Rússar skutu 25 stýriflaugum á Úkraínu í nótt Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa 9. maí 2023 06:30 Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, stendur fyrir framan íbúðabyggingu sem skemmdist í árásum Rússa fyrrinótt. AP Rússar eru sagðir hafa skotið 25 stýriflaugum á Úkraínu í nótt og í morgun, daginn sem þeir minnast sigurs Sovétmanna í seinni heimsstyrjöldinni. Í tilkynningu frá Úkraínuher segir að tekist hafi að skjóta niður 23 flauganna, en þess er ekki getið hvar hinar tvær höfnuðu. Fimmtán flaugum var skotið á höfuðborgina Kænugarð og þar varð smávægilegt tjón af völdum braks úr flaugunum þegar þær voru skotnar niður. Talsmaður hersins segir að flaugunum hafi verið skotið frá sprengjuflugvélum Rússa á Kaspíahafi. Árásirnar í nótt koma í kjölfarið á einni stærstu árásarhrinu Rússa frá upphafi stríðs þegar fjölmörgum drónum var beitt auk eldflauga og stórskotaliðs. Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, mætti Kænugarðs í morgun þar sem hún mun funda með Volodímír Selenskí Úkraínuforseta. Good to be back in Kyiv.Where the values we hold dear are defended everyday.So it is such a fitting place to celebrate the day of Europe.I welcome President @ZelenskyyUa's decision to make 9 May Europe Day also here in Ukraine. pic.twitter.com/MEGOEfgyIq— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) May 9, 2023 Viðburðir eru skipulagðir víða um Rússland til að minnast Sigurdagsins í dag, þó að búið sé að aflýsa einhverjum þeirra. Í rússnesku höfuðborginni Moskvu stendur til að halda umfangsmikla hersýningu í tilefni dagsins. Serhiy Popko, talsmaður úkraínska hersins, segir að rússneskar hersveitir væru að reyna að „drepa eins marga og mögulega sé á þessum degi“. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússar láta sprengjum rigna í Úkraínu Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa skotið niður þrjátíu og fimm íranska Shahed dróna í morgun en Rússar sendu þá á skotmörk víðsvegar um landið. 8. maí 2023 07:19 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Í tilkynningu frá Úkraínuher segir að tekist hafi að skjóta niður 23 flauganna, en þess er ekki getið hvar hinar tvær höfnuðu. Fimmtán flaugum var skotið á höfuðborgina Kænugarð og þar varð smávægilegt tjón af völdum braks úr flaugunum þegar þær voru skotnar niður. Talsmaður hersins segir að flaugunum hafi verið skotið frá sprengjuflugvélum Rússa á Kaspíahafi. Árásirnar í nótt koma í kjölfarið á einni stærstu árásarhrinu Rússa frá upphafi stríðs þegar fjölmörgum drónum var beitt auk eldflauga og stórskotaliðs. Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, mætti Kænugarðs í morgun þar sem hún mun funda með Volodímír Selenskí Úkraínuforseta. Good to be back in Kyiv.Where the values we hold dear are defended everyday.So it is such a fitting place to celebrate the day of Europe.I welcome President @ZelenskyyUa's decision to make 9 May Europe Day also here in Ukraine. pic.twitter.com/MEGOEfgyIq— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) May 9, 2023 Viðburðir eru skipulagðir víða um Rússland til að minnast Sigurdagsins í dag, þó að búið sé að aflýsa einhverjum þeirra. Í rússnesku höfuðborginni Moskvu stendur til að halda umfangsmikla hersýningu í tilefni dagsins. Serhiy Popko, talsmaður úkraínska hersins, segir að rússneskar hersveitir væru að reyna að „drepa eins marga og mögulega sé á þessum degi“.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússar láta sprengjum rigna í Úkraínu Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa skotið niður þrjátíu og fimm íranska Shahed dróna í morgun en Rússar sendu þá á skotmörk víðsvegar um landið. 8. maí 2023 07:19 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Rússar láta sprengjum rigna í Úkraínu Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa skotið niður þrjátíu og fimm íranska Shahed dróna í morgun en Rússar sendu þá á skotmörk víðsvegar um landið. 8. maí 2023 07:19