„Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð“ Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2023 13:16 Edgar Rinkēvič er utanríkisráðherra Lettlands, en Lettar taka við formennsku í Evrópuráðinu í lok fundarins í dag. Stöð 2 Utanríkisráðherra Lettlands segir að Úkraínumenn hafi þegar unnið stríðið sem Rússar hófu með innrásinni í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. „Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð. Fyrir því eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi hafa þeir tryggt sjálfstæði sitt. Kænugarður hefur ekki fallið, ríkisstjórnin er starfandi, herinn er starfandi og berst. Úkraínski herinn er svo að frelsa úkraínsk landsvæði. Rússland er veikt og Úkraína er sterk. Þeir hafa þegar unnið.“ Þetta sagði Edgar Rinkēvič, utanríkisráðherra Lettlands, í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann fyrir hádegi í dag, en utanríkisráðherrann er staddur hér á landi í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Lettar munu taka við formennsku í Evrópuráðinu af Íslendingum í lok fundarins. Ráðherrann segir að það muni taka tíma að ná öllu því úkraínska landsvæði, sem Rússar hafi lagt undir sig, aftur úr höndum Rússa. „Það verður erfitt en ég er sannfærður þar sem ég hef heimsótt Úkraínu og séð að úkraínskir menn og konur munu nú, sem áður, gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna stríðið.“ Eigi skilið að verða fullgildir NATO-aðilar Rinkēvič segist vera á þeirri skoðun að Úkraína eigi skilið að verða fullgildur aðili að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Það muni þó ekki gerast á leiðtogafundinum sem fyrirhugaður er í litháísku höfuðborginni Vilníus í júlí, en ráðherrann segir nauðsynlegt að þar verði lagður fram vegvísir að því hvernig Úkraína geti gerst fullgildur aðili. Sjá má viðtalið í heild sinni við Rinkēvič í spilarnum að neðan. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lettland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira
„Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð. Fyrir því eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi hafa þeir tryggt sjálfstæði sitt. Kænugarður hefur ekki fallið, ríkisstjórnin er starfandi, herinn er starfandi og berst. Úkraínski herinn er svo að frelsa úkraínsk landsvæði. Rússland er veikt og Úkraína er sterk. Þeir hafa þegar unnið.“ Þetta sagði Edgar Rinkēvič, utanríkisráðherra Lettlands, í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann fyrir hádegi í dag, en utanríkisráðherrann er staddur hér á landi í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Lettar munu taka við formennsku í Evrópuráðinu af Íslendingum í lok fundarins. Ráðherrann segir að það muni taka tíma að ná öllu því úkraínska landsvæði, sem Rússar hafi lagt undir sig, aftur úr höndum Rússa. „Það verður erfitt en ég er sannfærður þar sem ég hef heimsótt Úkraínu og séð að úkraínskir menn og konur munu nú, sem áður, gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna stríðið.“ Eigi skilið að verða fullgildir NATO-aðilar Rinkēvič segist vera á þeirri skoðun að Úkraína eigi skilið að verða fullgildur aðili að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Það muni þó ekki gerast á leiðtogafundinum sem fyrirhugaður er í litháísku höfuðborginni Vilníus í júlí, en ráðherrann segir nauðsynlegt að þar verði lagður fram vegvísir að því hvernig Úkraína geti gerst fullgildur aðili. Sjá má viðtalið í heild sinni við Rinkēvič í spilarnum að neðan.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lettland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira