Íslenski boltinn

Tveimur KSÍ dómurum borist líf­láts­hótanir | „Fyrir neðan allar hellur“

Aron Guðmundsson skrifar
Frá leik í Bestu deild karla 2023
Frá leik í Bestu deild karla 2023 Vísir/Diego

Á síðustu vikum hefur tveimur dómurum, sem dæma leiki í mótum meistara­flokka á vegum KSÍ, borist líf­láts­hótanir.

Frá þessu greinir Knatt­spyrnu­sam­band Ís­lands í til­kynningu á vef sínum og hvetur sam­bandið til stillingar.

„Þetta er fyrir neðan allar hellur og með öllu ó­líðandi,“segir í til­kynningu KSÍ. „Og skiptir engu hvort um er að ræða barna­skap og meint grín, eða hreina og klára til­raun til líkams­á­rásar. Nei­kvæð hegðun í garð dómara á fót­bolta­leikjum (eða ýmsum öðrum í­þróttum) er ekki ný af nálinni.“

Ógnanir og hótanir fari aug­ljós­lega langt yfir strikið

„En þegar ekki er tekið á nei­kvæðri hegðun og gripið inn í, þá stig­magnast hún. Á­byrgðin er vissu­lega þess sem hagar sér með þessum hætti, en með sam­hentu á­taki geta allir þátt­tak­endur leiksins unnið bug á þessari mein­semd.“

KSÍ hefur verið með í undirbúningi árveknisátak þar sem landsþekktir einstaklingar hvetja til jákvæðrar hegðunar í garð dómara og verður það átak sett í gang síðar í mánuðinum.

Þá hvetur sambandið forráðamenn félaga til að vera vakandi fyrir neikvæðri hegðun áhorfenda á leikjum sinna félaga og grípa inn í ef þörf er á.

Enn fremur hvetur sambandið þjálfara og leikmenn til að stilla sig þegar rætt er um dómara og þeirra störf í viðtölum. 

Að lokum beinir KSÍ því til fjölmiðlamanna að fjalla um störf dómara af sanngirni og virðingu. 

Tilkynningu KSÍ í heild sinni má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×