Erlent

Gisti­heimilis­bruninn á Nýja-Sjá­landi rann­sakaður sem saka­mál

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Loafers Lodge eftir brunann.
Loafers Lodge eftir brunann. AP/AAP Image/Masanori Udagawa

Mannskæður bruni á Nýja-Sjálandi í gær, þar sem að minnsta kosti sex létu lífið og allt að tuttugu er mögulega saknað, er nú rannsakaður sem morð. Yfirvöld í Wellington hafa staðfest að um íkveikju var að ræða.

Eldurinn kom upp á Loafers Lodge, sem meðal annars hýsti farandverkafólk, atvinnulausa og heimilislausa. Níutíu herbergi voru á gistiheimilinu og virðist nokkuð óljóst hversu margir voru í húsinu þegar eldurinn kom upp, rétt eftir miðnætti á staðartíma.

Lögregla gerir ráð fyrir að tala látinna muni hækka.

Meðal þess sem er til rannsóknar er hvort eldsvoðinn tengist öðru atviki sem tilkynnt var um tveimur tímum áður, um eld í sófa. Rannsakendur komust ekki inn í bygginguna fyrr en meira en sólahring eftir brunann, þar sem óvíst var um öryggi húsnæðisins.

Lögregla hefur hvatt þá sem kunna að hafa dvalið á gistiheimilinu og farið eitthvað annað þegar eldurinn kom upp til að setja sig í samband við yfirvöld og láta vita af sér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×