Auknar áhyggjur af öryggi kjarnorkuversins eftir að nærliggjandi svæði var rýmt Eiður Þór Árnason skrifar 7. maí 2023 14:58 Rússneskur hermaður nærri Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í byrjun maí. AP Forstöðumaður kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur vaxandi áhyggjur af öryggi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðausturhluta Úkraínu. Fylkisstjóri svæðisins sem er á valdi Rússa hefur fyrirskipað að nærliggjandi hverfi verði rýmd en langvarandi átök hafa staðið yfir við kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. Stjórnvöld í Úkraínu gáfu út í dag að 72 ára gömul kona hafi látist og þrír aðrir slasast eftir stórskotaliðsárásir rússneskara hersveita á nálæga bæinn Nikopol. Úkraínumenn hafa sömuleiðis gert reglulegar árásir á framlínu Rússa nærri kjarnorkuverinu og er óttast að aukin harka muni færast í átökin þar á næstunni. Rafael Grossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir aðstæður við Zaporizhzhya kjarnorkuverið verða „sífellt ófyrirsjáanlegri og mögulega hættulegar.“ Eiga von á harðari átökum „Ég hef gífurlega miklar áhyggjur af þeim mjög raunverulegu hættum sem kjarnorkuverið stendur frammi fyrir,“ sagði Grossi í gær, áður en fregnir bárust í morgun af nýjustu árásum Rússa. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en Grossi taldi ástæðu til að vekja athygli á stöðu mála eftir að Yevgeny Balitsky, fylkisstjóri Zaporizhzhia-fylkisins, fyrirskipaði flutning almennra borgara frá átján hverfum á svæðinu, þar á meðal Enerhodar sem er staðsett næst kjarnorkuverinu. Balitsky var skipaður af rússneskum stjórnvöldum en Zaporizhzhia-fylkið er að hluta til á valdi Rússa. Balitsky segir árásir úkraínskra hersveita hafa færst í aukanna á síðustu dögum. Greinendur telja að úkraínsk stjórnvöld muni meðal annars beina sjónum sínum að Zaporizhzhia í væntanlegri gagnsókn sinni og reyna að ná svæðinu öllu aftur á sitt vald. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. 22. mars 2023 20:01 Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. 9. mars 2023 19:41 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Stjórnvöld í Úkraínu gáfu út í dag að 72 ára gömul kona hafi látist og þrír aðrir slasast eftir stórskotaliðsárásir rússneskara hersveita á nálæga bæinn Nikopol. Úkraínumenn hafa sömuleiðis gert reglulegar árásir á framlínu Rússa nærri kjarnorkuverinu og er óttast að aukin harka muni færast í átökin þar á næstunni. Rafael Grossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir aðstæður við Zaporizhzhya kjarnorkuverið verða „sífellt ófyrirsjáanlegri og mögulega hættulegar.“ Eiga von á harðari átökum „Ég hef gífurlega miklar áhyggjur af þeim mjög raunverulegu hættum sem kjarnorkuverið stendur frammi fyrir,“ sagði Grossi í gær, áður en fregnir bárust í morgun af nýjustu árásum Rússa. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en Grossi taldi ástæðu til að vekja athygli á stöðu mála eftir að Yevgeny Balitsky, fylkisstjóri Zaporizhzhia-fylkisins, fyrirskipaði flutning almennra borgara frá átján hverfum á svæðinu, þar á meðal Enerhodar sem er staðsett næst kjarnorkuverinu. Balitsky var skipaður af rússneskum stjórnvöldum en Zaporizhzhia-fylkið er að hluta til á valdi Rússa. Balitsky segir árásir úkraínskra hersveita hafa færst í aukanna á síðustu dögum. Greinendur telja að úkraínsk stjórnvöld muni meðal annars beina sjónum sínum að Zaporizhzhia í væntanlegri gagnsókn sinni og reyna að ná svæðinu öllu aftur á sitt vald.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. 22. mars 2023 20:01 Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. 9. mars 2023 19:41 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. 22. mars 2023 20:01
Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. 9. mars 2023 19:41