„Gekk einfaldlega allt upp hjá okkur í dag“ Kári Mímisson skrifar 14. maí 2023 22:40 Rúnar Páll var mjög sáttur að leik loknum. Vísir/Diego Fylkir vann glæsilegan 3-1 sigur á Fram í Bestu deild karla. Fyrir leik voru fyrstu bikarhafar Fylkis heiðraðir og strákarnir náðu í þrjú stig fyrir þá hér í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson var að vonum ánægður með sigurinn og sagði að þetta hafi verið einn af þessum leikjum þar sem allt gekk upp. „Það er bara frábært fyrir okkur að geta heiðrað þessa snillinga með góðum sigri. Mér fannst við vera ótrúlega góðir í dag. Fáum á okkur klaufalegt mark í byrjun leiks en síðan fannst mér við bara vera fínir. Við komumst inn í leikinn síðustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik og komum bara ágætlega sáttir inn í hálfleik.“ „Skorum tvö auka frábær mörk í seinni hálfleik. Mörk tvö og þrjú eru algjör snilldar mörk. Einnig var markið í fyrri hálfleik algjör snilld og ótrúlega vel gert. Það var góður heildarbragur á liðinu. Við vörðumst vel og sérstaklega í föstum leikatriðum, Óli ver víti og það gekk einfaldlega allt upp hjá okkur í dag. Ég er bara hrikalega stoltur af liðinu. Það var kærkomið að fá þessi þrjú stig í dag.“ Ólafur Karl Finsen skoraði fyrsta mark Fylkis þegar hann jafnaði leikinn 1-1. Ólafur vippaði boltanum afar fallega yfir nafna sinn Ólaf Íshólm í marki Fram. Rúnar var að vonum ánægður með Ólaf eftir leik. „Þetta var snilldarleg afgreiðsla og þetta er bara Óli Kalli. Hann er svo góður í fótbolta að það hálfa væri nóg. Það er bara snilld að hafa hann hérna í okkar röðum. “ Fram voru betri aðili leiksins framan af og stjórnuðu öllu inni á vellinum. Er þetta eitthvað sem Rúnar hefur áhyggjur af? „Þeir voru kannski meira með boltann en þeir gerðu nú ekkert meira eftir að þeir skoruðu þetta mark. Ég hef engar áhyggjur af því. Við vorum með fínt skipulag. Við fórum aðeins framar og breytum aðeins eftir að þeir skoruðu markið, ýtum Nikulás Val aðeins hærra upp og fórum í 4-4-2. Við það breytist leikurinn smá og við náðum að ýta aðeins hærra á þá. Framararnir sköpuðu sér ekkert í sjálfu sér þó þeir væru meira með boltann. Framararnir eru með gott lið og um leið og við gefum þeim eitthvað svæði eða pláss þá geta þeir sundur spilað þig. Þeir gerðu það ekki í dag við okkur. Mér fannst við bara spila þennan leik í dag ágætlega þrátt fyrir að þeir hafi verið meira með boltann þarna í fyrri hálfleik.“ Þriðja mark Fylkis var einkar glæsilegt og virtist koma beint af æfingasvæðinu. Kom það beint af æfingarsvæðinu? „Nei, það held ég nú ekki. Þetta eru bara góðir fótboltamenn og þeir taka ákvörðunina um að gera þetta svona þá er það bara frábært. Frábær sending frá Bigga og aggresíft hlaup hjá Orra. En nei, nei þetta er ekkert af æfingasvæðinu.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir – Fram 3-1 | Heimamenn komu til baka og sendu KR á botninn Fylkir kom til baka gegn Fram í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að lenda 0-1 undir. Sigur Fylkis þýðir að KR er komið á botn Bestu deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. maí 2023 21:15 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira
„Það er bara frábært fyrir okkur að geta heiðrað þessa snillinga með góðum sigri. Mér fannst við vera ótrúlega góðir í dag. Fáum á okkur klaufalegt mark í byrjun leiks en síðan fannst mér við bara vera fínir. Við komumst inn í leikinn síðustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik og komum bara ágætlega sáttir inn í hálfleik.“ „Skorum tvö auka frábær mörk í seinni hálfleik. Mörk tvö og þrjú eru algjör snilldar mörk. Einnig var markið í fyrri hálfleik algjör snilld og ótrúlega vel gert. Það var góður heildarbragur á liðinu. Við vörðumst vel og sérstaklega í föstum leikatriðum, Óli ver víti og það gekk einfaldlega allt upp hjá okkur í dag. Ég er bara hrikalega stoltur af liðinu. Það var kærkomið að fá þessi þrjú stig í dag.“ Ólafur Karl Finsen skoraði fyrsta mark Fylkis þegar hann jafnaði leikinn 1-1. Ólafur vippaði boltanum afar fallega yfir nafna sinn Ólaf Íshólm í marki Fram. Rúnar var að vonum ánægður með Ólaf eftir leik. „Þetta var snilldarleg afgreiðsla og þetta er bara Óli Kalli. Hann er svo góður í fótbolta að það hálfa væri nóg. Það er bara snilld að hafa hann hérna í okkar röðum. “ Fram voru betri aðili leiksins framan af og stjórnuðu öllu inni á vellinum. Er þetta eitthvað sem Rúnar hefur áhyggjur af? „Þeir voru kannski meira með boltann en þeir gerðu nú ekkert meira eftir að þeir skoruðu þetta mark. Ég hef engar áhyggjur af því. Við vorum með fínt skipulag. Við fórum aðeins framar og breytum aðeins eftir að þeir skoruðu markið, ýtum Nikulás Val aðeins hærra upp og fórum í 4-4-2. Við það breytist leikurinn smá og við náðum að ýta aðeins hærra á þá. Framararnir sköpuðu sér ekkert í sjálfu sér þó þeir væru meira með boltann. Framararnir eru með gott lið og um leið og við gefum þeim eitthvað svæði eða pláss þá geta þeir sundur spilað þig. Þeir gerðu það ekki í dag við okkur. Mér fannst við bara spila þennan leik í dag ágætlega þrátt fyrir að þeir hafi verið meira með boltann þarna í fyrri hálfleik.“ Þriðja mark Fylkis var einkar glæsilegt og virtist koma beint af æfingasvæðinu. Kom það beint af æfingarsvæðinu? „Nei, það held ég nú ekki. Þetta eru bara góðir fótboltamenn og þeir taka ákvörðunina um að gera þetta svona þá er það bara frábært. Frábær sending frá Bigga og aggresíft hlaup hjá Orra. En nei, nei þetta er ekkert af æfingasvæðinu.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir – Fram 3-1 | Heimamenn komu til baka og sendu KR á botninn Fylkir kom til baka gegn Fram í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að lenda 0-1 undir. Sigur Fylkis þýðir að KR er komið á botn Bestu deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. maí 2023 21:15 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira
Leik lokið: Fylkir – Fram 3-1 | Heimamenn komu til baka og sendu KR á botninn Fylkir kom til baka gegn Fram í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að lenda 0-1 undir. Sigur Fylkis þýðir að KR er komið á botn Bestu deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. maí 2023 21:15