„Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð“ Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2023 13:16 Edgar Rinkēvič er utanríkisráðherra Lettlands, en Lettar taka við formennsku í Evrópuráðinu í lok fundarins í dag. Stöð 2 Utanríkisráðherra Lettlands segir að Úkraínumenn hafi þegar unnið stríðið sem Rússar hófu með innrásinni í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. „Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð. Fyrir því eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi hafa þeir tryggt sjálfstæði sitt. Kænugarður hefur ekki fallið, ríkisstjórnin er starfandi, herinn er starfandi og berst. Úkraínski herinn er svo að frelsa úkraínsk landsvæði. Rússland er veikt og Úkraína er sterk. Þeir hafa þegar unnið.“ Þetta sagði Edgar Rinkēvič, utanríkisráðherra Lettlands, í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann fyrir hádegi í dag, en utanríkisráðherrann er staddur hér á landi í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Lettar munu taka við formennsku í Evrópuráðinu af Íslendingum í lok fundarins. Ráðherrann segir að það muni taka tíma að ná öllu því úkraínska landsvæði, sem Rússar hafi lagt undir sig, aftur úr höndum Rússa. „Það verður erfitt en ég er sannfærður þar sem ég hef heimsótt Úkraínu og séð að úkraínskir menn og konur munu nú, sem áður, gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna stríðið.“ Eigi skilið að verða fullgildir NATO-aðilar Rinkēvič segist vera á þeirri skoðun að Úkraína eigi skilið að verða fullgildur aðili að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Það muni þó ekki gerast á leiðtogafundinum sem fyrirhugaður er í litháísku höfuðborginni Vilníus í júlí, en ráðherrann segir nauðsynlegt að þar verði lagður fram vegvísir að því hvernig Úkraína geti gerst fullgildur aðili. Sjá má viðtalið í heild sinni við Rinkēvič í spilarnum að neðan. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lettland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Sjá meira
„Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð. Fyrir því eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi hafa þeir tryggt sjálfstæði sitt. Kænugarður hefur ekki fallið, ríkisstjórnin er starfandi, herinn er starfandi og berst. Úkraínski herinn er svo að frelsa úkraínsk landsvæði. Rússland er veikt og Úkraína er sterk. Þeir hafa þegar unnið.“ Þetta sagði Edgar Rinkēvič, utanríkisráðherra Lettlands, í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann fyrir hádegi í dag, en utanríkisráðherrann er staddur hér á landi í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Lettar munu taka við formennsku í Evrópuráðinu af Íslendingum í lok fundarins. Ráðherrann segir að það muni taka tíma að ná öllu því úkraínska landsvæði, sem Rússar hafi lagt undir sig, aftur úr höndum Rússa. „Það verður erfitt en ég er sannfærður þar sem ég hef heimsótt Úkraínu og séð að úkraínskir menn og konur munu nú, sem áður, gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna stríðið.“ Eigi skilið að verða fullgildir NATO-aðilar Rinkēvič segist vera á þeirri skoðun að Úkraína eigi skilið að verða fullgildur aðili að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Það muni þó ekki gerast á leiðtogafundinum sem fyrirhugaður er í litháísku höfuðborginni Vilníus í júlí, en ráðherrann segir nauðsynlegt að þar verði lagður fram vegvísir að því hvernig Úkraína geti gerst fullgildur aðili. Sjá má viðtalið í heild sinni við Rinkēvič í spilarnum að neðan.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lettland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Sjá meira