Fleiri en tvö hundruð látin svelta sig til bana Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2023 13:49 Paul Mackenzie, leiðtogi safnaðarins, heldur því fram að hann hafi lagt hann niður fyrir nokkrum árum. Dómstóll hafnaði kröfu hans um lausn gegn tryggingu í síðustu viku. AP Rúmlega tvö hundruð lík fólks sem tilheyrði kristnum dómsdagssöfnuði hafa nú fundist í skógi í Kenía. Fyrrverandi prédikari hjá söfnuðinum segir að börn hafi verið þau fyrstu sem voru látin svelta sig til bana áður en röðin kom að fullorðnum. Leit í Shakahola-skóginum í suðvestanverðu Kenía hefur nú skilað 201 líki. Þau eru talin tilheyra fólki sem tilheyrði sértrúarsöfnuðinum Good News International Church. Paul Mackenzie, leiðtogi hans, hefur verið í haldi lögreglu undanfarnar vikur og á yfir höfði sér ákæru fyrir hryðjuverkastarfsemi, að sögn AP-fréttastofunnar. Krufning á líkunum bendir til þess að fólkið hafi soltið, verið kæft og barið. Talið er að Mackenzie hafi látið safnaðarmeðlimi fremja hópsjálfsmorð með því að svelta sig til bana svo þeir kæmust til himna fyrir heimsenda. Fleiri en sex hundruð manns sem eru taldir hafa verið í söfnuðinum er saknað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Titus Katana, safnaðarmeðlimur og fyrrverandi aðstoðarprédikari, segir New York Times að Mackenzie hafi gefið fyrirskipanir í janúar um að fólk ætti að svelta börn sín úti í sólinni til þess að þau dæju sem fyrst. Með vorinu var röðin komin að konum og svo körlum. Mackenzie hafi sjálfur ætlað að lifa áfram til þess að hjálpa fylgjendum sínum að „hitta Jesúm“ með því að svelta sig. Þegar því væri lokið ætlaði hann að svelta sjálfan sig til dauða áður en til heimsenda kæmi. Katana segir að hann hafi verið hættur í söfnuðinum þegar sjálfsvígin hófust en hann hafi heyrt af þeim frá fólki sem varð eftir. Hann hafi gert lögreglu viðvart um að börn væru að deyja í skóginum en hún hafi ekkert aðhafst fyrr en það var þegar orðið of seint. Kenía Trúmál Erlend sakamál Tengdar fréttir Mögulega aðeins „toppurinn á ísjakanum“ Að minnsta kosti 90 hafa fundist látnir á búgarði í Kenía, þar sem leiðtogi sértrúasöfnuðar er grunaður um að hafa fyrirskipað fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til að „hitta Jesú“. 26. apríl 2023 07:01 Sveltu sig til dauða til þess að hitta Jesúm Að minnsta kosti tuttugu og eitt lík hefur verið grafið upp í tengslum við rannsókn á prédikara sem er talinn hafa sagt fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til þess að hitta Jesúm í Kenía. Börn eru á meðal þeirra látnu en lögregla býst við að finna enn fleiri lík. 23. apríl 2023 11:53 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Leit í Shakahola-skóginum í suðvestanverðu Kenía hefur nú skilað 201 líki. Þau eru talin tilheyra fólki sem tilheyrði sértrúarsöfnuðinum Good News International Church. Paul Mackenzie, leiðtogi hans, hefur verið í haldi lögreglu undanfarnar vikur og á yfir höfði sér ákæru fyrir hryðjuverkastarfsemi, að sögn AP-fréttastofunnar. Krufning á líkunum bendir til þess að fólkið hafi soltið, verið kæft og barið. Talið er að Mackenzie hafi látið safnaðarmeðlimi fremja hópsjálfsmorð með því að svelta sig til bana svo þeir kæmust til himna fyrir heimsenda. Fleiri en sex hundruð manns sem eru taldir hafa verið í söfnuðinum er saknað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Titus Katana, safnaðarmeðlimur og fyrrverandi aðstoðarprédikari, segir New York Times að Mackenzie hafi gefið fyrirskipanir í janúar um að fólk ætti að svelta börn sín úti í sólinni til þess að þau dæju sem fyrst. Með vorinu var röðin komin að konum og svo körlum. Mackenzie hafi sjálfur ætlað að lifa áfram til þess að hjálpa fylgjendum sínum að „hitta Jesúm“ með því að svelta sig. Þegar því væri lokið ætlaði hann að svelta sjálfan sig til dauða áður en til heimsenda kæmi. Katana segir að hann hafi verið hættur í söfnuðinum þegar sjálfsvígin hófust en hann hafi heyrt af þeim frá fólki sem varð eftir. Hann hafi gert lögreglu viðvart um að börn væru að deyja í skóginum en hún hafi ekkert aðhafst fyrr en það var þegar orðið of seint.
Kenía Trúmál Erlend sakamál Tengdar fréttir Mögulega aðeins „toppurinn á ísjakanum“ Að minnsta kosti 90 hafa fundist látnir á búgarði í Kenía, þar sem leiðtogi sértrúasöfnuðar er grunaður um að hafa fyrirskipað fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til að „hitta Jesú“. 26. apríl 2023 07:01 Sveltu sig til dauða til þess að hitta Jesúm Að minnsta kosti tuttugu og eitt lík hefur verið grafið upp í tengslum við rannsókn á prédikara sem er talinn hafa sagt fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til þess að hitta Jesúm í Kenía. Börn eru á meðal þeirra látnu en lögregla býst við að finna enn fleiri lík. 23. apríl 2023 11:53 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Mögulega aðeins „toppurinn á ísjakanum“ Að minnsta kosti 90 hafa fundist látnir á búgarði í Kenía, þar sem leiðtogi sértrúasöfnuðar er grunaður um að hafa fyrirskipað fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til að „hitta Jesú“. 26. apríl 2023 07:01
Sveltu sig til dauða til þess að hitta Jesúm Að minnsta kosti tuttugu og eitt lík hefur verið grafið upp í tengslum við rannsókn á prédikara sem er talinn hafa sagt fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til þess að hitta Jesúm í Kenía. Börn eru á meðal þeirra látnu en lögregla býst við að finna enn fleiri lík. 23. apríl 2023 11:53