysi í gær vegna ljós­myndara sem veittu þeim eftir­för í New York þar sem þau yfir­gáfu verð­launa­há­tíð.

Meg­han tók í gær við verð­launum á verð­launa­há­tíðinni Wo­men of Vision þar sem fram­sýnar konur eru heiðraðar. Meg­han tók við verð­launum og hélt ræðu þar sem hún hvatti aðrar konur til þess að láta sig jafn­réttis­bar­áttu varða.

Um var að ræða fyrsta skiptið sem hjónin koma fram saman opin­ber­lega eftir krýningu Karls konungs. Vakti ræða Meg­han mikla at­hygli.

Breska ríkis­út­varpið greinir frá því að hjónin hafi sent frá sér til­kynningu vegna ljós­myndara sem hafi veitt þeim eftir­för að verð­launa­há­tíðinni lokinni. Segja þau að hurð hafi skollið nærri hælum.

„Eftir­förin entist í tvær klukku­stundir og vorum við í­trekað nærri því að lenda í á­rekstrum við aðra öku­menn á veginum, gangandi veg­far­endur og tvö lög­reglu­þjóna,“ hefur miðillinn eftir til­kynningu hjónanna.

Móðir Harry, Díana Bretaprinsessa, lést árið 1997 í bílslysi í París þegar ökumaður bíls hennar missti stjórn á honum á miklum hraða þar sem hann reyndi að komast undan ljósmyndurum sem elt höfðu Díönu á röndum.

Harry hefur ítrekað sagt að hann hafi áhyggjur af því að sagan muni endurtaka sig í tilviki fjölskyldu sinnar og eiginkonu sinnar Meghan. Þá hefur hann ítrekað gagnrýnt fjölmiðla fyrir fréttaflutning þeirra af sér og fjölskyldu sinni. 

Hjónin á leið frá verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi. James Devaney/GC Images/Getty


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×