Kjaradeilan harðnar: BSRB gerir sveitarfélögum upp leit að meðvirku starfsfólki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. maí 2023 14:55 BSRB er nokkuð harðort í auglýsingunum sem beinast að íbúum sveitarfélaganna. BSRB BSRB hóf í dag óvenjulega auglýsingaherferð vegna kjaradeilu sinnar við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samskiptastjóri BSRB segir markmiðið að upplýsa íbúa sveitarfélaganna sem mismuni starfsfólki sínu. Deiluaðilar munu funda hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 á morgun. Auglýsingar BSRB líta út eins og um starfsauglýsingar sveitarfélaganna sé um að ræða. Virðist Kópavogsbær meðal annars óska eftir starfskrafti og býður óþægilega stemningu á vinnustað sem fríðindi. Seltjarnarnesbær býður lægri laun og skýra mismunun í auglýsingu BSRB á meðan Garðabær virðist óska eftir meðvirkum starfskrafti. Herferðin nær til auglýsingaskilta, samfélagsmiðla og útvarps. „Markmiðið með herferðinni er að upplýsa íbúa sveitarfélaganna sem eru að mismuna starfsfólki sínu um stöðuna,“ segir Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB. „Það er mikilvægt að almenningur skynji óréttlætið sem felst í því þegar starfsfólki í sömu störfum, á sömu vinnustöðum, séu ekki greidd sömu laun - og það hjálpi okkur í BSRB að þrýsta á bæjar- og sveitarstjórnir að láta af þessari óbilgirni.“ Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB. BSRB Segist skynja stuðning við baráttuna Aðspurð segist Freyja skynja stuðning meðal almennings við baráttu og verkfallsaðgerðir, meðal annars hjá þeim sem aðgerðirnar bitni á. Aðgerðir BSRB munu ná til tíu sveitarfélaga ef af verður. „Meira að segja fólk sem aðgerðirnar bitna á eins og foreldra leik- og grunnskólabarna er skilningsríkt og vill ekki að fóllkinu sem sinnir börnum þeirra sé mismunað svona.“ Verkföll hefjast að óbreyttu hjá starfsfólki BSRB á leikskólum og grunnskólum þann 15. maí næstkomandi. Fara starfsmenn leikskóla í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ í verkfall ef af verður auk starfsfólks í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Kjaramál Stéttarfélög Ölfus Vinnumarkaður Hafnarfjörður Hveragerði Árborg Reykjanesbær Auglýsinga- og markaðsmál Seltjarnarnes Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Auglýsingar BSRB líta út eins og um starfsauglýsingar sveitarfélaganna sé um að ræða. Virðist Kópavogsbær meðal annars óska eftir starfskrafti og býður óþægilega stemningu á vinnustað sem fríðindi. Seltjarnarnesbær býður lægri laun og skýra mismunun í auglýsingu BSRB á meðan Garðabær virðist óska eftir meðvirkum starfskrafti. Herferðin nær til auglýsingaskilta, samfélagsmiðla og útvarps. „Markmiðið með herferðinni er að upplýsa íbúa sveitarfélaganna sem eru að mismuna starfsfólki sínu um stöðuna,“ segir Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB. „Það er mikilvægt að almenningur skynji óréttlætið sem felst í því þegar starfsfólki í sömu störfum, á sömu vinnustöðum, séu ekki greidd sömu laun - og það hjálpi okkur í BSRB að þrýsta á bæjar- og sveitarstjórnir að láta af þessari óbilgirni.“ Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB. BSRB Segist skynja stuðning við baráttuna Aðspurð segist Freyja skynja stuðning meðal almennings við baráttu og verkfallsaðgerðir, meðal annars hjá þeim sem aðgerðirnar bitni á. Aðgerðir BSRB munu ná til tíu sveitarfélaga ef af verður. „Meira að segja fólk sem aðgerðirnar bitna á eins og foreldra leik- og grunnskólabarna er skilningsríkt og vill ekki að fóllkinu sem sinnir börnum þeirra sé mismunað svona.“ Verkföll hefjast að óbreyttu hjá starfsfólki BSRB á leikskólum og grunnskólum þann 15. maí næstkomandi. Fara starfsmenn leikskóla í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ í verkfall ef af verður auk starfsfólks í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar.
Kjaramál Stéttarfélög Ölfus Vinnumarkaður Hafnarfjörður Hveragerði Árborg Reykjanesbær Auglýsinga- og markaðsmál Seltjarnarnes Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira